Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 77

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 77
— 75 — 1959 Eyrarbakka. Virðist fara i vöxt síð- ustu ár. Keflavikur. Allt árið skráð tilfelli. Hafnarff. Nokkur væg tilfelli flesta mánuði ársins. 10. Inflúenza. Töflur II, III og IV, 10. 1955 1956 1957 1958 1959 Sjúkl. 11044 11934 18386 1568 20100 Dánir 12 24 55 5 45 Inflúenzufaraldur hófst í marz, varð útbreiddur, náði hámarki í maí og var að mestu um garð genginn í lok júní. Sumir læknar telja veikina hafa verið allþunga og talsvert um alvar- iega fylgikvilla, svo sem lungnabólgu i gömlu fólki. Mannslát af völdum veikinnar voru óvenjumörg, eða næst- flest að tölu við það, sem orðið hafa af völdum inflúenzu siðan 1937. Rvík. Faraldur gekk um vorið, en stóð aðeins i tvo mánuði, april og mai. í nágrannalöndunum var farald- ur þessi vægur og þvi engar varúðar- ráðstafanir gerðar aðrar en þær, að fólki var gefinn kostur á bólusetningu, ef læknar töldu sérstaka ástæðu til vegna heilbrigðisástands þess. Kunn- ugt er um 4 sjúklinga, sem fengu hcila- liólgu upp úr inflúenzu, og dó einn þeirra. Tólf aðrir létust úr veikinni eða úr lungnabólgu upp úr heuni, fleslir gamalmenni yfir sjötugt. Akranes. Barst inn i héraðið í april og breiddist ört út. Skráð tilfelli í apríl og mai rúmlega 700, en varð svo ekki vart meira. Patreksff. Vægur faraldur í mai og júní. Þingeyrar. Allstór faraldur byrjaði í april og stóð út júnímánuð. Flateyrar. Nokkur tilfelli skráð. Helztu einkenni voru hár hiti, höfuð- verkur, hnakkastífleiki, dreifðir verk- ir í útlimum, nefrennsli og meltingar- truflanir. Engir fylgikvillar. Ant.ibio- tica breyttu ekki gangi veikinnar. Hólmavíkur. Gekk hér í maí. Hvammstanga. Varð fyrst vart 20. apríl í Vesturhópi, flæddi síðan í mai- mánuði yfir Vatnsnes og Víðidal, en vestast í héraðinu bar minna á henni, og aðcins 3 bæir i Bæjarlireppi höfðu af henni að segja. Ýmsir voru slappir fram eftir júnímánuði. Ekki var vitað með vissu um smitunarleið inn i hér- aðið. Blönduós. Gekk vormánuðina april— maí, en óvenjulega mikið var um kvefpestir næstu mánuði, án þess að skráðar væru undir þennan lið. Nokk- ur tilfelli af lungnabólgu i gömlu fólki fylgdu í kjölfarið. Hofsós. Barst hingað seinast í marz frá Siglufirði og skömmu siðar frá Sauðárkróki. Breiddist út um sunnan- vert héraðið og í Haganeshreppi. Gekk fremur hægt yfir og tók fólk ekki til- finnanlega geyst. Vissi ég þó um 8 heimili, þar sem allt heimilisfólkið lá nær samtímis. Allmikið kvef fylgdi inflúenzunni og kom á 2.—3. degi, og bar á þrálátum hósta eftir hana. Tals- vert bar á sleni eftir faraldur þennan, og allmikið var um það, að fólk, sem vanda átti til depressio mentis, færi illa út úr inflúenzunni. Urðu tveir sjúklingar alvarlega geðtruflaðir með þeim hætti. Þá bar mikið á nefdreyra eftir inflúenzuna, og varð ég að vista einn sjúkling á Sauðárkróksspitala vegna þess. Þess má geta, að áður en inflúenzufaraldurinn hófst, gekk hér kvef, sem reyndist mörgum þrálátt, og má sjálfsagt eitthvað skrifa á þess reikning. Ólafsff. Inflúenzufaraldur hófst síð- ara hluta marz og náði hámarki fyrra hluta apríl. í faraldri þessum veiktust um 230 manns. Var hiti yfirleitt mjög hár, í sumum tilfellum yfir 41 stig. Yfirgnæfandi meiri hluti sjúklinga var á aldrinum 1—20 ára. Farsótt þessari lauk að fullu eftir miðjan apríl. En í maíbyrjun gaus upp annar faraldur, og veiktust þá tæplega 70 manns. Var þá litill munur á aldursflokkum. Marg- ir, sem veiktust í fyrra faraldrinum, veiktust cinnig i þeim síðara. Akureyrar. Gekk hér yfir i april og mai. Mikið um kvef og hálsbólgu í sambandi við þessa inflúenzu og einnig eyrnabólgu. Vel gekk þó að lækna þetta í flestum tilfellum með pensilini og achromycini. 12 ára stúlka fékk encephalitis acuta upp úr inflúenzunni og dó eftir fárra daga legu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.