Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Blaðsíða 79
77
1959
og gekk yfir á tveim mánuðum. Lagð-
ist veikin allþungt á, og voru sumir
lengi að ná sér eftir hana.
Selfoss. Nokkuð útbreidd i apríl, og
var slæðingur af henni fram i júlí.
Eyrarbakka. Allmikil í april, mai og
júní.
Keflavíkur. Nokkur tilfelli skráð í
marz, en flest í apríl eða maí.
Hafnarfj. Barst hingað í marz, stóð
apríl og maí. Nokkur tilfelli skráð í
nóvember og desember, en þá var ekKi
um neinn faraldur að ræða.
Kópavogs. Faraldur í april og maí,
vægur.
11. Heilasótt (meningitis cerebro-
spinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
1955 1956 1957 1958 1959
Sjúkl. 9 76 22 51 ,15
Ðánir 4 1113
Þó að minna kveði að sótt þessari
nú en á siðast liðnu ári, má enn sem
fyrr vera í vafa um, hvort öll tilfelli
séu réttilega undir hana færð, enda
er þess getið aðeins í einu héraði, að
fram hafi farið bakteríurannsókn.
Akranes. Skráð 6 tilfelli, bæði hjá
börnum og fullorðnum, og i öllum til-
fellum greint með bakteríurannsókn.
Eitt barn dó af völdum veikinnar og
grunur um slíkt í öðru tilfelli.
Flateyrar. Eitt tilfelli greint eftir
mislinga.
Hvammstanga. Níu ára drengur
veiktist hastarlega með háum hita og
meningitis-einkennum. Fékk mikla
krampa. Virtist ná sér til fulls.
Hafnarfj. 2 tilfelli eru skráð i nóv-
ember og desember.
12. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 12.
1955 1956 1957 1958 1959
Sjúkl. 1214 7 12 2701 4401
Faraldur sá, sem hófst fyrir siðustu
áramót, hélt áfram og náði hámarki i
janúar, en var að mestu leyti um garð
genginn í maí. Nokkrir læknar telja
veikina hafa lagzt allþungt eða þungt
á, en fleiri kveða hana hafa verið
fremur væga.
Rvik. Faraldurinn, sem hófst síðara
hluta fyrra árs og náði hámarki í
desember, fjaraði út á fyrstu mánuð-
um ársins, en veikin stakk sér þó nið-
ur allt til ársloka. Eitt stúlkubarn
(5—10 ára) fékk heilabólgu upp úr
mislingum á fyrra ári og drengur
(1—5 ára) í janúar á þessu ári, en
dauðsfalla er ekki getið af völdum
veikinnar.
Akranes. í framhaldi af faraldri
fyrra árs var mikill faraldur af misl-
ingum í janúar og nokkur í febrúar,
en smáfjaraði svo út og varð síðast
vart í apríl.
Patreksfj. Vægur faraldur i sveitum
héraðsins i byrjun ársins.
Þingeyrar. Vægur faraldur í börn-
um. Gekk yfir í janúar.
Flateyrar. Mislingafaraldur gekk vf-
ir á árinu. Náði hámarki i júni og
júlí, fremur vægur.
Súðavíkur. Gengu um vorið og lögð-
ust allþungt á suma, unga sem gamla.
Sjötug kona lá nokkra daga milli heims
og helju, en náði sér að lokum.
Hvammstanga. Mislingar bárust með
Reykjaskólanemendum, er þeir komu
úr jólaleyfi. Um 23 munu hafa tekið
veikina, sem var fremur væg þar 1
skólanum. Einn fékk þó lungnabólgu
og tveir eyrnabólgu upp úr henni.
Síðan flæddi hún yfir héraðið og náði
hámarki i marz og hafði þá jafnframt
versnað til muna, enda urðu margir
fárveikir, og' einn fékk svarta mislinga.
Slapp Bæjarhreppurinn að mestu við
þennan faraldur, enda höfðu misling-
ar gengið þar 1954.
Blöndnós. Náðu engri útbreiðslu út
fyrir Bólstaðarhlíðar- og Sveinsstaða-
hreppa, enda ekki nema fimm ár sið-
an þeir gengu siðast.
Hofsós. Varð vart í ársbyrjun og um
mitt ár, en breiddust ekki út.
Akureyrar. 446 tilfelli skráð 4 fyrstu
mánuði ársins, og má af þvi marka,
að sjúkdómurinn var mjög útbreidd-