Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 78

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 78
1959 76 — Grenivíkur. Barst hingað fyrra hluta maímánaðar og náði hámarki siSara hluta mánaSarins. Lagðist allþungt á suma. Fengu menn mikla beinverki og háan hita, lágu nokkra daga og voru lengi að ná sér. Nokkrir köstuð- ust niður aftur. Hér á „Víkinni“ tók hún marga í einu, svo að í sumum húsunum voru allir rúmliggjandi sam- tímis. í sveitinni var útbreiðslan ekki eins almenn, en þar var veikin ef til vill þrálátari, því að menn þráuðust við að fara i rúmið, enda enga hjálp að fá, en alltaf þarf að hugsa um skepnurnar. Engir alvarlegir auka- kvillar fylgdu veikinni. Breiðumýrar. Inflúenza þessi var hin versta pest. Hún kom aldrei i sumar sveitir héraðsins, en sýkingartalan var feikihá í þeim sveitum, þar sem hún gekk. Mikið var um léttari fylgikvilla, bólgu í ennisholum og lungnaberkjum. Hún gekk einmitt á þeim árstíma, sauðburði, þegar bændur hafa enn lengri vinnudag en vant er og leggja saman nótt og dag við umhirðu lamb- fjár. Afleiðingarnar urðu, að margir voru mjög lengi að ná sér. Slen og slappleiki og þrálát bronchitis ásótti marga inflúenzusjúklinga allt sumarið og fram á vetur. Húsavíkur. Inflúenzufaraldur gekk hér i maí. Breiddist veikin mjög ört út i Húsavík, svo að ekki mun ofsög- um sagt, að meira en helmingur bæj- arbúa hafi legið samtímis. Nokkuð var um fylgikvilla, einkum lungnabólgu. Þórshafnar. Faraldur gekk í maí, júni og júlí. Ekki skæður. Seyðisfj. Mjög greinilegur inflúenzu- faraldur gaus hér upp í apríl og stóð yfir í 2 mánuði. Veikinni fylgdi hár hiti i nokkra daga, og sjúklingarnir voru lengi að ná sér á eftir. Residiv algeng, ef sjúklingur fór illa með sig, og bar sérstaklega mikið á því meðal skólabarna. Inflúenzan er talin vera dauðaorskök tveggja lasburða gamal- menna. Nes. Barst hingað snemma í maí, geisaði mjög ákaft þann mánuð, en dó út fyrir miðjan júní. Veiktust marg- ir allheiftarlega, en fátt alvarlegra fylgikvilla. Nokkrir sjúklingar fengu þó upp úr henni kveflungnabólgu eða þrálátt lungnakvef. EskifJ. Faraldur álitinn vera i maí- - júlí. Allmargir skráðir. Enginn veikt- ist hastarlega. Af eftirköstum var eyrnabólga einna erfiðust viður- eig'nar. Djúpavogs. Fáein tilfelli, sem ég nefndi inflúenzu, skráð i marzmánuði. Þessi farsótt mun hafa látið eitthvað á sér kræla i janúar, en þá var hér læknislaust. Kirkjubæjar. Gekk í héraðinu i maí og byrjun júní. Náði ekki öllum hrepp- um, en í einum, Meðallandi, var hún mjög skæð, svo að um tíma var fólk veikt á öllum bæjum þar, nema tveim- ur, og á sumum hver einasti maður. Skólaslitasamkoma dreifði veikinni svona rækilega. Skráð tilfelli segja aðeins frá þeim, sem læknir skoðaði, en hinir eru hvergi skráðir. Víkur. Barst i héraðið i apríl og tók flesta nemendur í Skógaskóla, dreifðist svo út um héraðið og dvín- aði brátt. Vestmannaeyja. Veikin byrjaði að stinga sér niður í marzlok, en náði engri útbreiðslu fyrr en i maí, að af- lokinni vertið, svo að ekki varð af verulegt atvinnutjón. Veikin varð þung á mörgum, og sló mönnum niður aft- ur og aftur, ef þeir fóru ekki vel með sig. Þrír eru taldir dánir úr lungna- bólgu af völdum veikinnar. Hvols. Skráð á fyrstu 6 mánuðum ársins. Þar var um að ræða tvo far- aldra, annan i janúar—febrúar, en hinn i apríl. Talsvert var um fylgi- kvilla. Gamall maður, lamaður og hjartabilaður, dó úr flenzunni. Hellu. Varð litið eitt vart, mest í aprílmánuði. Lítið bar á fylgikvillum. 11 ára gömul stúlka fékk tonsillitis upp úr inflúenzu. Fylgdi mikill hiti, sem lét þó undan pensilíni i bili, en blossaði upp að nýju eftir 10 daga. Áberandi tachycardia — í svefni sem vöku — hélzt um hríð, eftir að hiti lækkaði. Ekki bar á rythmustruflunum hjarta né heldur liðaeinkennum. Mán- uði eftir að stúlkan veiktist, mældist antistreptolysis O-titer 2500 einingar. Laugarás. Barst i héraðið um vorið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.