Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Síða 112
1959
110
IV. Barnsfarir.
Töflur XII—XIV.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum
Hagstofunnar 4837 lifandi og 60 and-
vana börn.
Höfuð bar að:
Hvirfil ..............
Framhöfuð ............
Andlit ...............
Sitjanda og fætur bar að:
Sitjanda..............
Fót ..................
Þverlega ................
Skýrslur Ijósmæðra geta fæðinga
4722 barna og 46 fósturláta.
Getið er um aðburð 4720 þessara
barna, og var hann í hundraðstölum
sem hér segir:
93,2 % 3,5 — 0,2 — 96,9 %
2,5 —
0,5 — 3,0 %
0,1 —
55 af 4718 börnum telja ljósmæður
fædd andvana, þ. e. 1,2% — Reykja-
vík 28 af 2269 (1,2%) — en hálfdauð
við fæðingu 21 (0,4%). Ófullburða
telja þær 272 af 4722 (5,8%). 26 börn
voru vansköpuð, þ. e. 5,5%c.
Af barnsförum og úr barnsfararsótt
hafa dáið undanfarinn hálfan áratug:
1955 1956 1957 1958 1959
Af barnsförum 1 5 2 2 2
Úr barnsfarars. „ 1____„ „ ,,
Samtals 1 6 2 2 2
í skýrslum lækna um fæðingarað-
gerðir (tafla XIV) eru þessir fæðing-
arerfiðleikar helztir: Fyrirsæt fylgja
14, blæðing 20, föst fylgja 41, yfirvof-
andi fæðingarkrampi 43, fæðingar-
krampi 1, þverlega 8, grindarþrengsli
22.
Á árinu fóru fram 41 fóstureyðingar
samkvæmt lögum nr. 38/1935, og er
gerð grein fyrir þeim aðgerðum í
töflu XII.
Yfirlit
um þær fóstureyðingar (16 af 41
eða 39,0%/, sem framkvæmdar
voru meðfram af félags-
legum ástæðum.
1. 42 ára g. húsgagnasmið. 5 fæð-
ingar á 14 árum, 3 börn (11, 9 og
8 ára) í umsjá konunnar. Komin
4 vikur á leið. Ekki getið um íbúð
eða fjárhagsástæður.
Sjúkdómur: Myomata uteri.
Mastitis chronica.
Félagslegar ástæður:
Heilsuleysi eiginmanns. Ómegð.
2. 43 ára g. smið. 6 fæðingar á 14
árum. 6 börn (14, 11, 8, 6, 3 og
1 árs) i umsjá konunnar. Komin
4 vikur á leið. íbúð: 3 herbergi.
Sjúkdómur: Varices c. phle-
bitide.
Félagslegar ástæður:
Ómegð.
3. 42 ára, býr með verkamanni. 6
fæðingar á 12 árum. 6 börn (17,
14, 13, 12, 6 og 4 ára) i umsjá
konunnar. Komin 6 vikur á leið.
íbúð: 2 herbergi. Árstekjur ca. kr.
50 þús.
Sjúkdómur : Nephritis chro-
nica.
Félagslegar ástæður:
Fátækt.
4. 41 árs g. verkamanni. 7 fæðingar
á 16 árum. 4 börn (13, 10, 6 og
5 ára) í umsjá konunnar. Komin
4 vikur á leið. íbúð: 2 herbergi.
Fjárhagsástæður lélegar.
Sjúkdómur: Neurasthenia.
Félagslegar ástæður:
Heilsuleysi eiginmanns.
5. 35 ára g. öryrkja. 2 fæðingar á
13 árum. 2 börn (13 og 10 ára) í
umsjá konunnar. Komin 8 vikur á