Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 142
1952
— 140
in staðfest 28. ág'úst. — Eggert jó_
hannesson, cand. med. & chir., ráðinn
aðstoðai'læknir héraðslæknis á Seyð-
isfirði frá 1. október; ráðningin stað-
fest 23. september. — Sigurði Úlasyni,
héraðslækni í Hólmavíkurhéraði, veitt
27. september lausn frá embætti frá 1.
nóvember. ■—■ Ólafur Björnsson, cand.
med. & chir., ráðinn aðstoðarlæknir
héraðslæknis í Stórólfshvolshéraði frá
1. október; ráðningin staðfest 8 s. m.
•— Sigurður Magnússon, cand. med. &
chir., ráðinn aðstoðarlæknir héraðs-
læknis i Blönduóshéraði frá 1. októ-
ber; ráðningin staðfest 8. október. —-
Víkingur Heiðar Arnórsson, cand.
med. & chir., settur 8. október héraðs-
læknir i Hólmavíkurhéraði frá 1. nóv-
ember. — Þorsteinn Árnason, settur
héraðslæknir i Neshéraði, skipaður 9.
október héraðslæknir þar frá 7. s. m.
— Skúli Helgason, cand. med. & chir.,
ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknis í
Bakkagerðisliéraði frá 15. október til
ársloka; ráðningin staðfest 21. s. m.
— Héraðslæknar í Stykkishólms- og
Beykhólahéi'uðum settir 21. október
til að gegna ásamt sínum héruðum frá
1. s. m. Flateyjai'héraði, þannig, að
Stykkishólmslæknir gegni Flatey og
öðrum eyjum héraðsins, en Revkhóla-
læknir Múlahreppi, ásamt Hjarðarnesi
að Vatnsfirði. ■—■ Karl A. Mariusson,
cand. med. & chir., settur 13. nóvem-
ber héraðslæknir í Flateyjarhéraði frá
1. desember.
Lækningaleyfi veitt á árinu:
1. Almenn lækningaleyfi:
Björn B. Kalman (4. febrúar).
Hulda Sveinsson (4. febrúar).
Úlfar Jónsson (24. júlí).
Kristjana Helgadóttir (8. ágúst).
Hannes Finnbogason (17. nóvem-
ber).
Tómas Á. Jónsson (28. nóvember).
Steingrímur Jónsson (24. desem-
ber).
Friðrik J. Friðriksson (30. desem-
ber).
Úlfur Ragnarsson (30. desember).
2. Sérfræðingaleyfi:
Bjarni Konráðsson i lækningarann-
sóknum (23. apríl).
Hulda Sveinsson i barnasjúkdómum
(23. apríl).
Oddur Ólafsson i barnasjúkdómum
(3. júní).
Þorbjörg Magnúsdóttir i svæfingum
(30. júní).
Gisli Ólafsson í kvensjúkdómum og
fæðingarhjálp (2. október).
Björn Sigurðsson í lyflækningum
(3. nóvember).
3. Takmörkuð lækninga-
leyfi:
T annlækningar:
Haukur Clausen (3. júní).
Grímur B. Björnsson (6. júní).
Ólafur P. Stephensen (6. júní).
Ewald Behrens, framlenging leyfis
bundins við Siglufjörð (17, júlí).
Ingi Valur Egilsson (26. júlí).
Rvik. Við borgarlæknisembættið
unnu jafnmargir og siðast liðið ár.
Hinn 1. júni var Tómas Helgason,
cand. med. & chir,, ráðinn aðstoðar-
læknir minn í stað Ásmundar Brekk-
an, cand med. & chir.
Akranes. Haukur Kristjánsson,
sjúkrahúslælcnir, tók hér til starfa i
byrjun aprilmánaðar. Einnig tók hér
til starfa tannlæknir, Grimur Björns-
son. Hefur nú siðari árin verið reynt
að fá tannlækni til að setjast hér að,
en ekki tekizt að gera neinn hér fast-
an í sessi. Er vonandi, að nú takist
vel til, enda hefði hann nóg að starfa.
Búðardals. Karl Mariusson, cand.
med. & chir., var staðgöngumaður
minn í sumarleyfi mínu.
Flateyjar. Ljósmóðirin i Flatey lézt
á árinu, og hefur engin komið i henn-
ar stað.
Flateyrar. Hundahreinsunarmaður
er 1 fyrir Mosvalla- og Flateyrar-
hreppa. Þótt bændur telji, að sullir i
fé fari mjög í vöxt í Súgandafirði,
fæst enginn til að hreinsa hundana,
þó að bæði ég og sýslumaður höfum
gengið vel fram í málinu.
ísafi. Heilbrigðisstarfslið breyttist
ekki á árinu, en Elín Jónsdóttir, ljós-
móðir, sagði upp starfi í haust og lét
af embætti í árslokin.
Árnes. Læknir búsettur í héraðinu
frá 1. marz. Sat á Djúpavík.