Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Síða 75
73 —
1959
Keflavíkur. Viðloðandi allt árið.
Hafnarfj. Jafndreifð á allt árið. Ekki
illkynja.
2. Kvefsótt
(catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
1955 1956 1957 1958 1959
Sjúkl. 25008 21929 16738 21011 26631
D’ánir 7 7 2 7 3
Tilfelli með fleira móti, nokkuð jafnt
dreifð á árið. í engu talin frábrugðin
því, sem venjulegt er.
Akranes. Gerði að venju allmikið
vart við sig allt árið, einna mest sið-
ustu mánuði þess.
Patreksfí. Enginn verulegur faraldur.
Þingeyrar. Kvefsótt gekk flesta mán-
uði ársins. Allþungur faraldur i
nóvember og tók þá fólk á öllum aldri.
Flateyrar. Töluverð brögð að kvef-
sótt á árinu, mest áberandi haust og
vor, en einnig allmörg tilfelli i árs-
lok.
Hvammstanga. Talsvert um kvef,
einkum í marz—april og október,
sennilega afleiðing af hinu góða tið-
arfari (stillum), að fólk hafi ekki
klætt sig sem skyldi.
Blönduós. Með meira móti, einkum
um sumarið og haustið. Ekki var mik-
ið um fylgikvilla.
Höfða. Iívefsótt hefur stungið sér
niður allt árið, en aldrei verulegur
faraldur að.
Hofsós. Mikið kvefár, enda þótt
skráð tilfelli væru ekki fleiri en venju-
lega. Óvenjumörg tilfelli voru þung
og langdregin. Á útmánuðum var erfitt
að greina á milli kvefs og inflúenzu.
Olafsfí. í öllum mánuðum nema
april, mai og júní.
Akureyrar. Kvef með meira móti allt
árið og mjög þrálátt.
Grenivíkur. Iíom fyrir alla mánuði
arsins, minnst i nóvembermánuði, en
mest i marz og april og svo aftur í
ágúst og septembermánuði.
Breiðumýrar. Með meira móti, eink-
um seinna hluta sumars og um haustið.
Húsavíkur. Talsvert var um kvef
flesta mánuði ársins.
Kópaskers. Slæmt kvef gekk hér í
allt sumar og fram á haust, lagðist
þyngra á fullorðna.
Þórshafnar. Viðloðandi allt árið.
Aldrei skæð.
Seyðisfí. Alltof algengur kvilli. Ti!-
felli dreifð yfir alla mánuði ársins.
Nes. Illkynjaður faraldur yfir sum-
armánuðina og aftur í október—
nóvember.
Djúpavogs. Viðloðandi allt árið.
Kirkjubæjar. Ekki áberandi nema 2
mánuði ársins, í júlí og desember.
Víkur. Gekk allt árið.
Vestmannaeyja. Tilfellin jafnt dreifð
yfir allt árið, fylgikvillalaus.
Eyrarbakka. Mikið kvef árið um
kring, þó minnst 2—3 sumarmánuði.
Keflavíkur. Allt árið skráð tilfelli
nema júlí, ágúst og september.
Hafnarfí. Kom fyrir í öllum mánuð-
um ársins. Fæst tilfelli í júní—ágúst.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
1955 1956 1957 1958 1959
Sjukl. ,, ,, „ „ „
Dánir „ „ „ „ „
Hefur ekki orðið vart síðan 1951 og
þá aðeins 1 tilfelli.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
1955 1956 1957 1958 1959
Sjúkl. 26 1 2
Dánir „ „ „ „ „
Hvergi á skrá og hvergi getið.
5. Heilablástur
(encephalitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 5.
1955 1956 1957 1958 1959
Sjúkl. 20 9 4 4 8
Dánir „ „ „ „ „
Skráð i 2 héruðum, 7 tilfellanna í
Reykjavik.
Þórshafnar. 5 ára drengur, hraust-
ur frá fæðingu, fékk skyndilega jafn-
vægis- og taltruflanir. Varð daufur og
10