Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 182
1952
— 180 —
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Borgarnes. Framfarir auðvitað mikl-
ar hér eins og annars staðar, einkum
að þvi er snertir vélavinnu við hvers
konar störf, og eykst hún með ári
hverju. Fyrir framtíðina verður sjálf-
sagt áhrifaríkust framræsla mýranna,
sem væntaniega ber ríkulegan ávöxt,
að sumu leyti jafnvel nú þegar. Vegir
og sími lengjast með ári hverju, og
verður þess vonandi ekki langt að
biða, að öll heimili i sveitinni hafi
síma. Nú er orðið bílfært á léttum bíl
að sumarlagi á alla bæi, að heita má,
sem ekki eru girtir sæ.
Þingeijrar. Togari var keyptur hing-
að. Kom um mitt sumar, hefur veitt
fyrir hraðfrystihúsið og aukið þannig
mjög atvinnu. Lokið við að ryðja veg
út i Keldudal.
Flateyrar. Á árinu var keyptur hing-
að b/v Gyllir. Var það til að auka at-
vinnu sjómanna og landmanna, þvi að
unnið var úr öllum aflanum hér. Egill
Skallagrímsson seldur og stærri bátur
keyptur í staðinn; ber hann sama
nafn. Framkvæmdir hjá hreppsfélagi
Flateyrar engar, þótt aðkallandi verk-
efni séu nóg, ekki sizt það að hefta
sandfok hér á eyrinni. Á Suðureyri
var lokið við góða rafstöð, vatnsveita
aukin og sett upp olíuhitun við sund-
laugina til að skerpa á heita vatninu
þar. Einnig var unnið að viðgerð á
brimbrjótnum, sem hafði sprungið illa
og sigið um veturinn. Verbúð var reist
fyrir 50 manns og allt rúm fullskipað
í haust. Á veturna lætur hreppsfélag-
ið halda öllum aðalgötum þorpsins
bílfærum með jarðýtu. Að öðrum kosti
væri leiðin út á brimbrjót ófær og
vöruuppskipun þar engin. Er þetta
kostnaðarsamt í annarri eins snjóa-
kistu og Suðureyri er. Grafið var í
allt sumar á Ingjaldssandi með skurð-
gröfu allt til jóla. Þar eru flestir ung-
ir, athafnasamir bændur, sem hyggja
á að stækka búin og auka ræktað land.
Unga fólkið unir sér þar vel. Vegur
er frá Núpi að Ingjaldssandi um Gerð-
hamradal, vel lagður og ofaniborinn.
Á tveim smáköflum situr vatn i hon-
um, en auðvelt er að laga það, og
væri þá vegurinn vel jeppafær all-
lengi. Hef ég þrisvar orðið að fara þá
leið, þvi að sjóleið var ófær. Á Völl-
um var gerð vatnstúrbína af sonum
ábúandans þar. Hafa þeir orð fyrir
hugvitssemi og lagvirkni.
Sáðavíkur. Ræktunarframkvæmdir
talsverðar. Unnið að vegagerð i kring-
um ísafjörð. Brú gerð á Selá í Skjald-
fannardal og á Dvergasteinsá i Súða-
vikurhreppi. Unnið að endurbótum á
hraðfrystihúsi Kaupfélags ísfirðinga á
Langeyri.
Hólmavíkur. Unnið var að virkjun
Þverár i nágrenni Hólmavikur, og er
vonazt til, að stöðin komist i notkun
á næsta ári. Fátt annað er hægt að
tína til, nema þá að bátar voru keyptir
til Hólmavikur og Drangsness, 1 á
hvorn stað.
Hvammstanga. Lokið við vatnsveitu
fyrir Hvammstangakauptún. Kostnað-
ur við hana varð um kr. 470000.00.
Ríkisstyrkur árið 1952 kr. 25000.00.
Þetta er að vísu allþungur baggi á fá-
mennu og fátæku hreppsfélagi, en þó
vel til vinnandi, svo mikil nauðsyn
sem það var að fá gott og ríkulegt
neyzluvatn. Talsvert unnið að jarða-
bótum, framræslu og landbroti, með
skurðgröfum og jarðýtum á vegum
Búnaðarsambands Vestur-Húnavatns-
sýslu eins og áður. Nokkuð unnið að
nýlagningu vega, aðallega á Vatnsnesi.
Blönduós. Mikið um verldegar fram-
kvæmdir í sveitunum, einkum upp-
þurrkun og jarðrækt.
Sauðárkróks. Lokið var við að
koma rafmagni frá Gönguskarðsár-
virkjuninni fram að Varmahlíð og
Löngumýri. Einnig lokið við byggingu
lítillar niðursuðuverksmiðju fyrir sild,
og var soðið þar niður dálítið af smá-
síld, sem veiddist á Skagafirði. Á síð-
ast liðnu sumri var byrjað á fram-
kvæmdum við hitaveitu Sauðárkróks,
og miðaði þvi verki vel áfram, en
þegar verkfallið skall á 1. desember,
var nokkuð af efni óafgreitt i Reykja-
vík, svo að verkið stöðvaðist í bili.
Hefði að líkindum annars verið að
mestu lokið um áramót.
Hofsós. Á árinu tók til starfa ný
beinamjölsverksmiðja á Hofsósi. Tek-
ur hún til vinnslu allan fiskúrgang
jafnharðan og aflast. Er þetta til mik-