Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 179
177 —
1952
Stóð ásamt fleirum mönnum á
palli vörubifreiðar. Þegar bifreið-
in beygði skyndilega, féll maður
þessi, ásamt 2 öðrum, af henni,
og lenti höfuð hans á skurðbrún,
sem var malbikuð. Missti hann
meðvitund samstundis og andað-
ist 2 dögum síðar. Við krufningu
reyndist gagnaugabein höfuðkúp-
unnar brotið hægra megin. Mikið
mar fannst á heilanum vinstra
megin, neðan til, og lófastórt mar
á hægri öxl, einnig glóðarauga
hægra megin.
27. 2. október. S. P-son, 47 ára. Ók
bíl niður að höfn og út af hafnar-
garðinum í sjóinn. Hafði verið
vansvefta og jafnvel talinn eitt-
hvað geðbilaður upp á siðkastið.
Við krufningu fundust greinileg
drukknunareinkenni, auk þess
stífla í vinstri kransæð hjartans
og fibrosis í hjartavöðvanum út
frá því.
28. 22. október. H. O-son, 27 ára. Lík
mannsins fannst utan til í Reykja-
vík, milli tveggja skurða, og var
orðið stirt. Við krufningu fundust
engin merki um sjúkdóm, önnur
en mikil fita í lifur, sem bendir
til, að maðurinn hafi verið drykk-
felldur. Engin áverkamerki sáust.
í blóði fannst l,05%c alkóhól og
i þvagblöðru 1,42%c. Ályktun: Af
upplýsingum lögreglunnar, ásamt
því, sem fannst við líkskoðun og
ltrufningu, virðist mega ráða, að
maðurinn hafi verið drukkinn,
dottið ofan í skurð, gegnblotnað,
og hafi síðan dáið af kulda, vegna
þess hve drukkinn hann var.
29. 28. október. I. O-dóttir, 55 ára.
Ók bíl, sem valt út af veginum og
fór á hliðina. Meiddist mikið og
var flutt á sjúkrahús, en lézt, áður
en þangað kom. Við krufningu
fundust mikil brot á grindarbein-
um hægra megin og á rifjum
beggja megin. Mikið hafði blætt
úr þessum beinbrotum. Geysistórt
mar, fullt af blóði, fannst á hægra
læri, án þess að beinið væri brot-
ið undir. Ályktun: Banameinið
virðist hafa verið blóðmissir og
lost.
30. 4. nóvember. S. A. S-son, 41 árs.
Fannst hengdur í stigarim, sem
var utan í vélbát í skipasmíðastöð
fyrir utan Reykjavík. Hafði verið
drykkfelldur og tapað allmiklu á
atvinnurekstri síðast liðið ár, svo
að hann var orðinn öreigi. í lifur
fannst tiltölulega litil fita, sem
bendir ekki til, að maðurinn hafi
verið mjög drykkfelldur. í blóði
fannst 0,18%c alkóhól. í hægri a.
carotis interna sást ofurlítil
sprunga i intima eftir henging-
una.
31. 6. nóvember. R. B-son, 52 ára.
Hengdi sig i eldhúsinu heima hjá
sér. Hafði verið drykkfelldur,
borðað og sofið lítið siðustu dag-
ana, en drukkið mikið. Við lcrufn-
ingu fundust hengingarmerki og
mikil fita í lifur.
32. 7. nóvember. G. G-dóttir, 47 ára.
Kom utan af landi til að leggjast
á sjúkrahús, en andaðist nóttina
eftir að þangað kom, án þess að
kunnugt væri um dánarorsökina.
Ályktun: Við krufningu reyndist
vinstra nýra algerlega eyðilagt af
berklum og miklar berklabreyt-
ingar í hægra nýra. Enn fremur
fannst dálítil útpokun í jejun-
um. Banamein konunnar virðist
liafa verið nýrnaskemmdirnar og
þvagblæði út frá þeim.
33. 27. nóvember. G. V. B-dóttir, 34
ára. Hafði blóðuppköst heima hjá
sér, en lækni hennar tókst ekki
að koma henni á sjúkrahús vegna
piássleysis. Er hann hafði loks
fengið spítalapláss, var konan lát-
in. Við krufningu fannst stórt
magasár, sem hafði nagað sig inn
í brisið, sett þar gat á stóra
slagæð og valdið svo mikilli blæð-
ingu, að konan dó af því.
34. 29. nóvember. 7 mánaða svein-
barn, sem fannst látið í rúmi sinu.
Við krufningu fannst mjög mikið
iungnakvef, svo að berkjurnar
voru stíflaðar af því. Bólga á byrj-
unarstigi fannst í báðum lungum.
Greinileg beinkramareinkenni
fundust á fótleggjum, brjósti og
höfði. Ályktun: Banameinið hef-
ur verið svæsið lungnakvef og
23