Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Blaðsíða 95
93
1959
tveir, sem gengið hafa undir stóran
magaskurð og þurfa á B-12-gjöf að
halda að staðaldri.
3. Efnaskipta- og innkirtlasjúk-
dómar.
Patreksfí. Obesitas: Tiu konur og
tveir lcarlar vega meira en 100 kg. Enn
fleiri þjást af offitu, þótt ekki nái þeir
100 kílóum. Tvær konur hcfur tekizt
að megra á síðustu árum, en annars
er árangur mjög lélegur.
Flateyrar. Diabetes mellitus: Ein
kona með sykursýki er í héraðinu.
Suðureyrar. Diabetes meliitus: Ein
kona á sjötugsaldri. Notar insulin.
Súðavíkur. Obesitas fjórar konur.
Hvammstanga. Tæplega sjötugur
maður með væga diabetes.
Blönduós. Diabetes hefur ein kona,
sem óður hefur verið getið, og kemur
hún reglulega til blóðsykursmælinga.
Enn fremur 6 ára stúlka, sem einnig
fær stöðugt insúlín, en er kontrolleruð
af heimilisfólkinu. Hypothyreoidismus
með nokkrum myxoedema-einkennum
hafa tvær rosknar konur og nota að
staðaldri thyreoidea-töflur.
Ólafsfí. Diabetes ein kona.
Raufarhafnar. Obesitas algengur
kviili.
Þórshafnar. Diabetes mellitus: 14
ára stúlka, sú, sem undanfarið hefur
verið á skrá, dó á árinu. Hún fékk
inflúenzu seint í mai. Læknis ekki
leitað. í byrjun júní var mín vitjað
til sjúklingsins. Hún lá þí í djúpu
coma. Komst aldrei til meðvitundar
og dó rétt eftir komu á sjúkrahús.
Obesitas: Tvær konur, 32 og 44 ára.
Seyðisfí. Diabetes mellitus: Þrir
sjúklingar eru hér með sykursýki.
Obesitas: Einn karlmaður og tvær kon-
ur vega um 120 kg hvert.
Nes. Tveir sykursýkissjúklingar, karl
og kona ó þrítugsaldri, létust á árinu,
bæði með svæsna lungnaberkla, og er
þeirra getið á fyrri ársskýrslu. Einn
sykursýkissjúklingur fluttist hingað,
gömul kona, með sjúkdóminn á lágu
stigi. Hefur hún vistazt til írambúðar
á elliheimilinu. Gömul kona og há-
aldraður karlmaður, bæði með svæsna
sykursýki, lágu á sjúkrahúsinu all-
langan tíma. Ung kona, sem hafði átt
heilbrigt barn 1957 eftir eðlilegan með-
göngutíma og fæðingu, lét fóstri, og
var gerð ó henni evacuatio uteri hér
á sjúkrahúsinu í júli. Mun einkenna
thyreotoxicosis hafa tekið að gæta hjá
henni nokkru fyrr. Lögð inn á sjúkra-
húsið í nóvember með mb. Basedowii
á mjög háu stigi og send nokkru síðar
á Landsspítalann til aðgerðar. Liggur
hér beint við að ætla, að um greini-
legt orsakarsamband milli skjaldkirtils-
sjúkdómsins og fósturlátsins hafi ver-
ið að ræða.
Eskifí. Mb. Basedowii: Ein kona
skorin upp í Reykjavík. Efnaskiptin
urðu of lág. Notar thyreoidea-töflur.
Heilsa hefur lagazt mikið.
Djúpavogs. Diabetes mellitus: Einn
sjúklingur dó á árinu. 1 nýtt tilfelli —
67 ára gamall karlmaður. Hypothyre-
oidismus: Tvær miðaðdra konur nota
stöðugt thyreoidea-töflur í smáum
skömmtum.
Víkur. Kona um þrítugt fékk mb.
Basedowii og var send á Landsspítal-
ann og skorin upp þar.
Laugarás. Adipositas á háu stigi hafa
ótta konur og einn karl. Diabetes
mellitus: Tvær konur og tveir karlar.
Struma: Þrjár konur. Tvö þeirra
asymptomatisk, eitt reyndist vera ill-
kynja.
Hafnarfí. Offita er allalgeng hér,
einkum á konum. Fylgir oft háþrýst-
ingur. Mjög erfitt reynist að vinna
bug á henni, lyf hjálpa lítið og matar-
forskriftum illa fylgt.
4. Gigtar- og bæklunarsjúkdómar.
Patreksfí. Arthritis og bursitis: Al-
gengt og þjóir marga í héraði.
Flateyrar. Þrjár eldri konur með
arthritis deformans. Ilsig all-algengt.
Notað hefur verið innlegg í skó, og
hefur það yfirleitt bætt mikið úr.
Rheumatismus, neuralgiae, neuritis,
lumbago og ischias ekki óalgengt.
Súðavíkur. Omarthritis 5, arthrosis
coxae 2, humeri 3, neuralgiae 1, rheu-
matismus et neuralgiae 4.
Hólmavíkur. Spondylarthrosis de-
formans 2.
Blönduós. Arthrosis alls konar var