Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 167
— 165 —
1952
er ég um, að þeirri þörfu íþrótt sé
ekki haldið við sem skyldi.
Flateyjar. Íþróttalíf er ekkert. Sjó-
böð munu eitthvað tíðkast á sumrin.
Isafj. íþróttir eru stundaðar af
nokkrum áhugamönnum. Er iþrótta-
iðkun ekki mikil utan lögboðinna i-
þrótta í skólum. Aðstaða til íþrótta-
iðkana er þó góð hér, myndarleg
sundlaug og iþróttasalur til afnota
mikinn hluta árs, knattspyrnuvöllur
og 2 smærri æfingavellir fyrir frjáls-
íþróttir og knattleika.
Siiðavikur. íþróttalif lítið.
Árnes. Engin skilyrði hér til i-
þróttaiðkana, nema skíðaiþróttar. Hafa
margir áhuga á þeirri iþrótt og
leggja talsverða stund á hana. Engin
sundlaug er hér i héraðinu, og verða
skólabörn að sækja námskeið í sundi
í næstu sveit.
Hólmavíkur. Lítið stundaðar.
Ólafsfj. Íþróttalíf með daufara móti.
Nokkuð iðkaðir knattleikir i leikfim-
issal barnaskólans. Virðist nvtt lif
hafa færzt í íþróttafélagið hér á árinu.
Grenivíkur. Mjög dauft yfir öllu i-
þróttalífi; helzt er, að eitthvað lifni
yfir fótboltanum haust og vor, er sjó-
mennirnir koma frá vertið og sild-
veiðum.
Þórshafnar. Hafin fimleikakennsla
í barnaskólanum á vetrum. Auk þess
sundkennsla nokkrar vikur um sum-
artímann.
Seyðisfj. Á sumrin eru útiíþróttir
nokkuð stundaðar. Sundhöllin er opin
sumarmánuðina. Skíðaferðir farnar á
vetrum.
Nes. Allar algengustu íþróttir stund-
aðar af töluverðu kappi.
Djúpavogs. Lítið sem ekkert stund-
aðar, og áhugi virðist enginn.
Vestmannaeyja. Áliugi á íþróttum
virðist fremur hafa dofnað undan-
farin ár. Hér er, eins og fyrr er
getið í skýrslum, starfandi opin sund-
laug, upphituð með sjó, aðeins opin
að sumrinu. Fyrirkomulag þetta verð-
ur að teljast ófullnægjandi, þar sem
fjölmenn sjómannastétt á svo mikið
undir sundkunnáttunni. Börnin hér
læra að vísu að synda og taka til-
skilin sundpróf, en að því loknu er
sundið að mestu lagt á hilluna, þar
sem ekki er hægt að æfa það þann
tíma, sem flestir eru heima, og á það
ekki siður við um sjómennina. Og
margir hinna aðkomnu sjómanna eru
ósyndir með öllu, en engin tök á að
æfa sund, meðan á vertíð stendur.
Það má því kallast aðkallandi nauð-
syn að koma hér upp yfirbyggðri
sundlaug, sem einnig gefi mönnum
kost á þrifaböðum, sem erfitt er að
fá hér, sérstaklega fyrir hið aðkomna
vertiðarfólk.
10. Alþýðufræðsla um
heilbrigðismál.
Rvik. Á árinu flutti ég 2 fyrirlestra
á almennum foreldrafundum, að til-
hlutan stéttarfélags barnakennara,
annan í Reykjavík, en hinn i Kópa-
vogshreppi.
Flateyjar. Héraðslæknir hélt fund
með Flateyingum um nauðsyn góðs
neyzluvatns. Áð öðru leyti eins og
daglegt starf gefur tækifæri til.
Árnes. Alþýðufræðsla um heilbrigð-
ismál er engin, en ég hef reynt að
leiðbeina fólki i þessum efnum, eftir
þvi sem ástæður leyfa.
Hvammstanga. Flutti erindi i ríkis-
útvarpið um tóbak og tóbaksnautn.
Erindi þetta var síðan birt, að beiðni
ritstjóranna, i Heilsuvernd og Eining-
unni. Að öðru leyti munnlegar leið-
beiningar, að venju.
Vestmannaeyja. Greinar liafa verið
hirtar í bæjarblöðunum til skýringar
á framkvæmd hinna nýju heilsu-
gæzlulaga.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðun hafa bor-
izt úr öllum læknishéruðum og taka
til 15719 barnaskólabarna.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X),
sem gerð hefur verið upp úr skóla-
skoðunarskýrslum héraðslæknanna,
hafa 13948 börn, eða 88,7% allra
barnanna, notið kennslu i sérstökum
skólahúsum öðrum en heimavistar-
skólum, 396 börn, eða 2,5%, hafa not-
ið kennslu í heimavistarskólum, en
þau hafa þó hvergi nærri öll verið
vistuð í skólunum. 926 börn, eða