Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 164
1952
— 162
þörf á. Gerð hefur verið itrekuð til-
raun til þess að fá bætt úr meðferð
mjólkur á Djúpbátnum, og mætti ég á
aðalfundi fyrirtækisins á liðnu hausti
til viðræðna um þetta mál. Var þar
samþykkt að setja kæliútbúnað í bát-
inn á næsta vori. Sýnishorn af mjólk
úr mjólkurstöðinni hafa ekki verið
send til rannsókna á þessu ári, þvi að
þótt sýnishorn sé tekið og sent sam-
dægurs með flugvél til Reykjavíkur,
kemst það ekki til rannsóknar fyrr en
i fyrsta lagi á næsta degi, og er það
orðið lítilsvirði.
Árnes. Mjólkurframleiðsla aðallega
til heimilisþarfa og er frekar af skorn-
um skammti hjá sumum. Einstaka
heimili hafa litla sem enga mjólk
(Gjögur). Viða er búið til smjör og
skyr eftir föngum.
Sauðárkróks. Mjólkursamlagið tók á
móti 2026000 litrum mjólkur, og er
það um 30000 litrum minna en árið
áður.
Ólafsfí. Erfiðlega gengur að fá bætt
úr göllum mjólkursölunnar, og er af-
staða bænda harla einkennileg, þar
sem um er að ræða vöruvöndun á
þeirra eigin framleiðslu. Virðast þeir
gera sig ánægða með það eitt að losna
við vöruna. Þvi miður eru fleiri fram-
leiðendur sömu sökinni seldir, þótt
ekki stafi ef til vill jafnmikil hætta af.
Líklega er þetta íslenzkt fyrirbrigði.
íslenzkir neytendur eru að visu oft
litlu betri, enda orðnir svo vanir að
láta bjóða sér allt. Jafnvel er álitamál,
livernig því yrði tekið af neytendum,
ef heilbrigðisnefnd væri þess umkom-
in að stöðva þenna ósóma. Ég tek
fram, að héraðslækni vantar ekki vilj-
ann til þess. Tilraunir nefndarinnar
til úrbóta hafa lítinn árangur borið,
annan en vel úti látinn skæting og
aðdróttanir frá oddvitum samsölunn-
ar. Eftirlitsmaður rikisins kom hingað
i maí, og fór hann ásamt heilbrigðis-
nefnd í mjólkursöluna, alveg að óvör-
um, framkvæmdi eftirlit, gerði ýmsar
athugasemdir og krafðist umbóta. At-
hugasemdir hans voru sendar stjórn
samsölunnar. Sumt var tekið til
greina. Útvegaðir voru nýir mjólkur-
mælar. Mjólkurklefi var gerður hreinn
og málaður og fjarlægt þaðan allt laus-
legt, sem ofaukið var. Samkvæmt ráð-
leggingu mjólkureftirlitsmanns var
fengið germidin og notað við hreins-
un brúsa og iláta. Oðru var ekki sinnt
og ekkert útlit fyrir, að svo verði, enda
viðbrögð framleiðenda við aðfinnslum
til úrbóta öll á eina bókina lærð frá
upphafi. Dálítið hrökk kaupfélagið,
eða réttara sagt samsalan, við, er einn
injólkurframleiðandinn veiktist af
smitandi berklum. Berklapróf var gert
á kúm, en engin jákvæð.
Grenivikur. Mjólk er send til Akur-
eyrar þá mánuði ársins, sem þangað
er bilfært, en oft miklum erfiðleikum
bundið vetrarmánuðina vegna snjóa,
og langan tíma ómögulegt. Ér mjólkin
þá skilin heima, smjörið selt, en mikið
af undanrennunni fer aftur i kýrnar.
Þórshafnar. Stofnaður hefur verið
vísir að kúabúi. Hefur eitthvað dregið
úr mjólkurskorti þeim, sem oftast er
á haustin á Þórshöfn.
Bakkagerðis. Mjólkurframleiðsla
nægileg fyrir héraðið. Mjólkursala þvi
nær engin.
Seyðisfí. Mjólkurframleiðslan hér í
firðinum fullnægir ekki þörf bæjar-
ins, að minnsta kosti ekki á öllum
árstímum. Á sumrin er flutt hingað
mjólk og aðrar mjólkurafurðir ofan
frá Egilsstöðum. Rjómi og skyr er
flutt hingað með strandferðaskipum
frá Akureyri og Húsavík.
Nes. Skortur á gerilsneyðingu mjólk-
ur lítt þolandi.
Vestmannaeyja. Nokkrum áhyggjum
veldur fyrirkomulag mjólkurdreifing-
ar hér, en við ýmsa erfiðleika er að
etja í því sambandi. Hér er sumpart
seld heimamjólk ógerilsneydd og sam-
sölumjólk frá Reykjavík, sem flutt er
hingað i brúsum og siðan ausið í ilát
kaupenda með málum, sem difið er
ofan í brúsana. Ofan á þetta bætist
svo, að mjólk er hér töluvert dýrari
en annars staðar á landinu. Kýr eru
heilbrigðar, en fjósin ekki góð. Oll eru
þessi mjólkurmál nú í athugun.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Rvík. Drykkjumannavandamálið bar
mikið á góma á þessu ári. Fól bæjar-