Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 183
— 181 —
1952
illa þrifa fyrir þorpið, þar sein venjan
var áður að dreifa þessu um tún og
garða með tilheyrandi ýldufýlu og
flugnamori.
Siglii/]. Á undanförnum árum liefur
orðið meira og minna áberandi skort-
ur á neyzluvatni bæjarbúa, og hefur
einkum borið á þvi, þegar sildarverk-
smiðjurnar hafa verið i gangi (sem
þvi miður hefur verið of sjaldan);
hefur þá einkum borið á vatnsleysi í
þeim húsum bæjarins, sem efst standa.
A árunum 1950 og 1951 var þvi farið að
huga fyrir nokkurri stækkun á vatns-
veitu bæjarins, og kom þá til álita,
hvaðan sú aukning skyldi tekin. í því
sambandi þótti nauðsynlegt að athuga
hreinleika og gerlagróður þess vatns,
sem helzt var um að ræða. Voru því
tekin sýnishorn af því vatni, sem nær-
tækast þótti, og send Atvinnudeild Há-
skólans. Rannsóknir þessar leiddu í
ljós, að gallalaust drykkjarvatn var
hvergi nærtækt og yrði að sækja það
langt fram i Hólsdal. Er þetta verk
nú hafið, en kostnaðar vegna verður
því eigi lokið fyrr en á næsta ári eða
árum.
Ólafsfj. Mikið unnið við hafnar-
gerðina. Norðurgarður lengdur um 40
metra. Notuð til þess tvö steinsteypu-
ker 10x15 metra löng. Þeim sökkt
með millibili og fyllt upp á milli.
Grjót hreinsað úr botni hafnarinnar
við bryggjur.
Akureyrar. Héraðslæknir skrifar
langt mál um hina farsælu togaraút-
gerð á Akureyri og segir meðal ann-
ars: Þessi togaraútgerð hefur veitt
feikna mikla atvinnuaukningu í bæ-
inn, og veitti sannarlega ekki af því.
Þegar á það er litið, að á árinu 1952
mun togaraútgerð bæjarins hafa greitt
um 8(4 milljón króna í bein vinnu-
laun og á árinu 1953 ca. 13 milljónir
vegna sama, auk annarra beinna og
óbeinna greiðslna til verzlana og' ann-
arra fyrirtækja í bænum, verður ljóst,
hversu gífurlega þýðingarmikill og
lifsnauðsynlegur þessi atvinnurekstur
er bænum, og hversu mjög efnahags-
leg tilvera margra bæjarbúa veltur á
því, að útgerð þessi gangi vel. Ekki
mun heldur annað hægt að segja en
hún hafi gengið betur en bjartsýnustu
menn dreymdi um, og reynslan hefur
sýnt, að rekstur togaraútgerðar frá
Akureyri er ekki það glæfrafyrirtæki,
sem margir töldu það vera fyrir 1947.
Grenivikur. Ekkert unnið að fram-
hahli þjóðvegarins til Grenivíkur i sum-
ar, né heldur að bryggjusmiði, en nú
er ákveðið að vinna eitthvað að hvoru
tveggja i sumar. Lítið varð þess vart,
að nokkuð miðaði með að fá rafmagn
hingað í sveitina og þorpið. Simi var
lagður út Látraströnd í sumar, og
hefur hans lengi verið þörf þangað.
Nú síðast liðið vor fengu margir
hændur dráttarvélar og sláttuvélar við
þær. Létti þetta ákaflega alla vinnu,
sérstaklega við heyskapinn. Nokkrir
hændur byrjuðu i sumar að láta jafna
úr ruðningunum eftir skurðgröfuna,
sem hér hefur verið að vinnu tvö
undanfarin sumur, og sá i þá grasfræi,
en mörg ár tekur að koma i rækt öllu
því flæmi, sem þurrkað hefur verið
upp með skurðunum.
Þórshafnar. Lokið dýpkun hafnar-
innar á Þórshöfn. Þó vantar enn mik-
ið á, að höfnin liér sé sæmilega örugg.
Er bátaskaðinn á síðast liðnum vetri
glögg sönnun þess. Hafin bygging
fiskimjölsverksmiðju á Þórshöfn.
Stofnað ungmennafélag á Þórshöfn.
Vopnafj. Eng'ar stórframkvæmdir i
héraðinu á árinu.
Bakkagerðis. Síðast liðið sumar tók
til starfa dísilrafstöð, sem fullnægja
mun rafmagnsþörf þorpsins fyrst um
sinn. Ilafnargarðurinn var lengdur
dálítið, svo að nú geta smærri skip,
svo sem Herðubreið, legið við hann,
þegar sæmilega gott er i sjóinn. Hægt
gengur að koma héraðinu í samband
við vegakerfi landsins, en eitthvað
mun þó hafa þokazt i áttina á árinu.
Seyðisfj. í suinar og haust var bætt
brunnum við vatnsveitu kaupstaðar-
ins. Bætti það mjög úr vatnsskorti,
sem farinn var að gera vart við sig,
einkum i þurrkum á sumrin. Hafnar
voru einnig i liaust framkvæmdir við
stækkun bæjarbryggjunnar í kaup-
staðnum. Gerð var allstór uppfylling,
en síðan verður byggð framan við
hana trébryggja, áföst við gömlu bæj-
arbrygg'juna, sem stækkar við þetta
um allt að helming. Mun uppfylling-