Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 202
1952
— 200
Ad 2: Ekkert mælir gegn því, að banameinið geti hafa orsakazt af
höfuðáverkum þeim, sem um getur undir stafliðum a—d, en
ekki er unnt að meta þátt hvers og eins þeirra samkvæmt þeim
gögnum, sem fyrir liggja.
Ad staflið e: Skurðáverkinn út af fyrir sig getur ekki talizt
meðvirk dánarorsök.
Ad 3: Spurningu þessari, að þvi er varðar réttarlæknisfræðileg atriði,
er þegar svarað með annarri spurningu.
Ad 4: Ekki, að því er séð verður.
Ad 5: Samkvæmt krufningarskýrslum er ekkert, sem bendir til, að
svo hafi verið.
Ad 6: Ekki verður séð, að flutningur, eins og hann var framkvæmdur,
hafi átt þátt í afleiðingunum.
Ad 7: Skurðurinn, eins og honum er lýst, gæti verið eftir hvers konar
egg- eða oddhvassan hlut, en tæplega verður loku fyrir það
skotið, að hann gæti verið eftir högg á kjálkabarð, jafnvel
hnefahögg, sem þó virðist ólíklegt.
Ad 8: Já.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 14. marz
1954, staðfest af forseta og ritara 20. s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi Hæstaréttar, uppkv. 5. april 1954, var ákærður R. W.
dæmdur í 3 ára fangelsi, ákærður A. A. í 2 ára fangelsi og sviptur kosningarrétti
og kjörgengi og ákærður E. G. í 3 mánaða fangelsi skilorðsbundið. Akærðum var
öllum gert að greiða allan kostnað sakariunar.
2/1954.
Dómsmálaráðuneytið hefur með bréfi, dags. 4. marz 1954, leitað
umsagnar læknaráðs í hæstaréttarmálinu: Akæruvaldið gegn G. V.
Málsatvik eru þessi:
Fimmtudaginn 8. febrúar 1951 varð banaslys á . . .braut í Reykja-
vík, er ákærði G. V...götu, Reykjavík, f. 7. maí 1932, ók bifreiðinni
R. . .. á dreng að nafni G. G..vegi, Reykjavík.
Höfðað var opinbert mál á hendur bifreiðarstjóranum vegna slyss
þessa, og var héraðsdómur kveðinn upp í því hinn 8. nóvember 1952.
í forsendum dómsins segir svo meðal annars:
„Vafi hefur leikið á um sakhæfi ákærðs. I máli þessu var aflað um-
sagnar ..., læltnis (sérfræðings í tauga- og geðsjúkdómum i Reykja-
vík), um andlegt ástand ákærðs, og segir í vottorði hans, dags. 20. jan.
1953: „G. er að mínu áliti illa gefinn (inferioritas intellectualis) „treg-
viti“, en ekki fáviti, hann er viðkvæmur og þjáist af vanmetakennd,
eins og margt illa gefið fólk. Hann hefur verið geðveikur á köflum
a. m. k. 4 sinnum, ýmist þunglyndur eða ruglaður og þá æstur.“
Þá var aflað álits dr. Helga Tómassonar, yfirlæknis, um geðheil-
brigði ákærðs. Álitsgerð dr. Helga Tómassonar, yfirlæknis, er dagsett
26. júlí s. I., og segir svo í niðurlagi hennar: