Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 98
1959
— 96
1 kona dó á árinu vegna mb. cordis
hypertensivus. Varices et ulcera
cruris: 2 þrálát tilfelli.
Seyðisfj. Hypertensio: Nokkuð al-
gengur kvilli; antihypertensiva bæta
liðan sjúklinga. Mb. cordis: 52ja ára
karlmaður dó af kransæðastíflu (bráð-
kvaddur). Varices et ulcera cruris:
Nokkuð algengur kvilli. Skurðaðgerð
hefur hjálpað í einstöku tiifelli.
Nes. Hjarta- og æðasjúkdómar lang-
algengasta banamein héraðsbúa sem
fyrr. Meðal þeirra, sem létust á árinu
af völdum slikra sjúkdóma, voru 49
ára gömul húsmóðir og 55 ára múrara-
meistari, og var dánarmein beggja
skráð occlusio a. coronariae cordis.
Við eftirgrennslan að konunni látinni
kom í ljós, að hún hafði skömmu fyr-
ir lát sitt kvartað eitthvað við sína
nánustu um óþægindi, sem sennilega
hafa stafað af kransæðaþrengslum, en
ekki leitaði hún læknis af þvi tilefni.
Bar dauða hennar mjög snögglega og
óvænt að höndum. Karlmaðurinn hafði
að mínum dómi fengið fremur vægan
bakveggsinfarkt (þótt treglega gengi
að staðfesta EKG) allmörgum mánuð-
um fyrir andlátið og fékk venjulega
infarktmeðferð. Náði allsæmilegri
vinnuhæfni, en kenndi þó öðru hverju
mæði og óþæginda fyrir hjarta. Lézt
snögglega í rúmi sínu, og benti allt
til, að um lokun á stórri kransæð hefði
verið að ræða. Aðrir látnir í þessum
flokki voru gamalmenni. Embolia var
einn sjúklingur talinn hafa fengið í
grein af a. pulmonalis sin. út frá
thrombophlebitis í neðri útlim.
Eskifj. Mb. cordis: Líklega algeng-
asta banameinið í héraðinu meðal mið-
aldra fólks og eldra. 63 ára karl á
Búðareyri hefur verið illa lialdinn af
angina pectoris i mörg ár. 9 ára stúlka
á Búðareyri hefur mb. cordis con-
genitus. Ætlunin er að senda hana til
Kaupmannahafnar til frekari rann-
sóknar og aðgerðar, ef þurfa þykir.
Djúpavogs. Hypertensio arterialis:
4 fullorðnar konur og 1 karlmaður með
mikla hypertensio. Nokkur tilfelli af
arteriosclerotiskum hjartasjúkdómi i
eldra fólki. Varices et ulcera cruris
algengt á fullorðnum konum.
Laugarás. Fjögur dauðsföll rakin til
sjúkdóma i blóðrásarkerfi. Mb. cordis
18, hypertensio arterialis 21, arterio-
sclerosis 2, phlebitis 7, varices et
ulcera cruris 26.
6. Húðsjúkdómar.
Patreksfj. Veit um 6 með psoriasis.
Þingeyrar. Eczema 1.
Flateyrar. Psoriasis 2 tilfelli, bæði
án einkenna frá liðum.
Suðureyrar. Psoriasis 2.
Súðavíkur. Intertrigo 2, eczema
manus 1, eczema cruris 1, eczema
interdigitale 1, psoriasis 2.
Hólmavíkur. Psoriasis 3.
Ólafsfj. Psoriasis: 3 sjúklingar, móð-
ir og 2 börn.
Kópaskers. Eczema: Talsvert mikið
um það og aðra húðkvilla, sem oft er
erfitt að fást við. Margir hafa leitað
til Kristjáns Benediktssonar, gullsmiðs,
en hann er búsettur hér og telur sig
geta læknað flesta eða alla húðsjúk-
dóma. Ég hef ekki séð árangur af
lækningum hans.
Raufarhafnar. Eczema: Fá tilfelli og
væg.
Þórshafnar. Húðkvillar algengir, og
gengur misjafnlega við þá að fást. 2
tilfelli af psoriasis, mæðgur.
Seyðisfj. Eczema af ýmsu tagi nokk-
uð algengt. Psoriasis 2—3 sjúklingar.
Laugarás. Acne vulgaris 23. Margir
nemendur framhaldsskólanna leita sér
ráða við þessum kvilla. Eczema 24,
mycosis í húð og slimhúð 18, psori-
asis 4. Roskin kona með psoriasis
pustularis notar sterioda að staðaldri.
Hafnarfj. Húðkvillar eða eczema
mjög algengt. Múrari hér i bænum hef-
ur útbreitt eczema, sem versnar, ef
hann meðhöndlar sement. Mætti
sennilega færa það undir atvinnusjúk-
dóm. Hef séð nokkur tilfelli af nikkel-
allergia. Ef nikkeleraðir hlutir liggja
við húðina, verður hún eczematös.
7. Hörgulsjúkdómar.
Suðureyrar. Avitaminosis. Hreinar
avitaminoses sárafár eða cngar. Hef
ekki talið ástæðu til að vera verulega
íhaldssamur með vítamíngjafir, þvi að
subjectiv bót fæst langoftast, ef kvart-
að er um slen og slappleik?, sem ekki
er skýranlegt í fljótu bragði.