Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 155
— 153
1952
F. Barnahæli, leikskólar og uppeldisheimili.
Ráðstafanir Rauðakrossins og ann-
arra til að sjá kaupstaðarbörnum fyrir
sumarvist í sveitum mun hafa verið i
svipuðu horfi sem undanfarið.
Bvík. Eins og undanfarin ár rak
Barnavinafélagið Sumargjöf fjölbreytta
starfsemi. Eftirtalin barnaheimili
störfuðu á vegum félagsins: Vestur-
borg (dagheimili og leikskóli fyrir 42
börn), Tjarnarborg (daglieimili og
leikskóli, 85 börn), Suðurborg (dag-
heimili, leikskóli og vöggustofa, 128
börn, starfsemi hætt á árinu), Steina-
hiíð (dagheimili, 45 börn), Drafnar-
borg (leikskóli, 75 börn), Barónsborg
Ueikskóli, 100 börn), Grænaborg (leik-
skóli, 75 börn), Brákarborg (leikskóli
í nýju búsi, er Reykjavikurbær lét
byggja, 120 börn), og Laufásborg (leik-
skóli og daggæzla ungbarna í stórhýsi,
er Reykjavikurbær keypti og lét út-
búa fyrir barnaheimili, 150 börn). Þá
eru eftirtalin barnaheimili, rekin bein-
Rnis af Reykjavíkurbæ: Hlíðarendi
(vöggustofa, 22 börn), Silungapollur
(vistheimili fyrir 3—7 ára börn, 40
börn), og Kumbravogur (heimili fyrir
niunaðarlaus börn, 20 börn). Að Jaðri
er rekinn heimavistarskóli fyrir vand-
ræðadrengi, rúm fyrir 25. Að Elliða-
vatni starfrækir ríkissjóður upptöku-
heimili, þar sem vandræðabörn (10)
eru höfð til athugunar og eftirlits, þar
til þeim hefur verið komið fyrir á
heppilegum stað. í Laugarnesskólan-
nm er rekin heimavist, sem einkum er
ætluð veikluðum börnum (24). Barna-
leikvöllum fer fjölgandi í bænum, svo
°g opnum svæðum og görðum, iþrótta-
svæðum_ og æfingavöllum fyrir ung-
linga. Á vegum Reykjavíkurdeildar
Rauðakross íslands dvöldust 168 börn
i 2 mánuði á sumardvalarheimilunum
að Laugarási og Silungapolli. Á barna-
heimilinu Vorboðanum í Rauðhólum
dvöldust rúmlega 80 börn sumarmán-
uðina. Barnaverndarnefnd Reykjavík-
ur hafði á árinu eftirlit með 117 heim-
ilum hér í Reykjavík, sem börn dvöld-
ust á. Helztu ástæður til afskipta
nefndarinnar af heimilum þessum
voru: Drykkjuskapur 38, vanhirða 33,
veikindi 19, húsnæðisvandræði og fá-
tækt 18. Nefndin hafði afskipti af 210
börnum og' unglingum, 177 vegna erf-
iðra heimilisástæðna, vanhirðu og
slæms uppeldis, 22 vegna afbrota og
11 vegna lausungar og lauslætis. Öll-
um þessum börnum var komið fyrir
á barnaheimilum eða einkaheimilum.
Loks mælti nefndin með 22 ættleið-
ingum á árinu og kom 11 börnum í
fóstur til 16 ára aldurs. Hafinn var
undirbúningur að stofnun heimilis
fyrir afvegaleidda drengi að Breiðu-
vík á ltauðasandi.
G. Fávitahæli á Kleppjárnsreykjum
og í Kóparogi.
í ársbyrjun voru á Iíleppjárnsreykja-
hæli 24 fávitar, 13 karlar og 11 konur;
1 karl og 1 kona bættust við á árinu.
1 vistmaður veik í burtu, og 1 dó, báð-
ir karlar. Vistmenn i árslok voru þvi
24, 12 karlar og 12 konur. Dvalardag-
ar alls: 9104.
Nýtt fávitahæli ríkisins, sem verið
er að reisa i Kópavogi, hóf að taka
við vistmönnum 13. desember 1952.
Voru 5 komnir um áramót, allt karlar.
Dvalardagar alls: 76.
Rvik. Fyrsta deild hins nýja fávita-
hælis í Kópavogi var tekin í notkun
í desember. Á hún að rúma um 30
fávita, en verður ekki fullskipuð fyrr
en á næsta ári. Er deild þessi ætluð
karlmönnum. Þá var um sumarið haf-
in smíði annarrar deildar, er rúma á
jsfnmarga sjúklinga.
H. Elliheimili og þurfamannahæli.
Rvik. Ný álma, er rúmar um 25
vistmenn, hefur verið byggð við elli-
heimilið Grund. Samtals er nú rúm
fyrir um 300 vistmenn á heimilinu og'
það jafnan fullskipað. Á þurfamanna-
hæli Reykjavíkurbæjar að Arnarholti
dvöldust i árslok 44 vistmenn, 26 kon-
ur og 18 karlar. Skiptust vistmenn
þannig eftir sjúkdómsgreiningum:
Geðveiki og taugakvelli 25, fávitahátt-
ur 13, áfengiseitrun 2, daufdumba 1,
fjogaveiki 1, lamariða 1, eftirstöðvar
æðabilunar í miðtaugakerfi 2. Læknir
hælisins er Árni Pétursson, trúnaðar-
læknir Reykjavíkurbæjar, en Kristján
20