Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 165
— 163
1952
ráð Alfreð Gíslasyni lækni og mér að
gera tillögur um úrbætur í málinu, og
skiluðum við álitsgerð til ráðsins.
Lögðum við þar til, að: 1) Komið
skyldi upp hjálparstöð fyrir drykkju-
sjúklinga, eins fljótt og auðið yrði. 2)
Séð skyldi fyrir sjúkrarúmum handa
þeim drykkjusjúklingum, sem sjúkra-
húsmeðferðar þörfnuðust. 3) Sett
skyldi á stofn hið bráðasta vinnuhæli
fyrir drykkjusjúklinga. Engar skýrsl-
ur eru fyrir hendi um fjölda áfengis-
sjúklinga í Reykjavík, en í álitsgerð-
inni áætluðum við tölu þeirra 500—
1000. í samræmi við áðurgreindar til-
lögur ákvað bæjarráð, að: 1) Setja á
stofn hjálparstöð fyrir drykkjusjúk-
linga. 2) Ætla áfengissjúklingum 1—2
rúm, eftir þörfum, í sjúkrahúsi Hvíta-
bandsins, fyrst um sinn. 3) Auglýsa
eftir jörð, þar sem koma mætti upp
drykkjumannahæli. Hjálparstöðin fyr-
ir drvkkjusjúklinga, Áfengisvarnarstöð
Reykjavíkur, tók til starfa seint á ár-
inu, að Túngötu 5. Læknarnir Alfreð
Gíslason og Kristján Þorvarðsson voru
ráðnir til að starfa við stöðina, enn
fremur 1 hjúkrunarkona. Heilsuvernd-
arstöð Reykjavikur tók að sér rekstur
og stjórn stöðvarinnar. Auglýst var
eftir jörð undir drykkjumannahæli, og
bárust um 20 tilboð. Nefnd, sem bæj-
arráð liafði kosið til að hrinda mál-
um þessum í framkvæmd, varð sam-
mála um að mæla með því, að jörðin
Skeggjastaðir í Mosfellssveit yrði
keypt. Var gert ráð fyrir, að þar mætti
koma fyrir um 20 drykkjusjúklingum.
í bréfi til borgarstjóra mælti heil-
brigðismálaráðherra og með kaupum
á jörðinni. Þrátt fyrir allt fór þó svo,
að bæjarráð hafnaði kaupum á
Skeggjastöðum. Á hverju ári verður
áfengisnautn fleiri eða færri mönnum
að fjörtjóni. Árið 1952 áttu 7 manns-
lát í héraðinu rætur sínar að rekja
beinlínis til ofdrykkju áfengis: 3 menn
drukku tréspíritus og dóu, 1 féll ölv-
aður af hestbaki og slasaðist til ólifis,
1 ofdrykkjumaður hengdi sig, 1
drukkinn maður kafnaði í spýju sinni,
og 1 varð úti ölvaður og fraus i hel.
Þá var ofdrykkja samverkandi orsök
að dauða a. m. k. 3 manna. Eru þá
ótalin fjölmörg slys, er áfengisnautn
olli, en um þau eru því miður ekki
fyrir hendi neinar heildarupplýsingar.
Hafnarfi. Áfengisneyzla er alltaf
töluverð, og ber sérstaklega mikið á
henni á danssamkomum. Algengt er
að sjá suma togarasjómenn „raka“, er
þeir dveljast í landi 1—2 daga.
Borgarnes. Áfengisnautn nokkur,
svo og tóbaks, einkum vindlinga.
Kaffi sjálfsagður drykkur alls staðar.
Búðardals. Hér er yfirleitt farið vel
með áfengi. Helzt er drukkið í réttum
og á hestamannaskemmtun einni, sem
haldin er að Nesodda og aðkomumenn
hafa átt mestan þátt i að gera fræga
að endemum. Kaffi mun drukkið af
hjartans lyst af flestum, nema sjúk-
lingum. Reykingar eru almennar, og
menn virðast ekkert draga úr þeim,
þrátt fyrir lungnakrabbaprédikanir
læknanna.
Flateyjar. Drykkjuskapur var mikill
á vertíðinni af völdum aðkomumanna.
Varð stundum til stórvandræða. Áfeng-
isnautn héraðsbúa mun vera eins og
gerist og gengur annars staðar. Of-
drykkjumenn 3 í héraðinu. Kaffi- og
tóbaksnautn mun vera svipuð og víð-
ast hvar hér á landi.
Súðavíkur. Áfengisneyzla aðallega i
sambandi við dansleiki. Notkun tó-
baks talsverð, bæði reyk- og neftóbaks.
Kaffi mikið drukkið.
Árnes. Áfengisneyzla lítil. Kaffi mik-
ið drukkið. Flestir fullorðnir nota tó-
bak.
Ólafsfi. Áfengisnautn er lítil, helzt
á hátíðum og tyllidögum. Einhvern
veginn finnst mér liggja í loftinu, að
þeir, sem hafa áfengi um hönd, muni
ekki verða í neinum vandræðum, þótt
næstu útsölustöðum verði lokað.
Grenivíkur. Áfengisnautn fremur
lítil. Töluvert drukkið af kaffi. Tó-
baksnautn svipuð og áður.
Þórshafnar. Áfengisneyzla virðist
heldur minnkandi. Veldur því vafa-
laust minni kaupgeta en áður. Tó-
baksnautn mikil, svo og kaffidrykkja.
Vopnafi. Áfengisneyzla er nokkur,
en ekki sérlega áberandi. Verða sjald-
an samkomuspjöll hér af hennar völd-
um.
Bakkagerðis. Áfengisneyzla töluverð,
en ekki ber á neinum óeirðum í sam-
L