Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 141
— 139 —
1952
23. Auglýsing' nr. 236 30. desember,
um breyting á reglugerð nr. 167
21. desember 1946, um áhættuið-
gjöld og flokkun starfa og sarfs-
greina samkvæmt 113. gr. laga nr.
50/1946, um almannatryggingar.
Forseti staðfesti skipulagsskrár fyr-
ir eftirtalda sjóði til heilbrigðisnota:
1. Skipulagsskrá nr. 36 27. febrúar,
fyrir álinningargjafasjóð Lands-
spitala íslands.
2. Skipulagsskrá nr. 48 11. marz,
fyrir Minngarsjóð Elínar Sigurð-
ardóttur Storr.
3. Skipulagsskrá nr. 75 31. marz,
fyrir Líknarsjóð Kvenfélags Laug-
arnessóknar, Reykjavík.
4. Skipulagsskrá nr. 137 30. júní,
fyrir Minningarsjóð Herdísar
Jónsdóttur og foreldra hennar,
Klöpp, Akranesi.
5. Skipulagsskrá nr. 207 22. október,
fyrir Líknarsjóð Áslaugar Maack.
Til læknaskipunar og heilbrigðis-
mála var eytt á árinu kr. 26676464,65
(áætlað hafði verið kr. 24981170,00)
og til félagsmála kr. 41670792,53
(41129113,00) eða samtals kr.
68347257,18 (66110283,00). Á fjárlög-
um næsta árs voru sömu liðir áætl-
aðir kr. 28228715,00 + 51084339,00 =
79313054,00.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
. Læknar, sem lækningaleyfi hafa á
Islandi, eru i árslok taldir 213, þar af
1881), er hafa fast aðsetur hér á landi
og tafla I tekur til. Eru þá samkvæmt
því 792 íbúar um hvern þann lækni.
Búsettir erlendis eru 17, en við ýmis
bráðabirgðastörf liér á landi og er-
lendis 8. Auk læknanna eru 42 lækna-
kandídatar, sem eiga ófengið lækn-
ingaleyfi. íslenzkir læknar, sem bú-
settir eru erlendis og hafa ekki lækn-
ingaleyfi hér á landi, eru 7.
1) f þessari tölu eru innifaldir og þvi tvi-
taldir 3 læknakandídatar, sem eiga ófengið al-
mennt lækningaleyfi, en gegna héraðslæknis-
embættum og hafa lækningaleyfi, aðeins á
meðan svo stendur.
Tannlæknar, sem reka tannlækna-
stofur, teljast 32 (auk tveggja lækna,
sem jafnframt eru tannlæknar), en
tannlæknar, sem tannlækningaleyfi
hafa hér á landi, samtals 39, þar af
4 búsettir erlendis. íslenzkir tann-
læknakandidatar, sem eiga ófengið
tannlækningaleyfi, eru 3.
Á læknaskipun landsins urðu eftir-
farandi breytingar:
Tómas Árni Jónsson settur 29. jan-
úar héraðslæknir í Súðavíkurhéraði
frá 1. marz. -— Magnús H. Ágústsson,
cand. med. & chir., ráðinn aðstoðar-
læknir héraðslæknis i Blönduóshér-
aði frá 14. febrúar; ráðningin staðfest
8. s. m. — Einar Eiriksson, cand. med.
& chir., settur 11. febrúar héraðslækn-
ir í Árneshéraði frá 1. marz. — Guð-
jón Guðnason, cand. med. & chir.,
ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknis i
Borgarneshéraði frá 14. febrúar til
marzloka; ráðningin staðfest 18. febr-
úar; staðfest 31. marz að framlengja
ráðninguna til 1. maí. — Einar Helga-
son, stud. med. & chir., settur 20.
febrúar héraðslæknir í Flateyjarhér-
aði frá 1. marz. — Eggert Ó. Jóhann-
esson ráðinn aðstoðarlæknir héraðs-
læknis í Ólafsvik frá 1. júní; ráðn-
ingin staðfest 9. s. m. — Guðjón
Guðnason, cand. med. & chir., ráðinn
aðstoðarlæknir héraðslæknis í Reyk-
liólahéraði frá 1. maí; ráðningin stað-
fest 9. s. m. — Kjartan Ólafsson, cand.
med. & chir., ráðinn aðstoðarlæknir
héraðslæknis í Blönduóshéraði frá 1.
júni; ráðningin staðfest 9. maí. —
Guðmundur Helgi Þórðarson, cand.
med. & chir., ráðinn aðstoðarlæknir
héraðslæknis í Egilsstaðahéraði frá 1.
júni; ráðningin staðfest 4. s. m. —
Karl Mariusson, cand. med. & chir.,
ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknis i
Patreksfjarðarhéraði frá 1. júní; ráðn-
ingin staðfest 11. júní. Ólafur Björns-
son, cand. med. & cliir., ráðinn að-
stoðarlæknir héraðslæknis á Eyrar-
bakka frá 8. júni; ráðningin staðfest
11. júni. — Þorsteinn Árnason, lækn-
ir, settur 31. júlí héraðslæknir i Nes-
héraði frá 1. ágúst. — Eggert Jóhann-
esson, cand. med. & chir., ráðinn að-
stoðarlæknir héraðslæknis í Djúpa-
vogshéraði frá 1. september; ráðning-