Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 152
1952
— 150 —
D. Matvælaeftirllt ríkisins.
Atvinnudeild Háskólans hefur látið
í té eftirfarandi skýrslu um rannsókn-
ir sínar á matvælum vegna matvæla-
eftirlits ríkisins á árinu 1952:
I. Mjólk, mjólkurvörur, neyzluvatn
o. fl.
Til gerlarannsókna bárust Atvinnu-
deildinni 1313 sýnishorn af mjólk,
mjólkurvörum, neyzluvatni o. fl., sem
tekin voru af heilbrigðisyfirvöldunum
eða í samráði við þau. Sýnishornin
bárust aðeins frá borgarlækni í
Reykjavík og skiptust þannig eftir teg-
undum:
Mjólk 642, rjómi 169, rjómais 81,
skyr 3, mjólkurflöskur 157, vatn 46,
uppþvottavatn 193, ölflöskur 17, sótt-
hreinsunarlögur 5.
Um niðurstöður rannsóknanna skal
þetta tekið fram:
Mjólk til gerilsneyðingar: Flokkun,
12 sýnishorn: 5 í I. flokki, 7 í II.
fiokki. Gerlafjöldi, 12 sýnishorn: 10
með gerlafjölda undir 1 milljón i 1
cm3, 2 með 1—10 milljónir i 1 cm3.
Mjáilk til neyzlu ógerilsneydd: Af 84
sýnishornum reyndust 11 hafa of litla
feiti. Gerlafjöldi, 83 sýnishorn: 44
með gerlafjölda undir 30 þúsund i 1
cm3, 22 með 30—100 þúsund og 17
með yfir 100 þúsund i 1 cm3. Mjólk,
gerilsneydd: Fosfatase-prófun, 541
sýnishorn: Öll nægilega hituð. Gerla-
fjöldi, 348 sýnishorn: 305 sýnishorn
með gerlafjölda undir 30 þúsund i 1
cm3, 32 með 30—100 þúsund og 11
með yfir 100 þúsund i 1 cm3. Coli-
titer, sömu sýnishorn: 9 jákvæð i 2/10
—5/10 cm3 og 5 i 1/100 cm3. Af 540
sýnishornum reyndust 25 hafa of litla
feiti. Rjómi, gerilsneyddur: Storchs-
prófun, 167 sýnishorn: Öll nægilega
hituð. Feiti, 169 sýnishorn: 14 höfðu
of litla feiti. Gerlafjöldi, 167 sýnis-
horn: Öll undir 30 þúsund í 1 cm3.
Coli-titer, sömu sýnishorn: 12 jákvæð
i 2/10—5/10 cm3 og' 1 í 1/100 cm3.
Pjómaís: Gerlafjöldi, 81 sýnishorn: 56
m.eð gerlafjölda undir 100 þúsund i 1
cm3, 18 með 100 þúsund til 1 milljón
og 7 með yfir 1 milljón í 1 cm3. Coli-
titer, sömu sýnishorn: 18 jákvæð í
2/10—5/10 cm3 og 8 i 1/100 cm3.
Mjólkurflöskur: Af 157 flöskum voru
74 vel þvegnar, 26 sæmilega og 57 illa
þvegnar. Ölflöskur: Af 17 flöskum
voru 3 vel þvegnar, 2 sæmilega og 12
illa þvegnar. Vatn og sjór: Af 20 sýn-
ishornum af neyzluvatni reyndust 11
óaðfinnanleg, 4 sæmileg og 5 ónothæf.
Af 26 sýnishornum af vatni og sjó til
baða reyndust 3 sæmileg, 2 gölluð og
21 ónothæft. Uppþvottavatn: Sýnis-
hornin metin af borgarlækni.
II. Ýmsar neyzlu- og nauðsynja-
vörur.
Auk framantalinna rannsókna voru
rannsökuð á árinu 73 sýnishorn af
neyzlu- og nauðsynjavöru, sem hér
segir (gallaðra sýnishorna getið i
svigum): Aldinsafi og aldinsaft 3 (1
sýnishorn litað með tjörulit), aldin-
mauk og aldinsulta 3 (i 1 sýnishorni
reyndist vera of mikið af vatni, einnig
annarlegt bragð vegna ryðs frá um-
búðum), fiskmeti 26, gosdrykkur 1,
hveitbrauð 1 (í skorpunni fundust
málmflögur), kjötmeti 1, kornvara 3
(i einu sýnishorni fannst rottusaur),
krydd 14 (2 sýnishornin reyndust
vera aðallega sterkja og sykur, 4 sýn-
ishorn af kardemómum innihéldu of
lítið af feiti), smjör 4, smjörliki 3,
súkkulaði 1 (reyndist vera framleitt
úr kakódufti i stað kakóbauna), sykur
1, þurrkaðir ávextir 2 (í 2 sýnishorn-
um fundust skordýraleifar), ýmislegt
11 (1 sýnishorn af sósulit var farið
að mygla, 1 sýnishorn af ertum var
maðkétið). Samkvæmt þessu reyndust
15 hér talinna sýnishorna, eða 20,3%,
að meira eða minna leyti gölluð vara.
Rvík. Matvælaeftirliti og öðru heil-
hrigðiseftirliti var hagað á sama hátt
og siðast liðið ár. Við matvælaeftir-
litið unnu 3 eftirlitsmenn, en 2 við
annað heilbrigðiseftirlit. Fóru þessir
5 eftirlitsmenn í samtals 6350 bókaðar
eftirlitsferðir á árinu. Fer hér á eftir
yfirlit yfir framkvæmd- og niðurstöður
þessa eftirlits: