Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 199
— 197
1952
Vandræðauppeldisleysi, sem á honum hefur verið, og unggæðings-
legt áfengisviðbragð, eru sennilega meginskýringarnar á því, hvernig
fyrir honum er komið.“
Málið var fyrst lagt fyrir læknaráð með bréfi dómsmálaráðuneyt-
isins, dags. 21. janúar 1954, þar sem eftirfarandi spurningum var
beint til ráðsins skv. beiðni sækjanda málsins, Sigurðar Reynis Pét-
urssonar, hdl., í bréfi dags. 15. s. m.:
1. Hvert hafi verið dánarmein Ó. heitins O.
2. Hvort rekja megi banameinið, svo öruggt sé, til höl'uðhögga þeirra
og áverka, sem ó. heitinn hlaut aðfararnótt fimmtudagsins 12.
marz s. 1. 1 því sambandi er spurt, hvort banameinið geti beint
eða óbeint hafa staðið í sambandi við:
a. Högg á vinstri kjálka.
b. Högg á höku.
c. Áverkann utan við hægra auga.
d. Áverkann á háhnakka.
e. Skurðinn undir vinstra kjálkabarði ásamt blóðmissi, er lion-
um fylgdi.
3. Hvort dánarorsökina megi frekar rekja til viðureignarinnar við
dyrnar og hliðið (W.). Sé hér talið um samverkandi orsakir að
ræða, þá hvora eftir öllum atvikum megi telja ríkari orsök.
4. Hvort lega Ó. heitins úti í fiskþvottakerinu geti hafa verið sam-
verkandi orsök dauðsfallsins. Enn fremur hvort vera hans í bíln-
um geti hafa verið samverkandi orsök þess.
5. Hvort telja megi, að áfengisneyzla og ölvun Ó. heilins hafi, með
tilliti til æðakölkunar o. s. frv., verið að meira eða minna leyti
meðverkandi orsök dauðsfallsins.
6. Hvort flutningur Ó. til Reykjavíkur, eins og hann var fram-
kvæmdur, geti hafa átt þátt i afleiðingum og hvort ráðlegt hafi
verið, eins og á stóð, að flytja hann þangað.
7. Hvort ætla megi, að skurðurinn undir kjálkabarði hins látna
hafi verið eftir hníf eða annað eggverkfæri, eða hvort skurður-
inn hafi getað stafað af því, að Ö. hafi skorið sig á gleri, eða
hvort hugsanlegt sé, að hann geti hafa verið eftir hnefahögg.
Með bréfi læknaráðs, dags. 25. janúar s. 1., var málinu visað frá
læknaráði á þeim forsendum, að það væri lagt fyrir á breiðari grund-
velli en svo, að eingöngu væri æskt umsagnar varðandi læknisfræði-
leg atriði.
Er málið var lagt fyrir nú, fylgdi svo hljóðandi greinargerð með
spurningunum frá sækjanda málsins, Sigurði Reyni Péturssyni, hdl.:
Spurning í. Ástæða þess, að spurning þessi er fram borin, er sú,
að ályktun læknaráðs um banameinið hlýtur að teljast öruggari en
ályktanir eins læknis. Auk þess verður að benda á, að ályktanir um
banameinið eru tvær í málinu, hin fyrri eftir krufningu og hin siðari
eftir smásjárrannsókn á heila og virðist ekki frá leikmannssjónarmiði
a. m. k., að um fullt innbyrðis samræmi á milli þeirra sé að ræða.
Skv. fyrri ályktuninni virðist lungnabólga sem afleiðing höfuð-
áverka gera út af við Ó. heitinn. Skv. þeirri síðari virðist almenn