Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 201
— 199
1952
Spurning 6. Við framhaldsrannsókn í málinu kom i ljós, að Ó.
heitinn var fluttur til Reykjavíltur í nýlegri, upphitaðri Dodge-bif-
reið, og virðist sækjanda málsins, að ekki verði með rökum að flutn-
ingi þessum fundið. Hins vegar var framhaldsrannsókn látin fram
fara af þeim sökum, að heyrzt hafði, að flutningnum hafi verið
ábótavant, og gat þá hvort tveggja verið, að Ó. hefði orðið kalt á
leiðinni til Reykjavíkur og lungnabólgan þaðan komin eða að mikill
hristingur í bíl á leiðinni hefði aukið á heilahristinginn. Álit ráðsins
um flutninginn er æskilegt og spurningin því fram borin.
Spurning 7. Undir kjálkabarði Ó. heitins var töluvert langur
skurður, er héraðslæknir telur sennilegt, að sé eftir hníf eða annað
bitvopn. Vitnið F. G., sem sá sár þetta, segir, að sér hafi virzt þetta
hrein hnífsstunga, því ekki hafi hann séð bólgu eða mar í kringum
sárið. Upplýst er í málinu, að einn hinna ákærðu hafi haft hníf á sér,
en hann hefur neitað að hafa beitt honum. Spurningin er fram borin
til þess að fá álit læknaráðs á því, hvort vafi geti á því leikið, eftir þvi
sem fyrir liggur, að hér sé um hnífsstungu að ræða.“
Málið er að þessu sinni lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við framangreindum 7 spurningum Sigurðar Reynis
Péturssonar, hdl. Auk þess er bætt við 8. spurningunni um það, hvort
ráðið fallist á ályktun dr. med. Helga Tómassonar um andlegt ástand
og sakhæfi A. A.
Loks er þess beiðzt, að læknaráð láti uppi álit sitt um önnur efni,
sem það kynni að telja skipta máli í þessu sambandi.
Til vara er beiðzt svars við eftirfarandi spurningum:
1. Hvert hafi verið banamein Ó. heitins O.
2. Ef meginorsök dauðsfallsins verður talin heilahristingur og blæð-
ingar inn á heila, er spurt: hvort sú staðreynd, að Ó. rankar
við sér við fiskþvottakerið og streitist á móti við bílinn, útiloki,
að hann hafi þá verið búinn að fá einhvern heilahristing eða
lieilablæðingu.
3. Hvort lega Ó. heitins í kerinu og vera hans í bílnum með þeim
hætti, er í gögnum málsins greinir, kunni að vera samverkandi
orsök að dauða hans.
4. Hvort ráðið fallist á ályktun dr. Helga Tómassonar um andlegt
ástand og sakhæfi A. A.
Við meðferð málsins í réttarmáladeild viku sæti þeir prófessor
Níels Dungal og dr. med. Helgi Tómasson, en í stað þeirra komu pró-
fessorarnir dr. Jóhann Sæmundsson og dr. Júlíus Sigurjónsson.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1: Ráðið fellst á ályktun próf. Níelsar Dungal í krufningarskýrslu,
dagsettri 25. marz 1953 og áréttingu hans í greinargerð um
smásjárrannsókn, dagsettri 30. april 1953, að banamein ó. O.
hafi orsakazt af höfuðáverka og' að lungnabólgan, sem að lokum
leiddi hann til dauða, beri að teljast fylgikvilli.