Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Qupperneq 97
— 95 —
1959
allir með sjúkdóminn á vægu stigi.
Infarctus myocardii 1. Fjórar gamlar
manneskjur á digitalis vegna morbus
cordis incompensatus. Ulcus cruris
varicosum 2.
Súðavíkur. Arteriosclerosis 2, hyper-
tensio c. morbo cordis 5, sine m.
cordis 6, in nephritide 1, morbus
cordis 5.
Hólmavíkur. Arteriosclerosis nokk-
ur gamalmenni. Varices cruris mörg
tilfelli, án þess þó að um sjúkleg ein-
kenni hafi verið að ræða ncma í fáum
tilfellum.
Hvammstanga. Hypertensio arteri-
arum: Talsvert áberandi kvilli, eink-
um í konum yfir sextugt. Einn karl-
maður hefur 260/130, án þess að nokk-
ur lyf verki á það að gagni, en furðu-
legt er, hve lítilfjörleg óþægindi hann
hefur, aðeins útlialdsleysi við vinnu,
sem hann stundar þó stöðugt. Virðist
hér talsverður uggur i mönnum við
háan blóðþrýsting. Ýmsir, sem hafa
verið mældir, hafa við fyrsta athugun
haft mjög háan blóðþrýsting, en end-
urteknar mælingar í sama viðtali hafa
°ft sýnt mikla lækkun. Álít ég, að
gæta beri sérstakrar varúðar við
ákvörðun á blóðþrýstingi, þar sem
hann virðist mjög háður verandi sál-
arástandi. Algeng eru þau dæmi, að
sjúklingur komi og óski eftir athugun
á blóðþrýstingi sínum af ótta við, að
hann kunni að vera of hár. Mælist
hann þá ef til vill 200/110, en er
strax lægri við endurtekna mælingu,
og reynist hann oft innan eðlilegra
takmarka eftir stutta hvíld. Ríður þá
á að vekja ekki ástæðulausan ótta
sjúklingsins. Góð regla er að láta sjúk-
linginn liggja um stund, áður en mælt
er, með vafninginn um handlegginn.
Morbus cordis: Margir, bæði karlar
og konur, hafa bilað hjarta, og eru
nokkrir þeirra mjög tæpir. Mest ber á
leiðslutruflun, arrhythmia alls konar,
en minna ber á angina og engin æða-
stíflutilfelli um skeið. Tveir karlar dóu
úr hjartasjúkdómum á árinu.
Dlönduós. Angina pectoris höfðu
þrjár konur og sex karlar, tveir þeirra
mjög slæma, og lézt annar á árinu eft-
ir gang upp i móti. Hypertensio ar-
teriarum virðist mér hafa farið í vöxt,
einkum í rosknum konum. Reserpine-
lyfin og chlotride halda mörgum
þeirra við, svo að þrátt fyrir allháan
þrýsting gengur margt af jjessu fólki
til starfa árum saman, en annars er
það mjög mismunandi, hve sjúklingar
svara vel þeirri meðferð. Suma er
liægt að fá niður á stuttum tíma, en
aðrir sýna þráa. Tachycardia par-
oxysmatica fær maður á fimmtugsaldri
öðru hvoru. Hann hefur verið berkla-
veikur, og var eitt sinn gerð á honum
thoracoplastik. Nú fékk hann eitt kast
mjög slæmt, hafði ofreynt sig, og varð
að leggja hann inn á spítalann til
meðferðar. Ég notaði hér áður fyrr
sol. natrii salicylatis 25% til inndæl-
inga i æðahnúta og á síðustu árum
varicane eða novovaricane með tals-
verðum árangri, en sykur- og salt-
upplausnir, sem um tíma voru notað-
ar, eru kák eitt og verra en það vegna
embolihættu. Ég hef stundum sam-
einað þessar inndælingar með resectio
á hlutum úr vena saphena með góð-
um árangri, þar sem æðaskipunin á
við.
Ólafsfj. Hypertensio arteriarum: Þó
noklcrir sjúklingar árlega, einkum kon-
ur.
Grenivikur. Hypertensio arteriarum:
Allmikið um þennan kvilla í eldra
fólki, oft samfara offitu. Þarf þetta
fólk að nota lyf að staðaldri. Virðist
mér bera meira á þessum kvilla síð-
ari árin. Angina pectoris 3 tilfelli, eitt
samfara hypertensio arterialis. Nokk-
uð um æðahnúta, sérstaklega á konum.
Vill oft dragast hjá þeim að láta gera
að þeim.
Kópaskers. Morbus cordis: Nokkrir
sjúklingar, þar af þrír með angina
pectoris. Tveir þeirra fengu infarctus
myocardii, lagðir á sjúkrahús og náðu
sér allvel aftur. Hypertensio arteri-
alis: Nokkur tilfelli, þrir sjúklingar
slæmir.
Raufarhafnar. Stúlkubarn 6 ára með
ductus Botalli persistens, áður skráð.
Æðahnútar algengir, en lítið um sár.
Þórshafnar. Hypertensio arteriarum:
Algeng hér, einkum á rosknum kon-
um. Serpasil, apressolin og chlortliia-
zid bætir mjög líðan þessara sjúklinga.
3 konur og 3 karlar með mb. cordis.