Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 118
1959
116 —
Þingeyrar. Contusiones 5, combustio
l, corpus alienum variis locis 6, dis-
torsiones 8, fract. humeri 1, costarum
5, cruris 1, fibulae 1, radii 2, com-
motio cerebri 1, perforatio oculi 1,
vulnera contusa et incisiva 1, lacerata
et punctata variis locis 29.
Suðureyrar. Distorsio 7, vulnera in-
cisiva 8, fract. costae 1, digiti pedis
primi 1, combustio 1. Sjómaður á
fertugsaldri skaddaðist á þann hátt, að
ölvaður maður kastaði framan í hann
loki af trétösku, er lenti á v. auga-
brún og olli þar allstóru comminut
sári. Reyndist ca. 4 cm flis úr trélok-
inu hafa stungizt inn í augnatóftina
niður eftir og lateralt milli beina í
augnatóft og bulbus oculi. Sárið síðan
hreinsað og saumað eftir föngum.
Bólga sú, er i fyrstu var kringum sár-
ið, hvarf að mestu og óþægindi furðu
lítil, sjón óskert og augnhreyfingar
eðlilegar. En óeðlilegt herzli var undir
örinu, og er betur var að gáð, kom i
ljós, að þarna var að ganga fram önn-
ur tréflís, er ekki hafði fundizt i
fyrstu. Var hún svo blýföst í augna-
tóftinni, að hún náðist ekki með beinu
togi, og þótti ekki hættandi á annað
en senda sjúklinginn til augnlæknis,
sem skar fyrir flísina, og reyndist hún
sízt minni hinni fyrri. Sjúklingurinn
virðist nú alheill á auganu.
Bolungarvíkur. Engin meira háttar
slys komu fyrir á árinu, en minna
háttar meiðsli voru nokkuð tíð.
Súðavíkur. Corpus alienum oculi 6,
faucium 2, flís í fingri 1, skurðsár 10,
öngul- og naglastungur 3, combus-
tiones 1. gr. 2, contusiones variae 1,
tognun á tendo Achillis 1, commotio
cerebri 1, fract. costarum 1, combustio
m. gr. 3 ára barn, nærri þriðjungur
húðarinnar brenndist, vulnus dila-
ceratum pollicis 2, fract. claviculae 1,
ossis metatarsi v. pedis dx. 1.
Djúpavikur. 38 ára gömul kona fékk
aðsvif, hlaut höfuðhögg i fallinu og
commotio cerebri. 62 ára gamall karl-
maður hrapaði við smalamennsku,
hlaut fract. costarum, ruptura dia-
phragmatis sin. et contusio renis sin.
Var fluttur á IV. deild Landsspítalans,
þar sem gert var að meiðslunum. Heils-
aðist honum vel eftir aðgerðina. 48
ára gamall karlmaður féll um borð í
flóabát og hlaut fract. mandibulae
complicata sin. Einnig gert við það
brot á Landsspitalanum á deild IV.
70 ára karlmaður datt við útistörf
(skepnuhirðingu) og fékk fract. cos-
tarum IX et X sin.
Hóimavikur. Fractura Collesi 2,
humeri 1, epiphysiolysis radii 1,
„greenstick“ fractura humeri 1, fract.
costae 1, colli femoris 1, femoris 1.
Bifreiðarslys urðu 3 á árinu, en ekki
urðu meiðsl nema einu sinni, en þá
meiddist þrennt, fract. fem., mar og
skurðir. Talsvert algengt er, að börn
festi í sig öngul. Tók ég 11 öngla úr
holdi yfir árið. Nokkrum sinnum
saumuð húðsár.
Hvammstanga. Eitt alvarlegt slys
varð á árinu. 9 ára drengur féll af
dráttarvél við slátt og koin niður á
sláttuvélarljáinn með þeim afleiðing-
um, að hann lærbrotnaði, og tættist
sá fótleggur svo illa, að taka varð af
rétt fyrir neðan hné. Var drengurinn
að dauða kominn vegna blóðmissis,
er læknir kom á vettvang. Heilsaðist
honum sæmilega eftir atvikum á
Landsspítalanum. Engin meira háttar
umferðarslys. Kona um sextugt datt á
tröppum sínum og öklabrotnaði. Hér
er næsta algengt, að menn aki bíl und-
ir áhrifum áfengis, og er það mesta
mildi, að ekki skuli hafa hlotizt slys
af.
Blðnduós. Af slysförum var það stór-
kostlegast, að heyvagn fauk á danskan
vetrarmann á Þingeyrum, og hlaut sá
af bana þegar í stað. Fract. claviculae
3, costae 2, epicondyli intraarticul-
aris 1, fibulae 1, colli femoris impacta
2, malleolorum 2, mandibulae 1, nasi
1, radii 3, tibiae 1, ulnae 2, lux. humeri
habitualis 1, carpo-metacarpalis 1,
radio-ulnaris 2. Önnur slys eða meiðsli
voru: Tognanir 20, benjar 58, mör 31,
brunar 10, aðskotahlutir í auga 15,
heilahristingur 3. Meðal orsaka slys-
anna má nefna, að maður varð undir
dráttarvél, sem valt, og annar lenti í
landbúnaðarvél, og sluppu báðir vel,
annar með beinbrot, hinn með sár á
höfði og heilahristing. Af bilum hlut-
ust ekki önnur slys en minna háttar
benjar.