Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 78
1959
76 —
Grenivíkur. Barst hingað fyrra hluta
maímánaðar og náði hámarki siSara
hluta mánaSarins. Lagðist allþungt á
suma. Fengu menn mikla beinverki
og háan hita, lágu nokkra daga og
voru lengi að ná sér. Nokkrir köstuð-
ust niður aftur. Hér á „Víkinni“ tók
hún marga í einu, svo að í sumum
húsunum voru allir rúmliggjandi sam-
tímis. í sveitinni var útbreiðslan ekki
eins almenn, en þar var veikin ef til
vill þrálátari, því að menn þráuðust
við að fara i rúmið, enda enga hjálp
að fá, en alltaf þarf að hugsa um
skepnurnar. Engir alvarlegir auka-
kvillar fylgdu veikinni.
Breiðumýrar. Inflúenza þessi var hin
versta pest. Hún kom aldrei i sumar
sveitir héraðsins, en sýkingartalan var
feikihá í þeim sveitum, þar sem hún
gekk. Mikið var um léttari fylgikvilla,
bólgu í ennisholum og lungnaberkjum.
Hún gekk einmitt á þeim árstíma,
sauðburði, þegar bændur hafa enn
lengri vinnudag en vant er og leggja
saman nótt og dag við umhirðu lamb-
fjár. Afleiðingarnar urðu, að margir
voru mjög lengi að ná sér. Slen og
slappleiki og þrálát bronchitis ásótti
marga inflúenzusjúklinga allt sumarið
og fram á vetur.
Húsavíkur. Inflúenzufaraldur gekk
hér i maí. Breiddist veikin mjög ört
út i Húsavík, svo að ekki mun ofsög-
um sagt, að meira en helmingur bæj-
arbúa hafi legið samtímis. Nokkuð var
um fylgikvilla, einkum lungnabólgu.
Þórshafnar. Faraldur gekk í maí,
júni og júlí. Ekki skæður.
Seyðisfj. Mjög greinilegur inflúenzu-
faraldur gaus hér upp í apríl og stóð
yfir í 2 mánuði. Veikinni fylgdi hár
hiti i nokkra daga, og sjúklingarnir
voru lengi að ná sér á eftir. Residiv
algeng, ef sjúklingur fór illa með sig,
og bar sérstaklega mikið á því meðal
skólabarna. Inflúenzan er talin vera
dauðaorskök tveggja lasburða gamal-
menna.
Nes. Barst hingað snemma í maí,
geisaði mjög ákaft þann mánuð, en
dó út fyrir miðjan júní. Veiktust marg-
ir allheiftarlega, en fátt alvarlegra
fylgikvilla. Nokkrir sjúklingar fengu
þó upp úr henni kveflungnabólgu eða
þrálátt lungnakvef.
EskifJ. Faraldur álitinn vera i maí- -
júlí. Allmargir skráðir. Enginn veikt-
ist hastarlega. Af eftirköstum var
eyrnabólga einna erfiðust viður-
eig'nar.
Djúpavogs. Fáein tilfelli, sem ég
nefndi inflúenzu, skráð i marzmánuði.
Þessi farsótt mun hafa látið eitthvað
á sér kræla i janúar, en þá var hér
læknislaust.
Kirkjubæjar. Gekk í héraðinu i maí
og byrjun júní. Náði ekki öllum hrepp-
um, en í einum, Meðallandi, var hún
mjög skæð, svo að um tíma var fólk
veikt á öllum bæjum þar, nema tveim-
ur, og á sumum hver einasti maður.
Skólaslitasamkoma dreifði veikinni
svona rækilega. Skráð tilfelli segja
aðeins frá þeim, sem læknir skoðaði,
en hinir eru hvergi skráðir.
Víkur. Barst i héraðið i apríl og
tók flesta nemendur í Skógaskóla,
dreifðist svo út um héraðið og dvín-
aði brátt.
Vestmannaeyja. Veikin byrjaði að
stinga sér niður í marzlok, en náði
engri útbreiðslu fyrr en i maí, að af-
lokinni vertið, svo að ekki varð af
verulegt atvinnutjón. Veikin varð þung
á mörgum, og sló mönnum niður aft-
ur og aftur, ef þeir fóru ekki vel með
sig. Þrír eru taldir dánir úr lungna-
bólgu af völdum veikinnar.
Hvols. Skráð á fyrstu 6 mánuðum
ársins. Þar var um að ræða tvo far-
aldra, annan i janúar—febrúar, en
hinn i apríl. Talsvert var um fylgi-
kvilla. Gamall maður, lamaður og
hjartabilaður, dó úr flenzunni.
Hellu. Varð litið eitt vart, mest í
aprílmánuði. Lítið bar á fylgikvillum.
11 ára gömul stúlka fékk tonsillitis
upp úr inflúenzu. Fylgdi mikill hiti,
sem lét þó undan pensilíni i bili, en
blossaði upp að nýju eftir 10 daga.
Áberandi tachycardia — í svefni sem
vöku — hélzt um hríð, eftir að hiti
lækkaði. Ekki bar á rythmustruflunum
hjarta né heldur liðaeinkennum. Mán-
uði eftir að stúlkan veiktist, mældist
antistreptolysis O-titer 2500 einingar.
Laugarás. Barst i héraðið um vorið