Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 138
1952
— 136
var rekin á sama hátt og verið hefur.
Á árinu tókst að koma einum ungum
manni á Klepp.
Súðavíkur. Sóknarprestur Grunna-
víkursóknar getur tveggja manna, sem
hanu segir, að l'ái svæsin geðveikis-
köst, en nánari upplýsingar um þá hef
ég' ekki fengið enn þá.
Árnes. 70 ára karlmaður, sem verið
hefur geðveikur i 8 ár, dvelst i hér-
aðinu; liggur liann rúmfastur og er
alltaf rólegur.
Hólmavíkur. Kona með psycliosis
maniodepressiva, getið á fyrra ári,
fær köst annað slagið.
Hvammstanga. Erfiður vitfirringur
í Fremri-Torfustaðahreppi; er áður
getið. 2 geðveiklingum, sem minnzt
var á í fyrra árs skýrslu (1951),
versnaði aftur í ár. Var annar þeirra,
kona, um tíma á skýlinu, erfið. Síðan
á Kleppi. Kom heim undir áramótin,
eitthvað skárri. Hinn, sjötugur karl,
komst á Klepp i haust, og er liann
þar enn.
Blöndnós. Psychosis fékk ung stúlka,
sem gerð var á lobotomia í Reykjavik
með góðum árangri.
Sauðárkróks. 1 sjúklingur á skrá,
kona, sem verið hefur á sjúkrahúsinu;
liefur mikla depressio mentis og
asthma.
Hofsós. Geðveiki og geðveila ískyggi-
lega algengur sjúkdómur hér um slóð-
ir. Ógift stúlka, 26 ára, veiktist seint
á árinu; gerði liún tilraun til sjálfs-
morðs með því að drekka joðblöndu.
Gerð var magaskolun, og varð stúlk-
unni ekki meint af.
Ólafsfj. Kona, sem var á Kleppshæli,
kom heim á árinu og var nokkuð góð
i ca. 3 mánuði, en þá fór að sækja í
sama horfið. Aftur komst á hælið
konan, sem mest vandræði hafa verið
með undanfarið, og var mál til komið
að létta á lieimili liennar. Geðveikir
sjúklingar eru hvergi hafandi nema á
tilheyrandi hælum.
Akureyrar. Deild sú á sjúkrahúsi
Akureyrar, sem ætluð er geðveiku
fólki, er alltaf fullsetin sjúklingum,
sem haldnir eru ólæknandi geðveiki.
Þeir sjúklingar, sem haldnir eru geð-
sjúkdómum og' von hafa um bata, eru
sendir til Reykjavíkur til geðsjúk-
dómasérfræðinga eða á Kleppsspítal-
ann, ef hægt er að fá pláss þar.
Grenivíkur. 1 kona hér, um fertugt,
varð brjáluð. Var lienni komið á
sjúkrahús Akureyrar.
Vopnafj. 4 geðveikissjúklingar skrá-
settir, 2 verið á skýrslu áður, annar
um fjölda ára, en hinn öðru hverju.
Þriðji sjúklingurinn kona, er fékk litils
háttar heilablæðingu og ruglaðist upp
úr því. Jafnaði sig fljótlega aftur; er
þó sljó og sinnulítil, en alveg róleg.
2 af sjúklingum þessum sendir á
Klepp. Annar þeirra aðkomumaður,
ættaður héðan, en hinn systir hans,
búsett hér. í héraðinu eru tvær ættir,
sem mikið hefur borið á geðveiki i.
Hefur samgifting náinna ættingja í
ættum þessum stuðlað að viðhaldi
geðveilunnar.
Nes. Geðveikir hinir sömu og árið
áður og auk þeirra 1 kona, sem talin
er hálfgeðbiluð í síðustu ársskýrslu.
Var hún bæjarbúum hin versta plága
vegna stelsýki og annars óviðunandi
athæfis. Svo sem vænta mátti, var
henni neitað um Kleppsvist, enda
trylltist hún aldrei með öllu.
Kirkjubæjar. Maður, sem verið hafði
geðveikur fyrir nokkrum árum, veikt-
ist á ný og var sendur á Kleppsspít-
alann. Mun vera á batavegi, en er þó
enn á sjúkrahúsinu.
Vestmannaeyja. 4 geðveikir menn
dvöldust meira og minna á sjúkrahúsi
Vestmannaeyja og ollu þar oft mildum
erfiðleikum, en um Kleppsvist var
ekki að ræða venju fremur.
U m d a u f d u m b a :
Sanðárkróks. Hinir sömu og áður.
U m f á v i t a :
Rvík. Skrá um fávita hefur verið
haldið við eftir megni.
Hafnarfj. Fávitar eru allir hinir
sömu og s. I. ár.
ísafj. Fáviti fór á Kópavogshælið,
en í staðinn kom ung stúlka. Reynt
var að koma henni á Klepp til rann-
sóknar, en fékkst ekki, þótt lofað væri
að taka hana aftur, að liðnum ákveðn-
um reynslutíma.