Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 143
— 141
1952
Hólmavíkur. Læknaskipti hafa orð-
ið í héraðinu. Heilbrigðisstarfsmenn
að öðru leyti sömu og áður.
Hvammstanga. Sama ljósmóðir gegn-
ir enn Bæjarhreppsumdæmi, þvi að
engin önnur mun hafa fengizt.
Sauðárkróks. Ljósmóðirin i Skefils-
staðaumdæmi (Skaganum) fluttist til
Beykjavíkur á árinu; er þar nú ljós-
móðurlaust og litil líkindi til, að ljós-
móðir fáist þangað. Fráleitt, að hægt
sé að fela ljósmóðurinni á Sauðár-
króki að gegna þar, því að hún er
svo bundin heima fyrir. Fæðingar eru
venjulega heldur ekki nema 1—2 á
ári, svo að bezta lausnin er, að kon-
nrnar flytji þangað, sem ljósmóðir
eða læknir er fyrir, meðan þær fæða.
Akureyrar. Sú breyting varð á
læknaliði bæjarins, að Bjarni Rafnar
fór til Danmerkur til framhaldsnáms,
en Einar Pálsson, cand. med. & chir.,
tók við sjúklingum hans nokkurn
hluta ársins, en síðan Sigurður Óla-
son, er verið hafði héraðslæknir i
Hólmavíkurhéraði; fluttist hann það-
an til bæjarins sem aðstoðarlæknir
við sjúkrahús Akureyrar og starfandi
sjúkrasamlagslæknir hér.
Nes. Heilbrigðisstarfsmenn sömu og
áður, svo og Ijósmæður. Skortur á
hjúkrunarkonu og nuddkonu óviðun-
andi.
Vestmannaeyja. Ólafur Lárusson,
fyrrverandi héraðslæknir, sem starf-
að hafði að almennum lækningum
hér, lézt á árinu. Heilbrigðisfulltrúinn
lét af störfum á árinu, og var nýr ráð-
inn í hans stað.
3. Sjúkrahús og heilbrigðis-
stofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á
lJessu ári samkvæmt töflu XVII 47 alls
°g er 1 færra en verið hefur, með því
að sjúkraskýli Ögurs og Hesteyrar
hafa verið felld niður af skránni, en
við hefur bætzt hið nýja sjúkrahús á
Akranesi.
Búmafjöldi allra sjúkrahúsanna telst
1419. Koma 9,5 rúm á hverja 1000
Bn'ia. Almennu sjúkrahúsin teljast 41
með 838 rúmum samtals, eða 5,6%c.
Rúmafjöldi heilsuhælanna er 257, eða
1,7%,.
Rvík. Haldið áfram undirbúningi
að byggingu bæjarspítala í Fossvogi,
en byrjað var að grafa fyrir grunni
hússins seint á árinu 1951. Tekin var
í notkun nýbygging við röntgendeild
Landsspítalans. Var þar m. a. komið
fyrir nýjum geislalækningatækjum,
sem Krabbameinsfélag Reykjavikur
gaf. Kvenfélagið Hringurinn í Reykja-
vík lagði fram röslcar 2 milljónir
króna til barnaspítala, sem lið i fyrir-
hugaðri stækkun Landsspítalans, er
væntanlega verður hafin á næsta ári.
Hafnarfj. Á þessu ári var unnið á-
fram að elliheimilisbyggingunni, sem
nú er komin vel á veg' að verða full-
gerð. Þar eru fyrirhuguð undir einu
þaki elli- og hjúkrunarheimili fyrir
öryrkja, fæðingarheimili og heilsu-
verndarstöð. Kvenfélagið Hringurinn
i Hafnarfirði færði stofnuninni á ár-
inu rausnarlega gjöf, kr. 120000,00, til
kaupa á húsbúnaði og' áhöldum fyrir
fæðingarheimilið.
Akranes. Gekk mjög seint og erfið-
lega að útvega nauðsynleg tæki til
sjúkrahússins, og stóð liúsið lengi full-
búið, ónotað. Loksins var það langt
komið i júníbyrjun, að læknir taldi
fært, að það tæki til starfa, og var
það opnað 3. júní. Þó vantaði þá enn
þau tæki, að hægt væri að framkvæma
verulegar handlæknisaðgerðir. En þau
komu síðar, og um áramót vantaði
latt nauðsynlegt nema áliöld til að
taka og framkalla röntgenmyndir. Þau
eru nú komin, þegar þetta er ritað.
Sjúkrahúsið hefur náð vinsældum, og
aimenningur er ánægður með þá þjón-
ustu, sem þar er i té látin. Aftur á
móti verður varla sagt, að fjárhagur
þess standi enn föstum fótum.
Iíleppjárnsreykja. Sjúkraskýlið ekki
starfrækt.
Ólafsvíkur. Ég gríp tækifærið til að
minna á, að húsakostur héraðslæknis-
embættisins er enginn. Til embættis-
verka notar héraðslæknir sem biðstofu
aðalforstofu sína, og má nærri geta,
hvernig umgangur er um hana, þegar
þarna er saman komið stundum 10—