Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 195
193 —
1952
Sjúkl. hresstist allmikið eftir aðgerðina og getur nú skýrt frá nafni
og heimilisfangi. Hann svarar dræmt og er bersýnilega mjög ruglaður.
Um horfurnar er ekkert ákveðið hægt að segja að svo stöddu.“
Slasaði andaðist hinn 24. marz 1953, og 25. s. m. fór fram réttar-
krufning á líki hans. í krufningarskýrslu prófessors Níels Dungal,
kennara i réttarlæknisfræði við háskólann, dags. s. d., segir svo, eftir
að hann hefur stuttlega rakið sjúkrasögu sjúkíingsins í samræmi við
framan ritað:
„Likskoðun: Líkið er af 171 cm háum karlmanni í meðalholdum.
Hér og þar á líkinu eru smámarblettir, gómstórir, og fáir meira, allt
upp í barnslófastórir, einkanlega á liægra handlegg. Einnig er allstór
blæðing á framanverðum legg frá miðju og niður á rist á hægra fæti.
Á neðanverðu vinstra kjálkabarði er 5 cm langt ör, sem er með dálítið
ójöfnum börmum, en það er næstum gróið. Ekki finnast nein brot á
beinum, hvorki á útlimum né á brjósti.
Krufningin:
Enginn vökvi er í brjóstholi né kviðarholi. Hjartað tekið fram:
Vegur 365 g. Það er eðlilegt að sjá, og hjartavöðvinn mælist á þykkt
um 13 mm í vinstra ventriculus. Ekkert athugavert við hjartalokur,
hjartaæðar eru með dálitlum kalkbreytingum, einkanlega vinstri
greinin, en engar stíflur er þar að finna. 1 aorta er talsvert af kalki í
aortaboganum. Ekki þó neinar stórar skellur. Talsvert ber á athero-
matosis i kransæðunum og í aorta abdominalis. í brjóstholinu er um
30 cc af tærum, gulleitum vökva.
Lungun tekin út: Þau eru mjög þung og vökvamikil, en eru
ekkert vaxin við brjóstvegginn. Við áþreifingu finnst, að hægra megin
er allmikill þéttleiki í bakflötum, einkanlega beggja neðstu lappanna.
Þegar þau eru skorin upp, vellur blóðlitaður vökvi úr skurðfletinum,
sem er dökkrauðleitur, sléttur. Neðri lobi beggja lungna eru greini-
lega þéttari en eðlilegt er, en lítið misþéttir. Hyperæmia sést í berkju-
slimhúðinni, en engin merki um berklabreytingar eða bólgur eða neitt
að öðru leyti var að finna.
Lifrin vegur 1140 g. Hún er móbrún og deigkennd átöku. í gall-
blöðrunni eru um 30 cc af dökkgrænu galli, dálítið þykku, en gall-
blöðruslímhúðin eðlileg og gallvegir opnir.
Miltið vegur 80 g. Það er dökkrautt að lit. í skurðfleti skefst
parenchymið ekkert upp með hníf.
Nýrun: Hægra nýra vegur 155 g, og vinstra nýra vegur 170 g.
Capsulan er laus á og yfirborðið slétt. Enginn munur á pyramidal- og
corticalvef. Ekkert athugavert við pelves eða ureteres. í þvagblöðr-
unni voru um 500 cc af nokkurn veginn tærum vökva. Slímhúðin í
þvagblöðrunni er eðlileg og prostata er eðlilega stór og eðlileg á skurð-
fleti.
Hálslíffærin tekin út: Gl. thyreoidea vegur 4 g og er mjög lítil að sjá,
en eðlileg á skurðfleti. Dálítil hyperæmia er í trachea, í slímhúðinni,
en vélindaslímhúðin er eðlileg. Maginn inniheldur sama og engan
vökva, og smáblæðingar sjást í slímhúðinni, en annars er ekkert að
sjá. Pancreas og gl. supraren. eru eðlileg. Þarmarnir innihalda dálítið
af þunnum fæces, og sést smávegis hyperæmia í mjógirni í slímhúð-
25