Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 178
1952
176 —
mannsins fannst í stöðuvatni uppi
i sveit. Hann hafði verið á báti
um nótt með öðrum manni, sem
var drukkinn, og sagði sá, að pilt-
urinn hefði dottið tvisvar í vatn-
ið, og hélt, að hann hefði náð
landi. Engin áverkamerki fundust
og ekkert, er bent gæti til þess,
að pilturinn hefði verið beittur of-
beldi. Drukknunareinkenni fund-
ust ekki, en líkið var farið að
rotna, enda mun það hafa legið
vikutíma í vatni. í blóði fannst
l,05%o alkóhól, í maga 1,57%C og
í þvagi í,00%c. í lifrinni fannst
mikil fita. Hjartað var nokkuð
stækkað (415 g). Ályktun: Af
krufningu virtist helzt mega ráða,
að pilturinn hafi drukknað án
þess að reyna verulega á sig til
að ná andanum, eins og annars er
venjan. Ástæðan til þess, að hann
gerði það ekki, gæti, samkvæmt
þeim upplýsingum, sem fyrir
liggja, verið sumpart sú, að hann
var nokkuð drukkinn, sumpart
sú, að hann hafi verið dasaður
eftir að brölta upp í bátinn og
gefist því fljótlega upp, með fram
vegna þess, að hjartað var veiklað
fyrir.
22. 25. ágúst. S. Þ-son, 54 ára. Missti
meðvitund fyrir framan húsið hjá
sér, var fluttur í sjúkrahús sam-
stundis, en dó rétt eftir að þang-
að kom. Við krufningu reyndust
báðar kransæðar hjartans lokaðar
skammt frá upptökum. Hjartað
var stækkað (445 g). Auk þess
fundust menjar eftir skyndilega
lokun á vinstri kransæð, sem látið
hafði eftir sig stórt ör i vinstra
afturhólfi. Ályktun: Hjartablóðrás
mannsins hefur verið svo léleg,
að lítilfjörleg áreynsla hefur get-
að gert út af við hann.
23. 27. ágúst. G. J-son, 65 ára. Fannst
liggjandi í skála, þar sem hann
var að hreinsa, og dó rétt á eftir.
Við krufningu fundust mikil
þrengsli í báðum kransæðum
hjartans, og liin vinstri var lokuð
skammt frá upptökum. Hjartað
var mjög stækkað (645 g) og
vinstra afturhólf þykknað og þan-
ið. í lifrinni fannst mikil fita,
sem bendir til þess, að hinn látni
hafi verið drykkjumaður. í blóði
fannst ekkert áfengi.
24. 3. september. G. Þ-son, 51 árs.
Fannst látinn við vegarbrún utan
við Reykjavík. Við krufningu
fannst stækkað hjarta (520 g),
vinstri kransæð þess lokuð af
kölkun og mikið sigg í hjarta-
vöðvanum eftir slagæðastíflu. Auk
þess allmikil berkjubólga. Álykt-
un: Kölkunin í kransæð hjartans
hefur háð mjög blóðrás hjartans,
sem hefur átt erfitt fyrir vegna
hækkaðs blóðþrýstings. Þegar
þannig stendur á, má mjög lítið
út af bera. Hinn látni hefur feng-
ið kvef og berkjubólgu* sem ásamt
áreynslunni við gönguna hefur
íþyngt hjartanu um of, svo að
hann hefur fengið bjúg i lungun
og hjartað gefizt upp.
25. 20. september. J. K. Þ-son, 53 ára.
Var á báti með 3 mönnum, er tog-
ari kom að og rakst á bátinn. Fóru
allir mennirnir í sjóinn, og björg-
uðust allir nema þessi, sem var
þó syndur. Kom sonur hans hon-
um til bjargar og hélt honum uppi
i sjónum, en dugði ekki til, því
að maðurinn andaðist í sjónum.
Við krufningu fannst mikið og
dökkt, fljótandi blóð, sem bendir
á köfnunardauða. Mjög lítil
drulcknunarfroða fannst i öndun-
arfærum og vitum, en i báðum
lungum interstitielt emphysem,
sem er vottur um hindrun á inn-
öndun og mikla áreynslu í sam-
bandi við hana. í vinstri aðal-
berkju fannst töluvert af maga-
innihaldi, sams konar og því, sem
í maganum fannst, og sást það
einnig i ofanverðum barka. Álykt-
un: Svo virðist sem manninum
hafi orðið óglatt í sjónum,
hann kastað upp, og hafi maga-
innihaldið, sem komst niður í
barka og berkjur, verið höfuðor-
sökin til þess, að maðurinn kafn-
aði. Af krufningunni má ráða ein-
dregið, að hér er ekki um venju-
lega drukknun að ræða.
26. 30. september. S. J-son, 64 ára.