Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 146
1952
144
tala þar nærri tvöfaldast síðan 1942.
Margt var ógert þar frá gömlum tím-
um, svo sem leiðslur á neyzluvatni,
skolpræsi, rafmagni, að ógleymdum
götunum, sem með stækkun bæjarins,
samfara slæmri skipulagningu, hafa
þanizt um órasvæði. Byggja þurfti
samtímis nýjan barnaskóla, gera hafn-
armannvirki o. fl. Af þessum fram-
kvæmdum, og þrátt fyrir hið öra að-
streymi fólks í bæinn, hefur leitt,
að hann hefur sifellt átt við þröngan
fjárhag að búa og aðeins haft fjár-
ráð til óhjákvæmilegra framkvæmda,
sem nátengdar eru hinu daglega striti,
enda lánsfé ekki legið laust fyrir, þótt
leitað hafi verið eftir. Þetta mun vera
aðalástæðan til þess, hversu seint hef-
ur gengið, þótt hinu skuli eltki mót-
mæít, að lika hefur skort áhuga hér-
aðsbúa og' jafnvel læknanna í Kefla-
vík. Á þessu ári var héraðslækni falið
að gera pöntun á sjúkragögnum, svo
sem rúmum, áhöldum, röntgentækj-
um, skurðlækningaverkfærum, sjúkra-
bifreið og öðru, sem þurfti, til þess
að sjúkrahúsið gæti tekið til starfa
ekki síðar en snemma á árinu 1954.
Tilboð fékkst frá Siemens í V.-Þýzka-
landi, sem bauðst til að útvega allt,
sem þyrfti og með heppileguin láns-
kjörum. Var þvi tekið og pöntun gerð.
Enn fremur var ákveðið að auglýsa
eftir yfirlækni, sem hefði sérmenntun
í handlækningum, og öðru starfsliði
snemma á árinu 1953.
B. Sjúkrahjúkrun. Sjúkrasamlög.
Heilsuvernd.
H júkrunarfélög.
1. Hjúkrunarfélagiö Líkn i Reykja-
vík gerir svofellda grein fyrir störfum
sínum á árinu:
Árið 1952 hafði Hjúkrunarfélagið
Líkn 10 fastar hjúkrunarkonur i þjón-
ustu sinni, en auk þess 2 hjúkrunar-
konur frá 1. janúar til 1. ágúst. Auk
þess starfaði hjúkrunarkona i ca. 7
mánuði að berklaprófum á vegum
berklavarnanna. 3 hjúkrunarkonur
störfuðu að berklavörnum, auk einnar
i 7 mánuði, 4 að ungbarnavernd, auk
einnar i 7 mánuði, og 3 við heimilis-
vitjanir til sjúklinga. Félagið réð auk
þess til sín hjúkrunarkonu í sumar-
orlofum og á frídögum heimilishjúkr-
unarkvenna. Við Heilsuverndarstöðina
störfuðu auk lækna og hjúkrunar-
kvenna 1 ljósmóðir, 2 afgreiðslustúlk-
ur og 1 stúlka, sem sá um ljósböð ung-
barna, en þau eru starfrækt frá 1.
séptember til 1. júní. Farið var í 7265
sjúkravitjanir á heimili. Meðlimir
Hjúkrunarfélagsins Liknar eru um 150.
Tekjur félagsins voru kr. 893690,97
og gjöld kr. 784653,00. Stöðvunum
bárust gjafir i peningum, lýsi og fatn-
aði að verðmæti ca. kr. 3400,00, sem
var útbýtt til þurfandi fólks.
2. Akuregrardeild Hauðakross ís-
lands. Deildin eignaðist i byrjun árs-
ins 1952 nýja sjúkrabifreið og ann-
aðist með henni sjúkraflutninga í bæ
og héraði. Þá tryggði deildin sér einn-
ig afnot af öðrum bíl, er grípa mætti
til í snjóum og ófærð, sem oft er að
vetri til. Er þetta sterkur bíll með
drifi á öllum hjólum og kemst því
viða, þar sem sjúkrabill deildarinnar
kemst ekki. Voru alls árið 1952 farnar
222 ferðir, 153 innanbæjar og 69 út
um héruð. Deildin rak ljósastofu sina
eins og áður. Nutu þar ljósbaða alls
114 i 1942 skipti, þar af voru 80 börn
og 34 fullorðnir. Aðsókn varð minni
en ella vegna mislingafaraldurs þess,
er gekk í bænum fyrra hluta vetrar.
Veiktust fyrst og fremst af mislingum
þeir aldursflokkar barna, sem ljós
sækja hjá stofunni, þ. e. börn innan
skólaskyldualdurs. Er starfsemi þessi
vinsæl og gerir áreiðanlega mikið
g'agn. Deildin stóð fyrir söfnun til
hjálpar fólki á flóðasvæðum Hollands,
og safnaðist kr. 31500,00. Merkjasala
á öskudaginn gekk betur en nokkru
sinni áður, og söfnuðust alls í bænum
og nágrenni kr. 11262,00. Eins og áður
önnuðust börn úr barnaskóla Akur-
eyrar merkjasölu i bænum. Fengu þau
fyrir það ókeypis bióferð; Skjaldborg-
arbíó var svo vingjarnlegt að veita
þeim ókeypis aðgang að skemmtilegri
kvikmynd. Deildin naut noltkurs
styrks frá bæ og sýslu, eins og áður,
og hélzt fjárhagur í horfinu. Sýndu
reikningar kr. 5642,97 hagnað eftir
reikningsárið 1952. Félagar í árslok
voru 430 ársfélagar og 42 ævifélagar.