Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 203
— 201 —
1952
„Álit mitt á G. V. er þetta:
Hann er sem stendur geðveikur, en mun ekki hafa verið það, er
slysið henti hann. Hann er hvorki fáviti né geðveill. Hann hefur
einnig nokkurn hjartasjúkdóm.
Geðveiki hans nú virðist í meginatriðum vefræns eðlis (svonefnd
syndroma organicum (Vortis)), en til viðbótar þeim einkennum eru
i augnablikinu sálræn einkenni, sennilega útleyst við rannsóknina.
Það er um að ræða tuttugu ára gamlan ógiftan verkamann. Geð-
veikissjúklingar eru í báðum ættum foreldra hans, faðirinn drykk-
felldur i fyrstu, nú á berklahæli. Drengurinn seinþroska, fékk m. a.
nýrnabólgu níu ára, fimmtán ára áfall á höfuðið, þá ennis- og kjálka-
bólgur, þá hjartaveilu, — sennilega byrjað að vinna of snemma eftir
áfallið, ruglaðist í þrjár vikur. Næsta ár fer hann til sjós, fær þar
áfengi og ruglast á ný i nokkra daga, vann svo rúmt ár, en fékk þá
enn sálræna geðveiki, sem læknast með rafroti. Reykir meira. Leti
setur að honum, hættir að vinna. Tók bifreiðarstjórapróf, tæpum mán-
uði síðar verður hann valdur að dauðaslysi, fær andlegt áfall við það
og ruglast enn. Er rafrotaður nokkrum sinnum, rýkur þá upp, ræðst
á fólk, fluttur í liæli, strýkur, fluttur aftur, strýkur á ný. Smájafnar
sig, fær vinnu við akstur, en sefur nú yfir sig, er sagður tregari i
hugsanagangi og hreyfingum, rekinn úr vinnu, fær aðra vinnu,
drekkur sig og sefur frá henni. Síðan atvinnulaus heima, en verður
heldur fyrir aðkasti fyrir landeyðuhátt. Úrskurðaður til geðheil-
brigðisrannsóknar. Sviptur ökuskírteini til bráðabirgða. Bróðir mikið
veikur. Oftekur sig e. t. v. Svefntruflun og skammhlaupaverk. Skv.
eigin og móður ósk innlagður á geðspítala. Hann finnur sig veikan,
máttlausan, þollítinn og kjarklitinn. Hefur organisk geðeinkenni, at-
hyglistregðu, lélegt næmi og minni á nýorðna hluti, samanborið við
eldri, hugar- og hreyfingatregðu, á erfitt með að halda sér vakandi,
óeðlilega morgunsvæfur, blóðþrýstingur í hærra lagi, er hálfsljór og
seinn að átta sig, einstaka sinnum skammhlaupaverk.
Vefrænu einkennin virðast mér sennilega tilkomin eftir rafrotin.
Eiginlega það eina, sem gæti komið til greina hjá manninum, er, að
um byrjandi geðklofa eða schizophreni hefði verið að ræða. En allur
gangur veikinda hans virðist mér mæla á rnóti því. Ef ineginálit mitt
á veikindum mannsins er nærri sanni, þá eru og nokkrar horfur á,
að honum smábatni með alllöngum tíma. Væri um geðklofa að ræða,
lægi sennilega aðeins fyrir, að manninum smáversnaði með árun-
um, en á þeim möguleika virðast mér hverfandi líkur.
Að mínum dómi hefur inanninum sennilega verið batnað geðveikis-
kast nr. 3 með afleiðingum þess þegar nokkru fyrir árslok 1950. Skv.
því hefði hann, ef um sök er að ræða, verið sakhæfur í febrúar 1951.
En með tilliti til þess, sem síðan hefur komið upp á lijá manninum,
virðist mér útilokað, að hann til dæmis taki út refsingu, þegar hann
er orðinn frískur af núverandi geðsjúkdómi sínum, sem sennilegast
er, að hann verði eftir alllangan tíma.“ “
26