Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 156
1952
— 154 —
Þorvax-ðsson er sérfræðingur hælisins
i tauga- og geðsjúkdómum. Auk þess
er ein hjúkrunarkona fastráðin við
hælið.
Hafnarfí. Núverandi Elliheimili
Hafnarfjarðar starfar i húsakynnum,
sem Hjálpræðisherinn á. Nú munu
vera þar um 30 vistmenn.
Seyðisfí. Bærinn rekur elliheimili,
svo sem áður er getið í skýrslum.
Starfsemi þessi er með sama hætti og
undanfarin ár.
Vestmannaeyja. Elliheimilið starf-
aði eins og undanfarið og er ávallt
fullskipað.
I. Vinnuheimili Sambands íslenzkra
berklasjúkiinga að Eeykjalundi.
Yfirlæknir stofnunarinnar gerir svo-
látandi grein fyrir rekstri hennar á
árinu 1952:
Unnið var að byggingu vinnuskála,
og þvottahús fyrir stofnunina tók til
slarfa á árinu. Á miðju ári var sú
breyting gerð á kjörum vistmanna, að
haldið var eftir 20% af útborguðum
launum og innstæðan greidd við
brottför, eða í síðasta lagi eftir 5 ár.
Orsök: Þörf stofnunarinnar fyrir auk-
ið rekstrarfé og einnig það, að fengin
reynsla sýndi, að vistmenn þyrftu ör-
ugglega að eiga nokkra fjárhæð við
brottför. Skyldusparnaðurinn kom til
framkvæmda að fengnu samþykki vist-
manna. Stofnunin greiðir 6% vexti
af innstæðunum. Iðnskólafræðsla fór
fram með sarna hætti og áður, og nám-
skeið voru haldin í ýmsum greinum.
Unnið var í 94061 stund, aðallega að
trésmiði, saumum og járnsmíði. Vist-
menn voru í ársbyrjun 83, 36 komu á
árinu, 18 konur og 18 karlar. 30 fóru
á árinu, þar af 28 til vinnu, og 2 fóru
aftur á hæli. Vistdagar voru 30256.
Veikindadagar vistmanna voru 3,2%
af verudögum. Meðaldvalartími þeirra,
sem fóru, var 1 ár og 9 mánuðir. í
árslok voru hér 89 vistmenn.
J. Yfirlit um lyfjabúðareftirlit.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svo-
látandi grein fyrir eftirliti með lyfja-
búðum á árinu 1952:
Veiting lyfsöluleyfa á árinu.
Selfossapótek. Ráðning forstöðu-
manns staðfest 1. júlí 1952: Matthías
Hlíðdal Ingibergsson (f. 21. febrúar
1918). B. Sc. 1943, P. C. P. & S.
Seyðisfjarðarapótek, 25. nóv. 1952:
Jörgen Erik Johansen (f. 13. marz
1916). Kand. 1940, Kh. Tók við rekstri
lyfjabúðarinnar 1. jan. 1953.
Fjöldi lyfíabúða. í lok ársins voru
hér á landi 19 lyfjabúðir. Hafði engin
ný bætzt við á árinu.
Starfslið. Starfslið Ivfjabúðanna fyr-
ir utan lyfsala var sem hér segir, en
tölur eru miðaðar við dag þann, er
skoðun var gerð á hverjum stað: 21
lyfjafræðingur (cand. pharm.), 17
karlar og 4 konur, 11 lyfjasveinar
(exam. pharm.), 5 karlar pg 6 konur,
13 lyfjafræðinemar (stud. pharm.), 10
piltar og 3 stúlkur, og annað starfs-
fólk 126 talsins, 22 karlar og 104
konur.
Konur nokkurra lyfsala, sem lyfja-
fræðimenntun hafa, eru hér ekki með
taldar, enda þótt þær kunni að starfa
að einhverju leyti við hlutaðeigandi
lyfjabúðir.
Húsakynni. Ein lyfjabúð fékk á ár-
inu allverulegt viðbótarhúsnæði til
umráða. í húsakynnum þessum, sem
byrjað var að reisa árið 1949, hefur
verið komið fyrir afgreiðslusal og
lyfjabúri. í annarri lyfjabúð var lokið
við innréttingu galenskrar vinnustofu.
Aðrar hrevtingar á húsakynnum lyfja-
búða eru ekki teljandi. Yíða voru þó
gerðar margvíslegar endurbætur á
innréttingu, t. d. hillu- og skápapláss
aukið o. s. frv.
Kostur áhalda. Margir Ivfsalar bættu
áhaldakost lyfjabúða sinna nokkuð á
árinu. Þessi tæki hafa m. a. verið feng-
in: Kæliskápur (2 lyfjabúðir), þrýsti-
og sogdæla til notkunar m. a. í sam-
bandi við stungulyfjagerð (2 lyfja-
húðir), áhald til að áletra með sérílát
og merkimiða, smyrslvél, fleytivél,
rannsóknarvogarlóð, sentígrammavog,
búrvog (víða) og tilheyrandi vogar-
lóð. 2 lyfjabúðir sendu vogir og vog-
arlóð til löggildingar á árinu.
Rannsóknir á lyfíum gerðum í lyfía-
lúðum. Lyfjarannsóknir voru ýmist
framkvæmdar á staðnum, eða þá að