Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 179

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 179
177 — 1952 Stóð ásamt fleirum mönnum á palli vörubifreiðar. Þegar bifreið- in beygði skyndilega, féll maður þessi, ásamt 2 öðrum, af henni, og lenti höfuð hans á skurðbrún, sem var malbikuð. Missti hann meðvitund samstundis og andað- ist 2 dögum síðar. Við krufningu reyndist gagnaugabein höfuðkúp- unnar brotið hægra megin. Mikið mar fannst á heilanum vinstra megin, neðan til, og lófastórt mar á hægri öxl, einnig glóðarauga hægra megin. 27. 2. október. S. P-son, 47 ára. Ók bíl niður að höfn og út af hafnar- garðinum í sjóinn. Hafði verið vansvefta og jafnvel talinn eitt- hvað geðbilaður upp á siðkastið. Við krufningu fundust greinileg drukknunareinkenni, auk þess stífla í vinstri kransæð hjartans og fibrosis í hjartavöðvanum út frá því. 28. 22. október. H. O-son, 27 ára. Lík mannsins fannst utan til í Reykja- vík, milli tveggja skurða, og var orðið stirt. Við krufningu fundust engin merki um sjúkdóm, önnur en mikil fita í lifur, sem bendir til, að maðurinn hafi verið drykk- felldur. Engin áverkamerki sáust. í blóði fannst l,05%c alkóhól og i þvagblöðru 1,42%c. Ályktun: Af upplýsingum lögreglunnar, ásamt því, sem fannst við líkskoðun og ltrufningu, virðist mega ráða, að maðurinn hafi verið drukkinn, dottið ofan í skurð, gegnblotnað, og hafi síðan dáið af kulda, vegna þess hve drukkinn hann var. 29. 28. október. I. O-dóttir, 55 ára. Ók bíl, sem valt út af veginum og fór á hliðina. Meiddist mikið og var flutt á sjúkrahús, en lézt, áður en þangað kom. Við krufningu fundust mikil brot á grindarbein- um hægra megin og á rifjum beggja megin. Mikið hafði blætt úr þessum beinbrotum. Geysistórt mar, fullt af blóði, fannst á hægra læri, án þess að beinið væri brot- ið undir. Ályktun: Banameinið virðist hafa verið blóðmissir og lost. 30. 4. nóvember. S. A. S-son, 41 árs. Fannst hengdur í stigarim, sem var utan í vélbát í skipasmíðastöð fyrir utan Reykjavík. Hafði verið drykkfelldur og tapað allmiklu á atvinnurekstri síðast liðið ár, svo að hann var orðinn öreigi. í lifur fannst tiltölulega litil fita, sem bendir ekki til, að maðurinn hafi verið mjög drykkfelldur. í blóði fannst 0,18%c alkóhól. í hægri a. carotis interna sást ofurlítil sprunga i intima eftir henging- una. 31. 6. nóvember. R. B-son, 52 ára. Hengdi sig i eldhúsinu heima hjá sér. Hafði verið drykkfelldur, borðað og sofið lítið siðustu dag- ana, en drukkið mikið. Við lcrufn- ingu fundust hengingarmerki og mikil fita í lifur. 32. 7. nóvember. G. G-dóttir, 47 ára. Kom utan af landi til að leggjast á sjúkrahús, en andaðist nóttina eftir að þangað kom, án þess að kunnugt væri um dánarorsökina. Ályktun: Við krufningu reyndist vinstra nýra algerlega eyðilagt af berklum og miklar berklabreyt- ingar í hægra nýra. Enn fremur fannst dálítil útpokun í jejun- um. Banamein konunnar virðist liafa verið nýrnaskemmdirnar og þvagblæði út frá þeim. 33. 27. nóvember. G. V. B-dóttir, 34 ára. Hafði blóðuppköst heima hjá sér, en lækni hennar tókst ekki að koma henni á sjúkrahús vegna piássleysis. Er hann hafði loks fengið spítalapláss, var konan lát- in. Við krufningu fannst stórt magasár, sem hafði nagað sig inn í brisið, sett þar gat á stóra slagæð og valdið svo mikilli blæð- ingu, að konan dó af því. 34. 29. nóvember. 7 mánaða svein- barn, sem fannst látið í rúmi sinu. Við krufningu fannst mjög mikið iungnakvef, svo að berkjurnar voru stíflaðar af því. Bólga á byrj- unarstigi fannst í báðum lungum. Greinileg beinkramareinkenni fundust á fótleggjum, brjósti og höfði. Ályktun: Banameinið hef- ur verið svæsið lungnakvef og 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.