Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 190
1952
— 188 —
5. Stofnfjárhæð: Engin.
6. Stjórn: Samkvæmt lögum eiga
sjóðir þessir að vera i umsjá ráð-
herra, framkvæmdin hefur orðið
sú, að landlæknir hefur þá í sinni
vörzlu, en að sjálfsögðu undir
yfirstjórn ráðherra.
7. Hvar og hvernig ávaxta skuli: Fé
sjóðanna skal jafnan vera hand-
bært og ávaxtað á tryggum stað.
8. Tilgangur: Fé læknishéraðasjóða
skal varið til þess að tryggja eftir
föngum, að læknisliéruð séu sem
sjaldnast læknislaus, svo sem með
því að leggja það til læknisbú-
staða cða annars þess, sem ætla
má, að verði til þess að gera
héruðin eftirsóknarverðari fyrir
lækna eða horfi til endurbóta á
heilhrigðismálum héraðanna.
9. Starfsemi hefst: Engin ákvæði.
10. Starfstilhögun: Eftir að landlækn-
ir hefur leitað álits hlutaðeigandi
héraðsbúa, gerir hann tillögur um
fjárveitingar úr læknishéraðasjóð-
um, en ráðherra tekur ákvarðanir
um þær.
11. Starfslok: Engin ákvæði.
12. Skipulagsskrá: Engin.
13. Sjóðseignir í árslok 1954 (26
læknishéraða, sbr. siðasta reikn-
ing sjóðanna í 8. tbl. Lögbirtinga-
blaðs 1955): Kr. 453979,29 —
fjögur hundruð fimmtíu og þrjú
þúsund níu hundruð sjötíu og níu
og 29/100.
14. Reikningshald og birting reikn-
inga. Engin ákvæði. (Reikningar
sjóðanna hafa árlega verið birtir
í Lögbirtingablaði, í fyrsta sinn
í 4. tbl. 1936.)
VI.
1. Heiti: Gjafasjóður Sturlu Jóns-
sonar.
2. Stofnandi: Sturla Jónsson, kaup-
maður í Reykjavík.
3. Iivenær stofnaður: 1. júli 1948.
4. Helgaður minningu: Foreldra
stofnanda, Jóns Péturssonar, há-
yfirdómara, og Sigþrúðar Frið-
riksdóttur.
5. Stofnfjárhæð: Kr. 50000,00 —
fimmtíu þúsund — 1. veðréttar-
bréf Sturlu Friðrikssonar i hús-
eigninni Laufásveg 51 i Reykja-
vík.
6. Stjórn: Förstöðulæknir hins vænt-
anlega barnaspítala Kvenfélagsins
Hringsins, landlæknir og yfir-
hjúkrunarkona barnaspitalans.
7. Hvar og hvernig ávaxta skuli:
Það fé sjóðsins, er innborgast í
vöxtum og/eða afborgunum af
framannefndu veðskuldabréfi, skal
ávaxtast í veðskuldabréfum eða
öðrum tryggum verðbréfum, er
ríkissjóður ábyrgist, og skulu
bréfin áritast um, að þau séu eign
sjóðsins. Fjárhæðir, er ekki nema
kr. 1000,00, mega þó standa i
sparisjóði. Þar til spítalinn tekur
til starfa leggjast allir vextirnir af
sjóðnum við höfuðstólinn. Stofn-
fé sjóðsins og það, sem við hann
kann að leggjast samkvæmt skipu-
lagsskrá, má aldrei skerða.
8. Tilgangur: Að styrkja fátæk börn,
er þarfnast spitalavistar á barna-
spitala þeim, er Kvenfélagið
Hringurinn í Reykjavík gengst
fyrir byggingu á.
9. Starfsemi hefst: Er hinn væntan-
legi barnaspítali tekur til starfa.
10. Starfstilhögun: Þegar sjóðurinn
tekur til starfa, má verja %o —
niu tíundu — hlutum af vöxtum
hans ár hvert, en skal ávallt
leggjast við höfuðstólinn. Þeim
vöxtum, er koma til úthlutunar
árlega, skal verja til styrktar fá-
tækum börnum, er á barnaspital-
anum dvelja og ekki þiggja af
sveit, eða foreldrum þeirra, til
fatagjafa eða á annan hátt, þegar
þau fara af spítalanum, og ákveð-
ur sjóðstjórnin, hvort styrkurinn
skuli veittur í einu lagi eða hon-
um skipt milli fleiri barna.
11. Starfslok: Engin ákvæði.
12. Skipulagsskrá: Nr. 106 4. ágúst
1949.
13. Sjóðseign (í árslok 1954): Kr.
67233,03 — sextíu og sjö þúsund
tvö hundruð þrjátíu og þrjár og
3/100.
14. Reikningshald og birting reikn-
inga: Reikningar sjóðsins skulu
birtir árlega i B-deild Stjórnar-