Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 139
137 —
1952
Súðavíkur. Sótt var um vist fyrir 4
fávita úr héraSinu á hinu nýja fávita-
hæli í Kópavogi. 3 þeirra munu hafa
fengið loforð um vist þar, en aðeins
1 þeirra var farinn um árainót. Fávit-
ar eru aunars hinir sömu og áður, en
1 systkini bættist í hópinn að ...
stöðum. Ég tel meSferS barnanna þar
óviSunandi vegna vanhirðu og óreiðu.
Hvammstanga. Auk þess fávita, sem
áður hefur verið getið um, er erfiður
fáviti, 5 ára telpa, á hæ einum i Bæj-
arhreppi. Þarfnast mjög hælisvistar.
Sauðárkróks. Hinir sömu og síðast
liðið ár.
Grenivíkur. 1 fáviti, sem dvelst hjá
foreldrum sinum, komnum á fallanda
fót. Hefur verið sótt um hælisvist fyrir
hann, og mun fást.
Vopnafj. Enginn algerður fáviti. 2
piltar milli tvítugs og þrítugs andlega
og iíkamlega vanþroska vandræða-
gemlingar.
Bakkagerðis. Enginn fáviti er á
skrá, en 1 mun vera í uppvexti. Hef
ekki viljað skrá hann, fyrr en fengið
væri álit annars læknis, helzt sérfræð-
ings.
Nes. Sonur fyrrnefndrar vandræða-
konu, sem getið er í síðustu árs-
skýrslu, hefur nú, sem betur fer, feng-
ið hælisvist. Annar fáviti, sem þar er
skráður, er nú á Kópavogshæli.
Vestmannaeyja. Hér munu varla öll
kurl koma til grafar. Skráðir fávitar
dveljast allir i heimahúsum við sæmi-
legan aðbúnað. Oft eru fávitarnir þó
til mikilla erfiðleika á heimilum og
eiga þar ekki að vera, en aðstandend-
ur mega ekki af þeim sjá, þótt hælis-
vist bjóðist. Óskemmtilegt er að sjá
þessa aumingja á almannafæri, skot-
spæni barna og unglinga.
Um málhalta:
Vestmannaeyja. Munu fleiri en
skráðir eru.
Um heyrnarlaus a :
Sanöárkróks. Hinir söinu og siðast
liðið ár. 2 af þeim eru einnig blindir.
U m b 1 i n d a :
Rvík. Frá þvi á síðasta ári hafa 6
látizt, en 20 nýir bætzt við. Af þess-
um 79 eru 5 yngri en 30 ára.
Blönduós. Blindum fækkar allmjög
i héraðinu, því að gamla fólkið geng-
ur smám saman fyrir ætternisstapa,
en fáir bætast í hóp blindingjanna.
Sauðárkróks. Blindir eru nú einum
færri en síðast liðið ár. Hafa 2 nýir
bætzt við, 9 flutzt burtu og 1 dáið.
Vestmannaeyja. Mun enn vanta
nokkuö á, að allt sé fram talið. Hinir
skráðu eru alblindir, þar af tvíburár,
sem fæddust á árinu, og' liafa lækn-
ingatilraunir á þeim ekki borið á-
rangur.
Um deyfilyfjaneytendur:
Hafnarfí. 1 deyfilyfjaneytandi, sem
var á skrá s. 1. ár, er nú á hæli í
Noregi.
Sauðárkróks. Kona, sem skráð er
áður og dó á árinu, og rúmlega átt-
ræður maður, sem skráður er i fyrsta
sinn; hefur fengið slæmar höfuðkvalir.
Seyðisfí. 71 árs kona neytir guttae
rosae að staðaldri og hefur gert það
i mörg ár. Minnkaði neyzla hennar
nokkuð á árinu (samtals mun neyzla
hennar allt árið 2200 g af guttae
rosae).
Vestmannaeyja. Neytendur deyfi-
lyfja skráðir 3, en 1 þeirra var langt
kominn með lækningu í árslokin.
VII. Ymis heilbrigðismáL
1. Heilbrigðislöggjöf 1952.
Á árinu voru sett þessi lög (og önn-
ur fyrirmæli í A-deild StjórnartíS-
inda), er til heilbrigðislöggjafar geta
talizt:
1. Lög' nr. 1 12. janúar, um hreyting
á lögum nr. 50 1946, um almanna-
tryggingar og viðauka við þau.
2. Lög nr. 10 25. janúar, um heim-
ilishjálp í viðlögum.
3. Lög nr. 11 29. janúar, um breyt-
18