Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 168
1952
166 —
5,9%, liafa notið kennslu í sérstök-
um herbergjum í íbúðarhúsum og 449,
eða 2,9%, í íbúðarherbergjum innan
um heimilisfólk. Upplýsingar um loft-
rými eru ófullkomnar, en það virðist
vera mjög mismunandi: í hinum al-
mennu skólahúsum er loftrými minnst
1.6 m3 og mest 9,2 m3 á barn, en
jafnar sig upp með 3,5 m3; i heima-
vistarskólum 1,3—23,9 m3, meðaltal
6.7 m3; í hinum sérstöku kennsluher-
bergjum i íbúðarhúsunum 2,2—11,2
m3, meðaltal 4,1 m3; í íbúðarherbergj-
um 1,7—8,0 m3, meðaltal 3,7 m3, sem
heimilisfólkið notar jafnframt. í hin-
um sérstöku skólahúsum, þar sem loft-
rýmið er minnst, er það oft drýgt
með því að kenna börnum til skiptis
i stofunum. Vatnssalerni eru til afnota
í skólunum fyrir 14664 þessara barna,
eða 93,3%, forar- og kaggasalerni fyr-
ir 1046 börn, eða 6,6%, og ekkert sal-
ern-i fyrir 9 börn, eða 0,1%. Leik-
fimishús hafa 11611 barnanna, eða
73,9%, og bað 12704 börn, eða 80,8%.
Sérstakir skólaleikvellir eru taldir fyr-
ir 11425 börn, eða 72,7%. Læknar telja
skóla og skólastaði góða fyrir 12212
þessara barna, eða 77,7%, viðunandi
fyrir 3286, eða 20,9%, og óviðunandi
fyrir 221, eða 1,4%.
Rvík. Eins og ég gat um í siðustu
ársskýrslu minni, gekkst ég fyrir þvi
á árinu 1951 með aðstoð fræðslufull-
trúa Reykjavíkurbæjar, að ákvörðun
var tekin um að ráða sérstaka skóla-
lækna að skólum gagnfræðastigsins í
Reykjavík. Þetta er þvi miður ekki
komið til framkvæmda enn þá, en
allar líkur eru á þvi, að svo muni
verða frá og með skólaárinu 1953—
1954.
Borgarnes. A þessu ári var byrjað
á barnaskólahúsi að Stafholtsveggja-
laug, og er það ætlað fyrir alla hreppa
Mýrasýslu utan Borgarness.
Ólafsvíkur. Skólahús hin sömu i
notkun og áður. Er byrjað á upp-
grefti og að steypa grunn undir skóla-
hús i Ólafsvik i stað hins gamla, sem
orðið er illhæft til kennslu.
Búðarclals. Ástandið í húsnæðismál-
um barnaskólans yfirleitt bágborið.
Aðeins i einum lireppi er það komið i
gott horf, sem sé í Saurbæjarhreppi.
Skólahúsið að Sælingsdalslaug er mjög
illa farið og varla hæft sem skólahús,
enda hefur ekkert verið gert til þess
að halda húsinu við. Hér i Búðardal
á skólinn í mesta húsnæðishraki,
hrekst frá einu lélegu húsnæðinu til
annars, þrátt fyrir gífurlegan kostnað.
Til mála kom að kaupa gamla læknis-
húsið og sjúkraskýlið fyrir heimavist-
arskóla, og virtist margt meiri fjar-
stæða en það, en ekkert varð úr þeirri
ráðagerð, eins og fleirum, og mun það
hafa hjálpað til, að fræðslumálastjóri
lagðist á móti, að svo yrði gert. Ann-
ars staðar, þar sem farkennsla er, er
ástandið líkt og undanfarin ár; ekkert
virðist gert til þess að hafa skólana
helzt þar, sem húsakynni eru bezt, en
jafnvel fremur hið gagnstæða, að ég
held.
Flateyjar. Skólahúsið i Flatey er
einlyft steinhús og orðið gamalt. Eitt-
hvað var gert við það um haustið —
skólastofa máluð og sett nýtt járn á
þakið. Farskólar munu vera í öðrum
hreppum.
Flateyrar. Á Suðureyri er nauðsyn
á nýju skólahúsi og á Flateyri, en á-
hugi lítill hjá ráðandi mönnum á þess-
um stöðum. Heimavistarbarnaskólinn
i Mosvallahreppi á langt i land að
verða fullbúinn. Hefði verið nær að
reisa skóla- og heimavistarhús á Flat-
eyri fyrir Mosvallahrepp, Ingjaldssand
og Breiðadal. Við það hefðu 2 kenn-
arar sparazt og rekstur allur sennilega
orðið mun ódýrari á Flateyri en í
Holti, enda sækja börn úr þessum
byggðarlögum alltaf eitthvað skóla á
Flateyri.
ísafj. Skólahús eru hin sömu og
verið hafa, viðunandi húsakostur og
sæmilega hirtur. í gagnfræðaskólanum
glymur svo af mæltu máli, að það
skilst mjög illa. Hlýtur það að vera
erfitt verk að kenna við slík skilyrði
og enn þá meiri raun að nema. Skóla-
eftirliti var hagað að venju. Heilsufar
var gott i skólanum, og þurfti enginn
nemandi að hætta námi vegna van-
heilsu. Nokkrir nemendur fengu und-
anþágu frá þátttöku i íþróttunum um
lengri eða skemmri tíma vegna áfalla
eða skammvinnra kvilla. Það gengur