Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 193
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1954.
1/1954.
Dómsmálai’áðuneytið hefur með bréfi, dags. 20. febrúar 1954, leitað
umsagnar læknaráðs í hæstaréttarmálinu nr. 184/1953: Ákæruvaldið
gegn R. W., A. A. og E. G.
Málsatvik eru þessi:
Fimmtudaginn 12. marz 1953, um kl. 12.30, fannst maður að nafni
Ó. O., ..., Reykjavík, f. 8. júní 1891, slasaður í bifreið, er stóð fyrir
utan húsið nr. 10 við ... í ... vík. Að sögn lögreglumanns þess, er á
vettvang kom, sat slasaði í stýrissæti bifreiðai’innar vinstra megin og
hálfhallaði sér út af til hægri. Slasaði var með rænu, en máttfarinn
mjög og allur blóði storkinn. Hann gat engar upplýsingar gefið utan
sagt til nafns síns.
Héraðslæknirinn í . . .vík, . . ., var þegar sóttur, og lét hann flytja
slasaða á lækningastofu sína. 1 læknisvottorði héraðslæknisins, dags.
13. marz 1953, segir svo:
„12. marz 1953, kl. c. 1 e. h. var komið með ofangreindan sjúkling
á lækningastofu mína, og hafði hann eftirtalda sjáanlega ávei’ka:
c. 1 cm neðan við vinsti’a kjálkabarð var c. 6—7 cm langur skurður,
mjög djúpur, nærri upp í munnhol, en stórar slagæðar heilar. Skurð-
ui’inn var sennilega eftir eggveikfæri (hníf?). Hafði maðurinn auð-
sjáanlega nxisst mikið blóð, var alblóðugur í andliti, og skyrta alblóðug
og jakki mikið blóðugur. Auk þess voru nasaholur fullar af storknuðu
blóði.
Hægri ökli stokkbólginn (sennilega brotinn) og mjög aumur. Auk
þess mikil eymsli uppi undir hægra hné. Marinn á báðurn upphand-
leggjum og á baki hægra megin og kvið. Á hægra auga glóðarauga.
Á háhnakka stór kúla (ekki opin) og bólga. Maðurinn var rænu-
lítill. í staðdeyfingu var hálsskurður hreinsaður og saumaður. Bund-
inn bakstur um h. ökla. (Penisillinsprautur). Þess skal getið, að lög-
reglan í .. .vík kom með sjúkl. til mín og flutti hann inn í Reykja-
vík að lokinni aðgerð.“
I vætti sama læknis í sakadómi . ..vikur 8. janúar 1954 segir, að
fullmikið sé sagt í fyrr greindu vottorði, að skurðurinn á hálsi slas-
aða hafi verið mjög djúpur, því að nánar til tekið hafi hann verið
í gegnum skinnið og' fituvef og náð inn í vöðvahimnur (fasciur).
Vitnið telur ólíklegt, að um stungu hafi verið að ræða, heldur miklu
frekar skurð með sléttum börmum, bólgulausum og ómörðum. Vitnið