Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 104
1959
— 102 —
Þórshafnar. Karl á áttræSisaldri með
háþrýsting. Fékk thrombosis cerebri
og lamaðist hægra megin. Fékk og
taltruflanir. Hefur nokkuð náð sér (um
áramót). Migraine: 13 ára drengur tók
að kvarta um svima, sjóntruflanir,
ógleði og máttleysi. Sendur á Lands-
spítalann til rannsóknar. Greining
spítalans migraine. Fær enn köst, en
fremur væg. Neurosis algeng.
Seyðisfí. Migraine 2. Mb. Meniére
hefur ein kona um sextugt. Paralysis
agitans: Kona, tæplega 60 ára, hefur
í mörg ár þjáðst af Parkinsonismus.
Engar lækningatilraunir hafa borið
árangur. Paralysis facialis: Ung kona
fékk andlitstaugarlömun fyrir nokkr-
um árum og gengur illa að batna.
Eskifj. Migraine: Veit um 2 karla og
1 konu, sem telja sig hafa migraine.
Neurosis: Algengur kvilli sem fyrr.
Djúpavogs. 1 sjúklingur með Jack-
sons epilepsia. Notar stöðugt lyf og
er einkennalitill.
Hellu. Epilepsia: Stúlkubarn á öðru
ári hafði nokkrum sinnum fengið
snögg aðsvif, skollið niður, likt og fót-
unum væri kippt undan henni, og
verið hálfdösuð nokkra stund á eftir.
Send til sérfræðirannsóknar í Reykja-
vík. Heilarit sýndi dysrythmia, er
benti til epilepsia.
Laugarás. Apoplexia cerebri dró
einn karlmann til dauða. Apoplexiae
cerebri seq. 4, paralysis agitans 2,
hysteria 1, migraine 4, tunnel syn-
droma 4, Meniére 2, epilepsia 2.
Handadofi er algengur á þeim, sem
miklar mjaltir hafa. Neurastheniskar
kvartanir algengar. Hér eru ótaldar
margs konar neurologiskar truflanir
hjá vistmönnum á Sólheimahæli i
Grimsnesi.
Hafnarfj. Þunglyndi og taugaveiklun
er algengt.
15. Vanskapnaður.
Engin tilfelli skráð.
16. Þvag- og kynfærasjúkdómar.
Þingeyrar. Cystitis 6, hypertrophia
prostatae 1.
Flateyrar. Cystopyelitis algengur
kvilli. Enuresis nocturna: 2 tilfelli af
þessum erfiða kvilla koniu til með-
ferðar á árinu. Haematuria: 3 tilfelli.
Allt voru þetta karlmenn, sem sendir
voru til Reykjavíkur til frckari rann-
sóknar. Hydrocele testis: 2 tilfelli,
bæði send til meðferðar. Hypertrophia
prostatae: 1 tilfelli, karlmaður um
áttrætt. Var skorinn á Ísafjarðarspítala,
og gekk aðgerðin vel.
Súðavíkur. Cystitis, cystopyelitis 3,
hydrocele testis 1, varicocele 1, hyper-
trophia prostatae 2 (sendir til op.),
nephrolithiasis 1, nephritis chronica 1.
Djúpavíkur. Hypertrophia prostatae
og pyelitis recidiva: 66 ára gamall
maður.
Hólmavíkur. Enuresis nocturna 3,
pyelitis 15.
Hvammstanga. Nephritis: 65 ára
kona með glomerulonephritis chronica
og maligna hypertensio. Nephrolithi-
asis: Tveir menn á bezta aldri fengu
mjög slæm nýrnasteinsköst nokkrum
sinnum. Munu þó báðir hafa læknazt
við það, að steinar gengu niður.
Ólafsfj. Calculus prostatae: Einn
sjúklingur, skorinn í Reykjavik. Hyper-
trophia prostatae: Einn sjúklingur,
skorinn i Reykjavik. Enuresis noct-
urna 2.
Grenivíkur. 7 tilfelli cystitis og 4
tilfelli cystopyelitis. 3 tilfelli af enur-
esis nocturna, allt börn.
Kópaskers. Hypertrophia prostatae:
1 tilfelli, maður á sextugsaldri. Send-
ur til Reykjavíkur til aðgerðar.
Þórshafnar. Enuresis nocturna: 4
tilfelli, þar af 1 krakki úr Reykjavík,
sem dvaldist hér í sveit í sumar.
Haematuria: Karlmaður á áttræðis-
aldri, sá sami, sem getið er um undir
krabbameini, fékk mikla haematuria.
Rannsókn á sjúkrahúsi leiddi i ljós
neoplasma í blöðrunni. Ekki talið
skurðtækt. Sjúklingurinn dvelst nú í
heimahúsum við lélega heilsu. Ég gef
honum vikulega transfusio sanguinis.
Glomerulonephritis acuta: 1 tilfelli,
15 ára telpa eftir hálsbólgu. Fékk all-
góðan bata. Bróðir hennar gengur með
glomerulonephritis chronica
Seyðisfj. Haematuria: 45 ára kona
hefur með lcöflum haft blóð i þvagi.
-
►