Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 197
— 195 —
1952
Ó. mun hafa komið til J. um kl. 21 um kvöldið, þá mjög ölvaður, og
með nær fulla brennivínsflösku með sér. Voru þar þá staddir ákærðu
A. og W. Ó. dvaldist þarna til kl. 23.30 og drakk kaffi og eitthvað af
áfengi. Kl. 24.00 kom hann á heimili fyrrverandi skipstjóra síns að
.. .götu 50,.. .vík, með vel hálfa brennivínsflösku með sér, og drakk úr
henni, meðan hann stóð við, en var sagður mjög ölvaður, er hann kom
þangað. Frá . . .götu 50 fór Ó. um kl. 3.00 og slagaði mikið, er hann
gekk niður götuna frá húsinu.
Skömmu síðar barði hann að dyrum að .. .vegi 9 A hjá J. Voru
þar þá fyrir auk húsráðanda allir hinir ákærðu. Þau voru öll ölvuð
nema ákærði E.
Ó. mun hafa látið orð falla á þá leið, að viðstaddir væru að hafa
kynferðismök við J., og þýddi ákærði A. þau ummæli á ensku fyrir
ákærða W. Ó. stóð á stéttinni fyrir dyrum úti, en ákærði W. var
inni. W. kveðst hafa reiðzt ummælum Ó. og gengið fram og slegið
ó. á hökuna, svo að hann hrökklaðist aftur á bak og féll á jörðina.
Ó. reisti sig fljótlega upp við olnboga, og gengu þeir ákærðu Á. og W.
út til hans, reistu hann á fætur og gengu með hann út að hliði, þar
sem W. mun hafa veitt honum höfuðhögg, svo að hann féll í rot.
Að því búnu báru þeir A. og W. Ó. að gömlu fiskþvottakeri, sem stóð
þar skammt frá, lögðu liann í kerið, skildu hann þar eftir og fóru
aftur inn í húsið. Stuttu siðar fóru þeir að tala um, að manninum
mundi verða kalt í kerinu. Gekkst ákærði E. þá fyrir því, að þeir
félagar færu út að hlúa að manninum, og tóku þeir með sér ullar-
teppi. Kl. 3.00 um nóttina var veðrið WSW 9, rigning, hiti 3.4 C°, en
kl. 4.00 SW 5, þoka, hiti 6.0 C°. Rigning var, er þeir félagar komu út.
Síðan segir svo í forsendum héraðsdóms:
„Er þeir komu að karinu, lá Ó. þar og var ber niður að beltisstað,
og hraut hann eins og hann væri í djúpum svefni, og segist E. hafa
haldið, að hann væri víndauður. Þeir rumskuðu við honum, og virtist
hann þá vakna og tautaði eitthvað um, hvaða læti þetta væru. Ekki
hefur fengizt upplýst, hvort neinir áverkar sæjust á honum þá, enda
myrkur. E. reisti ó. við og breiddi yfir hann teppið og jakka hans
þar yfir. Bifreiðin ... stóð þar skammt frá, og ákváðu þeir félagar
að flytja hann inn í bílinn, því þar myndi fara betur um hann, en
ekki er vitað, hver átti uppástunguna að því. Vegna þess hve A. og
W. voru drukknir, tók E„ sem var ódrukkinn, Ö. á herðar sér og
bar hann að bilnum. Hægri hurð bílsins var lokuð með smekklás,
og var hún aflæst, en sú vinstri var lokuð með klinku, sem fest var
í hurðarstafinn og 5 tommu nagla rennt gegn um klinkuna og í gat,
sem borað var i hurðina, og virðist sú hurð, sem er stýrismegin, hafa
verið opin. E. setti Ó. niður í dyragætt vinstra megin, og var ó. þá
með nokkurri rænu, því hann leitaðist við að streitast á móti, þegar
þeir félagar reyndu að koma honum alveg upp í bílinn. Það var þá,
að A. hafði á orði, að bezt væri að svæfa manninn og kom á hann
höggi á vinstri kjálka, og dasaðist Ó. svo við það, að þeim reyndist
auðvelt að koma honum upp í bílinn eftir það. Þeir félagar voru
nokkuð lengi að bisa við Ó. þarna við bílinn, og var A. allan tímann
mjög æstur og vildi fá að koma á hann höggi, en E. og W. vörnuðu