Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 132
til Reykjavíkur með áætlunarflugvél,
er hér var. Togarinn RöSull var að
skipa upp fiski á Suðureyri, og vann
piltur einn ásamt öðrum manni við að
stjórna fiskháf yfir á vog, sem stóð á
þilfari skipsins. Slitnaði löiidunarstag-
urinn og járnblökkin, sem vírinn frá
fiskháfnum lá í, féll beint i höfuðið á
piltinum, sem dó, sennilega næstum
samstundis. Sár var á hvirflinum, 12
sm á lengd og 6 sm að dýpt, að því
er mér virtist.
Bolungarvíkur. 15. janúar fórst bát-
urinn Bangsi héðan og með honum 2
ungir menn, en 3 björguðust yfir i
Maríu Júlíu, sem var á leið bátnum
til hjálpar, en hann var með bilað
stýri. Var hún sem sagt komin að bátn-
um, er brotsjór reið yfir hann með
fyrrgreindum afleiðingum. Unglings-
piltur braut sig á báðum framhand-
leggjum, en önnur slys voru svávægi-
leg.
ísafj. Piltur fannst helfrosinn uppi
undir heiði á gamlársdagskvöld. Ekk-
ert hafði verið athugavert í fari hans
á undanförnum árum. Hann var í dá-
læti hjá fjölskyldu sinni og i áliti i
skóla fyrir námshæfi og ástundunar-
semi. Var hann i menntaskóla á siðast
liðnum vetri og stundaði nám sitt af
kappi. Vegna fjárskorts hugðist hann
lesa heima framan af þessu skólaári
og mun hafa lagt hart að sér. Fáum
dögum áður en slys þetta varð, fór
að bera á svefnleysi hjá honum. Fór
hann þá að stunda bibliulestur og lét
falla undarleg orð um nám sitt, sem
hann taldi nú lítils virði, og myndi
hann finna sannleikann á öðrum leið-
um. Geðveilu hefur orðið vart i ætt
hans. Slysfarir urðu með minna móti
á árinu. Fract. baseos cranii 2 (11 ára
drengur, datt úr hengirúmi að nætur-
lagi, kom niður á höfuðið, var með-
vitundarlaus og blæddi úr vinstra
eyra; 38 ára þýzkur stýrimaður, stór
blökk slitnaði og lenti á höfði hans),
tibiae sinistrae (18 ára stúlka datt á
svelli), femoris dextri (14 ára dreng-
ur frá Hnífsdal datt á skíðum), colli
femoris dextri (44 ára norskur sjó-
maður á selveiðiskipi á Grænlands-
miðum ætlaði að klifra á hafísjaka,
festist í stiganum og datt niður á haf-
ísjakann), malleoli lateralis dextri (32
ára norskur sjómaður, undir áhrifum
áfengis, festist með fótinn i glufu á
bæjarbryggjunni og datt), ossis meta-
tarsi IV (13 ára drengur datt af hest-
baki), radii dextri (9 ára drengur datt
i boltaleik), claviculae dextrae (15 ára
stúlka datt í boltaleik), radii dextri
(79 ára kona datt á götu), antibrachii
sinistri 3 (1 árs meybarn datt úr stól;
39 ára sjómaður frá Suðureyri varð
f^'rir því slysi, að lóðarlína festist um
handlegg hans og herti að: tókst fljót-
lega að stöðva spilið, en samt brotn-
uðu báðar pípurnar, og marðist hand-
leggurinn mikið; 56 ára enskur sjó-
maður, togvir lenti á vinstra hand-
legg hans), digiti dextri secundi
complicata (41 árs sjómaður klemmd-
ist milli járnhurðar og dyrastafs).
Commotio cerebri, compressio pelvis
(36 ára sjómaður frá Reykjavík, undir
áhrifum áfengis, datt í myrkri af rist-
verki niður á gólf vélarhússins; var
marga klukkutima meðvitundarlaus).
Corpus alienum in digito quinto (47
ára karlmaður vann að uppsetningu
véla; stór stálflís rakst í fingur hans
og brotnaði). Contusio manus dextrae
cum vulnere (54 ára kona frá Hnífs-
dal lenti með höndina milli valsanna
í þvottavindu), cruris sinistri (67
ára karlmaður; við uppskipun féllu 2
fiskpakkar á fótlegg hans), cubiti
sinistri (2 ára drengur datt við leik).
Combustio regionis anterioris et axil-
lae et regionis mesogastricae (17 mán-
aða meybarn velti um potti með sjóð-
heitu vatni). Dilaceratio digiti quinti
pedis dextri (20 ára iðnnemi; járn-
stykki datt ofan á fót hans), digiti
quinti et vulnus digitorum II—IV
manus dextrae (16 ára sjómaður lenti
með höndina i togvir), digitorum I—
IV manus sinistrae. Vulnera in dorso
et vola manus (6 ára drengur meidd-
ist mikið, þegar hann sló með steini á
púðurpatrónu, sem þá sprakk i hendi
hans). Haemarthros genu dextri (14
ára drengur frá Reykjavik datt á skíð-
um). Vulnus incisivum in dorso ma-
nus sinistrae (29 ára stúlka með psy-
chosis rak vinstri hönd í gegnum gler-
rúðu), regionis antibrachii anterioris
cum transcisione: 1) tendinis musculi