Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 158
1952
— 156 —
aðs vinanda til lyfjagex-ðar undanfarin
ár, sjá Heilbrigðisskýrslur 1950, bls.
219—230, og' 1951, bls. 162.
Magn það af eftirtölduni áfengisteg-
undum, sem lyfjabúðirnar öfluðu sér
á árinu frá Áfengisverzlun ríkisins,
var sem hér segir:
Alcohol absolutus........ 4,5 kg.
Spiritus alcoholisatus ... 2118,0 —•
— bergamiae .............. 562,5 —
— chloroformii ............. 0,0 —
— denaturatus ........... 7875,0 —
Ýmislegt. Þau mistök áttu sér stað
í einni lyfjabúð á árinu, að látið var
í augndropa silfurnitrat (5%) í stað
silfurvitellínats (5%). Slys hlauzt þó
ekki af mistökum þessurn.
Þá barst kvörtun um það frá manni,
sem hafði keypt skammta gegn lyf-
seðli i lyfjabúð, að i þeim hefði verið
glerbrot. Rannsókn leiddi í ljós, að
hér var um brot úr límhylki (cap-
sulae gelatinosae) að ræða en ekki
glerbrot. Þungi skammta þessara
reyndist vera utan óátalinna þunga-
frávika lyfjaskrár.
4. Húsakynni og þrifnaður.
Rvík. í Reykjavík var lokið bygg-
ingu 164 ibúðarhúsa á árinu. Þar af
var 21 hús úr timbri. Samanlögð stærð
þessara húsa var 15739 m2. I húsum
þessum eru alls 329 íbixðir, og er her-
bergjafjöldi í þeim, auk eldhúss, sem
hér segir: 1 herbergi: 1 íbúð, 2 her-
bergi: 63, 3 herbergi: 94, 4 herbergi:
90, 5 herbergi: 61, 6 herbergi: 14, 7
herbergi 4, 8 herbergi: 1, 9 herbergi:
1 ibixð. Auk þess eru 54 herbergi án
eldhúss i kjöllurum og þakhæðum.
Vitað er, að 24 íbúðanna eru í kjöll-
urum og þakhæðum án samþykkis
bygginganefndar. Aðstoðarlæknir
minn skoðaði 150 íbúðir eftir beiðni
ibúanna. í Reykjavík reyndist sorp-
magnið á árinu 74707 xn3, eða 1,276
m3 á hvern íbúa. Tæmd voru 11023
sorpílát á viku hverri að meðaltali.
Útisalernum fækkaði úr 444 í 377 á
árinu. Við íbúðarhús eru 123, fækkaði
um 42 á árinu, en á vinnustöðvum,
i braggahverfum eða öðrum bráða-
birgðabústöðum eru 254, fækkaði um
25 á árinu. Að tilhlutan heilbrigðis-
eftirlitsins voru 267 lóðir hreinsaðar,
þar af hreinsuðu vinnuflokkar bæjar-
ins 88. Rifnir voru 92 skúrar og 9
brag'gar. Vinnuflokkarnir óku 114 bíl-
hlössum af drasli á sorphauga. Um-
gengni á lóðum og lendum er nú á-
berandi betri en hún var fyrir nokkr-
um árum. Þrifnaðarkennd íbúanna
virðist fara vaxandi með ári hverju.
Hafnarfj. Húsakynni fara batnandi.
Alltaf er töluvert byggt, þó að meira
þyrfti að vera til þess að taka á móti
fólksfjölguninni og hinu aðflutta fólki.
Borgarnes. Alltaf nokkrar byaging-
ar, þó að leyfasynjanir og alls konar
erfiðleikar í því sambandi hafi valdið
úrdrætti og töfum.
Ólafsvíkur. Húsakostur fer batn-
andi.
Búðardals. 3 íbúðarhús i smiðum,
auk læknisbústaðarins.
Flateyjar. Vel byggt á flestum bæj-
um. í Flatey eru næstum öll hús
gömul og mjög úr sér gengin. Aðeins
1 vatnssalerni á eynni, annars kagga-
salerni. Frárennsli yfirleitt mjög á-
bótavant. Húsnæðisskortur enginn, en
varla til boðlegt húsnæði fyrir lækni.
Þi-ifnaður má teljast sæmilegur innan
húss í Flatey víðast hvar, en í mörgu
ábótavant utan húss. Á sveitabæjum á
landi er ástand mjög misjafnt, þó víð-
ast gott.
Bolnngarvíkur. Likt og á fyrra ári
og byggingarframkvæmdir smáar.
ísafj. Húsakynni eru hin sömu og
voru, en á árinu 1953 bætast við 18
íbíiðir i nýju verkamannabústöðunum
og 2 í húsi, sem byrjað var á á árinu.
Enn þá eru hér allmargar íbúðir, sem
eru mjög lélegar og sumar ekki íbúð-
arhæfar. Varð að loka einni slíkri í-
búð á síðast liðnu hausti. Þótt íbúðar-
húsnæði verði nú fullnægjandi i bæn-
um, mun notkun heilsuspillandi íbúða
ekki leggjast niður, vegna þess að fá-
tækt fólk hefur ekki efni á að búa í
nýju húsnæði. Þrifnaður innan húss
mun víðast vera í sæmilegu lagi, en
viðhaldi húsa og uxngengni utan húss
er mjög ábótavant, svo að vansæmd
er að.
SMavíkur. Húsakynni við Djúp eru