Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 157
155
1952
sýnishorn voru tekin og farið með
þau til athugunar. Fer hér á eftir yfir-
lit um niðurstöður þessara athugana:
1) Skammtar. Rannsakaðar voru 68
tegundir skammta. Reyndist þungi 55
þeirra vera innan óátalinna þungafrá-
vika lyfjaskrár, 11 (16,2%) reyndust
utan óátalinna frávika lyfjaskrár, en
2 tegundum var fargað vegna sjáan-
legra skemmda af langri geymslu. Ein
lyfjabúð skar sig úr, að þvi er óná-
kvæmni við gerð skammta snertir.
2) Eðlisþyngdai’rannsóknir. Eðlis-
þyngd 178 lausna var mæld. Reyndist
eðlisþyngd 24 þessara lausna (13,5%)
víkja um skör frain hjá réttu marki.
Var það einkum í 6 lyfjabúðum, sem
nákvæmni við gerð lausna var áfátt.
3) Kyrni. Þunga- og rúmmálsrann-
sóknir voru gerðar á 13 tegundum
lyfjakyrna. Reyndist þungi 9 tegunda
(69,2%) vera utan óátalinna frávika
lyfjaskrár. Mesta þungaskekkjan nam
75%.
4) Töflur. Þungarannsóknir voru
gerðar á 30 töfludeildum. Reyndist
þungi þeirra allra vera innan óátal-
inna frávika lyfjaskrár.
5) Augndropar. Gerð voru sæving-
ar próf á 9 tegundum augndropa og
lausnum ætluðum i augndropa. Reynd-
ist mikill gerlagróður í 2 (22,2%)
lausnum.
6) Stungulyf. Litið var sérstaklega
eftir birgðum stungulyfja í mörgum
lyfjabúðum. Á einum stað fundust
birgðir stungulyfs, sem í var töluverð-
ur gerlagróður. Lyf þetta hafði þó
ekki verið framleitt i lyfjabúðinni
heldur aðfengið. Var hlutaðeigandi
aðila gert kunnugt um misferli þetta.
Bækur og færsla þeirra. Yfirleitt
má segja, að árið 1952 hafi betur ver-
ið vandað til færslu á bókum þeim,
sem lyfsölum er gert að halda, sbr.
augl. nr. 197 19. sept. 1950, um búnað
og rekstur lyfjabúða, en árið áður.
Fer hér á eftir nokkurt yfirlit um
færslu bóka þessara.
1) Vörukaupabækur eða vörukaupa-
spjaldskrár. Við skoðun voru vöru-
kaupabækur haldnar í 13 lyfjabúðum.
Ekki var þó ýtrustu nákvæmni gætt i
færslum alls staðar, einkum að því er
varðaði ýmiss konar lausasöluvarning.
í 6 lyfjabúðum voru vörukaupabækur
alls ekki haldnar.
2) Vinnustofudagbók eða vinnu-
stofuspjaldskrá. Rækur, er taka til
hvers konar framleiðslu lyfjabúðar,
voru haldnar i 6 lyfjabúðum (3 árið
áður), en auk þess var i 3 lyfjabúð-
um (2 árið áður) haldin spjaldskrá
yfir nokkurn hluta lyfjaframleiðslu.
Víða tíðkaðist eins og áður, að færðar
voru svo nefndar „vinnudagbækur“
(journaiar), en í bókum þessum er
yfirleitt ekki greint frá annarri fram-
leiðslu en þeirri, er á sér stað í gal-
enskri vinnustofu, sbr. Heilbrigðis-
skýrslur 1951, bls. 162.
3) Símalyfseðlabók. Símaávísanir
lækna á lyf voru færðar i sérstakar
þar til gerðar bækur í samræmi við
gildandi fyrirmæli í 8 lyfjabúðum (4
árið áður). í 4 lyfjabúðum (7 árið
áður) var fundið að færslu þessarar
bókar, og í 7 lyfjabúðum (6 árið áð-
ur) kváðu lyfsalar símalyfseðla ó-
þekkta. Dregið mun hafa allverulega
úr símaávísunum lækna á lyf á árinu,
þar eð Tryggingastofnun ríkisins hætti
árið áður að taka þátt í greiðslu slíkra
lyfja. (Sbr. reglur um lyfjagreiðslur
sjúkrasamlaga. Útgefandi Trygginga-
stofnun rikisins. Reykjavik 1951).
4) Eftirritunarbók var haldin i öll-
um lyfjabúðum landsins. í 12 lyfja-
búðum (6 árið áður) gaf þó óná-
kvæmni í færslum tilefni til athuga-
semda.
5) Eiturbók. Bók þessi var haldin í
öllum lyfjabúðunum nema einni. Kvað
eigandi hlutaðeigandi lyfjabúðar
aldrei vera beðið um eitur gegn eit-
urbeiðni í lyfjabúð sinni. Eitur mun
á árinu hafa verið látið úti gegn rúm-
lega 800 eiturbeiðnum, eftir því sem
næst var komizt.
6) Eyðslubók sú, er lyfsölum er með
áðurnefndri auglýsingu gert að færa,
var aðeins haldin í 5 lyfjabúðum (2
árið áður). Víða var þó i „vinnudag-
bókum“ að finna ýtarlegt yfirlit um
notkun ómengaðs vínanda í vinnustof-
um (galenskri-, töflu- og" stungulyfja),
en brenna vildi við eins og áður, að
upplýsingar um notkun ómengaðs vín-
anda i lyfjabúri væri ófullnægjandi.
Mjög hefur dregið úr notkun ómeng-