Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 124
1959
— 122 —
VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir,
heyrnarlausir, blindir, atvinnusjúkir,
áfengissjúklingar og deyfilyfjaneytendur.
Töflur XV—XVI.
Skýrslur um geðveika, fávita, dauf-
dumba, málhalta, heyrnarlausa, blinda
og deyfilyfjaneytendur hafa borizt að
nafni til úr öllum héruðum nema einu.
Sem œtíð fyrr er skýrslugerð þessi
mjög ófullkomin og sundurleit. í Rvík
er ekki enn gerð tilraun til að skrá
aðra en fávita, daufdumba og blinda.
Skráningu atvinnusjúkra, áfengissjúk-
linga og deyfilyfjaneytenda er og
naumast nafn gefandi, þar sem við-
leitni er þó höfð við að hafa reiður
á slikum sjúklingum. En mjög víða er
auðsjáanlega engin tilraun gerð til
þess, þar á meðal á þeim stöðum, þar
sem mestrar uppskeru væri að vænta,
þ. e. i Rvík og grennd.
U m geðveika:
Akranes. Tveir skráðir. Batnaði báð-
um, að minnsta kosti í bili.
Hvammstanga. Á geðveikraskrá hef-
ur bætzt 65 ára kona, sem haldin er
psychosis manio-depressiva á háu
stigi. Hún er einnig eiturlyfjaneyt-
andi (aðallega barbituröt). Virðist hún
geta herjað út úr læknuin i Reykja-
vík svefnlyf eftir eigin geðþótta, ýmist
beint eða eftir krókaleiðum. í október
laug þessi sama kona ýmsu misferli
upp á lækni sinn og kærði hann fyr-
ir viðkomandi sýslumanni fyrir
meinta likamsárás, og átti þetta að
vera upphaf að fjárkúgun, heimtaði
reyndar ekki nema kr. 3000. Var
hún lögð inn á Landsspítalann til
rannsóknar.
Ólafsfj. Tvær konur skráðar, önnur
á Kleppi. Sú, sem heima er, veldur
miklum leiðindum annað slagið.
Grenivikur. 3 sjúklingar, sem nokk-
urt þunglyndi sækir á. Tveir þeirra
hafa þurft að hafa lyf. Sá þriðji fór
til Reykjavíkur og fékk þar lostmeð-
ferð. Batnaði í bili, en fljótt sótti í
svipað horf.
Breiðumýrar. 3 sjúklingar eru á skrá
frá fyrri tið, rólegir og vandræðalaus-
ir, hafa ferlivist og vinna nokkuð.
Nýr sjúklingur á skrá er tvitug stúlka
með schizophrenia, sem orðin eru
vandræði með og fengizt hefur pláss
fyrir á Kleppi upp úr áramótum. Er
það i fyrsta sinn í 8 ára héraðslæknis-
starfi hér, að ég hef þurft að leita á
náðir Kleppsspitala vegna geðsjúk-
lings, og er mér ánægja að geta sagt,
þvert við það, sem oftast heyrist, að
ég fékk þar fljót og góð erindislok.
Kirkjubæjar. Áberandi mikið um
geðveilur í héraðinu, og hlýtur lækni
hér að koma undarlega fyrir sjónir sú
kenning sumra framámanna í geð-
læknisfræði, að geðsýki sé ekki ætt-
geng. 3 sjúklingar fóru til Reykjavík-
ur til meðferðar, þar af einn eftir
tentamen suicidii. Einn sjúklingur,
sem var á skrá á fyrra ári, er fluttur
til Reykjavíkur.
Hafnarfj. Geðveikir eru nokkrir, a.
m. k. öðru hverju. Ung kona, sem á
tvö börn, dvaldist um tíma á „Far-
sóttahúsinu“ og fékk nokkurn bata.
Önnur kona, sem á þrjú börn, er að
vísu geðveik, en er heima og stundar
heimili sitt að nafninu til.
U m f á v i t a :
Akranes. Fávitar eru einum færri
vegna brottflutnings og enginn nýr
bætzt við.
Blönduós. Fávitar eru 2 mongoloid,
en auk þess hafa verið færð á skrá 2
börn, sem hafa imbecillitas á lágu
stigi, a. m. k. annað þeirra. Þau eru
líka færð sem málhölt.
Raufarhafnar. Stúlka um tvítugt
nokkuð vanþroska. Annað ekki.
Hafnarfí. Fávitar eru nokkrir, 4
þeirra eru vistaðir á Sólvangi og St.
Jósepsspitala. Aðrir eru í heimahúsum.
Mjög erfitt reynist að afla upplýsinga