Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 196
1952
194 —
inni. Engar blæðingar var þar að finna og engin merki um sár eða
tumora.
Heilabúið opnað: Framanvert við eyrun liggur skurðlína þvert yfir
höfuðið, og má segja, að ör þetta sé sæmilega gróið. Höfuðleðrinu er
flett af, og kemur þá í ljós, að talsvert mikið blóð er undir höfuð-
leðrinu og ofan á calvarium, einkanlega hægra megin. Calvarium er
nú tekið af, og kemur þá í Ijós, að subarachnoidealblæðing er um allan
heilahelming vinstra megin. Annað var ekki að sjá, þegar calvarium
er tekið af. Heilinn er síðan tekinn út: Hann vegur 1330 g. Sést þá
einnig, að talsverð subarachnoidealblæðing er á nokkrum stöðum,
einkanlega á gómstórum bletti, fremst í temporalregio, og er það
hægra megin og aftanvert og ofaná öllum litla heilanum sams konar
subarachnoidealblæðing. Gerður er slturður í gegnum heilann, og
kemur þá í ljós, að aftanvert í corpus callosum eru vinstra megin
margar smábíæðingar (purpura) á rúmlega kriueggs stóru svæði, en
engar stærri blæðingar eru þar merkjanlegar. í litla heilanum hægra
megin eru einnig smá punktblæðingar.
Ályktun: Við líkskoðun og krufningu fundust margir marblettir
víðs vegar á útlimum og nýgróið sár neðan á vinstra kjálka. Ekkert
brot fannst á höfuðbeinum né neinu öðru beini. Allútbreiddar blæð-
ingar fundust undir heilahimnum (subarachnoidealt), mest yfir litla
heilanum, og í corpus callosum heilans vinstra megin margar smá-
blæðingar.
Banameinið virðist hafa verið heilahristingur (commotio cerebri)
með subarachnoideal-blæðingum og blæðingum inni í heila, sem allt
verður að teljast afleiðing af höfuðhöggi og getur hafa hlotizt af
höggi á vinstra kjálka. Lungnabólgan beggja vegna hefur loks gert út
af við sjúklinginn, og verður hún að teljast afleiðing af áverkanum
á höfuðið.“
I skýrslu Rannsóknarstofu háskólans, dags. 30. april 1953, segir svo:
„Við smásjárrannsókn á heila Ó. O. fundust þessar breytingar:
Corpus callosum: Mikið um hringblæðingar í kring um smærri og
stærri venur, og víða sjást thromboses í venunum. Utan um thrombosis
æðarinnar (sic) sjást sums staðar hringblæðingar, og hljóta þær að vera
eldri en æðastíflurnar. Enn fremur sést mikið af smærri og stærri
blæðingum á þessu svæði, svo að vefurinn er blóðinfiltreraður á stór-
um svæðum. Sums staðar er vefurinn greinilega í upplausn, og ber þar
mikið á phagocytum.
Corpus striatum (nucleus lentis): Hér sést einnig mikil disintegra-
tion á vef, og ber mikið á phagocytum. Ependym vantar á parti, og er
hér greinileg upplausn í vefnum.
Ályktun: Breytingarnar á heilavefnum eru sams konar og þær, sem
vanalegt er að sjá eftir mikinn heilahristing. Þær eru það miklar, að
telja verður sennilegt, að þær hafi valdið verulegri truflun á starfsemi
heilans og verið meginorsök að dauða mannsins, ásamt lungnabólg-
unni.“
Við rannsókn málsins kom í ljós, að kvöldið áður en ó. O. fannst í
bifreiðinni, var ölvunarsamkoma í húsinu nr. 9 A við . . .veg í . . .vík.
Húsráðandi var J. K.