Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 200
1952
— 198 —
truflun á starfsemi heilans eftir heilahristing ásamt lungnabólgunni
hafa verið meginorsök dauðsfallsins.
Auk þessa vil ég benda á, að skv. læknaráðslögunum er það einmitt
tiltekið sem eitt af megin hlutverkum læknaráðs að láta í té umsögn
um dánarmein.
Spurning 2. Að sjálfsögðu er það dómstólanna að meta endan-
lega, hvort nægilegt samband sé á milli dánarmeinsins og athafna
hinna ákærðu, en hitt er jafn augljóst, að álit lækna um þetta atriði
getur orðið hér mjög til leiðbeiningar. Verði talið, svo sem próf.
Dungal gerir, að banameinið verði rakið til höfuðhögga, virðist liggja
beint við að spyrja um samband þess við högg þau og áverka, sem
um ræðir í málinu.
A. sló Ó. heitinn á vinstra kjálka. Þess vegna er spurt um samband
slíks höggs við banameinið. Á sama hátt telur W. sig hafa slegið Ó.
tvisvar á hökuna, og er því spurt um, hvort slík högg verði sett í sam-
band við dánarmeinið.
1 annarri ályktun próf. Dungal er að finna hugleiðingar um, að
banameinið geti verið afleiðing' af höggi „á vinstra kjálka“. Virðist
það sönnun þess, að hér sé verið að fjalla um læknisfræðileg efni.
Spurning 3. Eins og fram kemur í gögnum málsins, slær W. Ó.
heitinn tvö högg í höfuðið, hið síðara þannig „að hann lá kyrr“.
Nokkru síðar bera þeir A. hann að fiskþvottakeri, er þar var skammt
frá, og er hann meðvitundarlaus, er þeir leggja hann í kerið. Nokkru
síðar taka hinir ákærðu Ó. úr kerinu. Rankar þá Ó. við sér og tautar
á þá leið, „hvaða læti þetta séu“. Við bílinn rankar hann aftur \ið
sér og „streitist á móti“. Þá slær A. hann í öngvit.
Nú virðist eltki fyrirfram útilokað, að læknaráð geti gefið bend-
ingar um, af ofangreindum atvikum eða öðru því, sem fram kemur
í gögnum málsins, hvort sennilegra sé, að högg beggja eigi sinn þátt
í afleiðingum eða þá hitt, að ráðið geti rakið heilahristinginn til
högga annars hvors þeirra A. eða W. eingöngu. Því hefur t. d. verið
hreyft af W., að Ó. heitinn hafi komið til slíkrar rænu, eftir að
W. sló hann, að slíkt hefði ekki getað átt sér stað, ef hans högg
hefðu valdið heilahristing eða heilablæðingu.
Spurning 4. Þar sem lungnabólga virðist vera verulegur þáttur
í dauða Ó. heitins, virðist sjálfsagt, að spurt sé, hvort vosbúðin í
kerinu og bílnum geti ekki átt einhvern þátt í dauðsfallinu. Þessi
spurning er mikilvæg að því leyti, að svar við henni gæti skorið úr
um það, hvort athæfi E. G. verði sett í samband við dánarmeinið eða
ekki. Ég vil hér minna á, að Hæstiréttur hefur einu sinni beint alveg
hliðstæðri spurningu til ráðsins, Hrd. 1945, bls. 442.
Spurning 5. Því hefur verið haldið fram af verjanda W„ að ölvun
Ó. heitins hafi með tilliti til heilbrigðisástands hans almennt, svo
sein æðakölkunar o. þ. h„ mjög stuðlað að því, að afleiðingarnar af
högguin þeirra ákærðu hafi orðið aðrar og meiri en ella mundi. Er
þessi spurning því fram borin. Vera mætti, að af krufningarskýrslu
mætti ráða, að heilbrigðisástand Ó. heitins hafi verið sérstaklega
slæmt og hann því t. d. viðkvæmari fyrir höggum og hnjaski en al-
mennt gerist. Um þetta ætti læknaráð að geta gefið upplvsingar.