Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 129
127 —
1959
Ágúst Hörður Helgason, kvensjúk-
dómar og fæðingarhjálp (29. desem-
ber).
3. Takmarkað lækninga-
leyfi:
Tannlækningar:
Þorgrímur Jónsson (30. júní).
Djúpavikur. Valgarð Björnsson stud.
med. & chir. gegndi héraðinu frá 15.
maí til 15. október, en sat um nokkurt
skeið á Hólmavík í forföllum héraðs-
læknis þar. Guðmundur Þórðarson
cand. med. & chir. var settur héraðs-
læknir frá 1. desember. Aðra hluta
ársins gegndi liéraðslæknirinn á
Hólmavík héraðinu ásamt sínu héraði.
Kom hann að jafnaði norður í Árnes-
hrepp einu sinni í mánuði og hafði
þar nokkra viðdvöl. Læknar hafa und-
anfarin ár setið á Djúpavík, þar sem
læknisbústaðurinn í Árnesi er gjör-
ónýtur orðinn. Guðfinna Jónsdóttir,
Reykjanesi, sem verið hafði ljósmóðir
í Árnes- og Reykjafjarðarumdæmi s. 1.
5 ár, lét af störfum 1. nóvember og
fluttist úr héraðinu. Við ljósmóður-
störfum tók þá frú Jensína G. Óla-
dóttir, Bæ, en hún hafði áður verið
ljósmóðir i Árneshreppi um 27 ára
skeið.
Blönduós. Fjóra mánuði var Sigur-
steinn Guðmundsson settur héraðs-
læknir á eigin ábyrgð, og komu i hans
hlut m. a. allar skólaskoðanir hausts-
ins.
Vestmannaeyja. Ekki mun veita af,
að hér séu þrír læknar að staðaldri,
Qg hefur svo verið um nokkurt skeið,
b. e. héraðslæknir, sjúkrahúslæknir og
aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið, sem
einnig hefur á hendi almennar lækn-
ingar fyrir sjúkrasamlagið. Síðustu ár-
in hefur reynzt æ örðugra að halda
bniðja lækninum í bænum, þrátt fyrir
stöðuga fjölgun bæjarbúa, sem nú eru
komnir hátt á 5. þúsund, auk vel
tveggja þúsunda aðkomumanna á ver-
tíð.
Keflavíkur. Tveir læknar hófu störf
sin hér á árinu, Arnbjörn Ólafsson og
sjúkrahúslæknir Jón K. Jóhannsson,
°g vinna báðir á sjúkrahúsinu.
Kópavogs. Héraðslæknir dvaldist í
Gautaborg á námskeiði í heilbrigðis-
fræði fyrir embættislækna á vegum
World Health Organization í 2 mánuði,
ágúst og september, eins og árið áður.
Önnur hjúkrunarkona var ráðin til
bæjarins við ungbarnaeftirlit og við
barnaskólann á Kársnesi. Starfa nú 2
hjúkrunarkonur að þessum málum í
kaupstaðnum, hvor i sínum bæjarhluta
og hvor við sinn skóla. Jóhanna Hrafn-
fjörð ljósmóðir flutti í nýtt og hentugra
húsnæði en hún hafði áður, og starf-
semi hennar óx nokkuð. Engin skipuð
ljósmóðir er enn i héraðinu. Tann-
læknir settist að í héraðinu og hóf
störf í október.
3. Sjúkrahús og heilbrigðis-
stofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Rauði krossinn hætti rekstri sjúkra-
skýlisins í Sandgerði, og teljast sjúkra-
húsin því alls 40, en rúmafjöldi
þeirra 1667. Koma þá 9,6 rúm á hverja
1000 íbúa. Almennu sjúkrahúsin telj-
ast 35 með 1180 rúmum samtals, eða
6,8%o. Rúmafjöldi geðveikrahælanna er
275, eða 1,6%0. Rúmafjöldi heilsuhæl-
anna hefur undanfarið verið talinn
258, en er nú talinn einungis 188, eða
1,1%0. Á Vifilsstaðahæli hafa lengi ver-
ið talin 185 sjúkrarúm, og er þetta
miklu meiri rúmafjöldi en ætlazt var
til, að hælið tæki. Varð ekki komizt
hjá því að þröngsetja i það, meðan
berklaveikin var í algleymingi í land-
inu, en þess er ekki lengur þörf og
hefur raunar ekki verið allmörg und-
anfarin ár. Rúmafjöldinn er því nú
færður niður í eðlilega tölu, þ. e. 115
rúm.
Rvík. Unnið var áfram að stækkun
Landsspítalans og byggingu Bæjar-
sjúkrahússins, svo og að viðbótarbygg-
ingu við Landsspítalann. í byrjun
febrúar var opnuð sjúkradeild í Dval-
arheimili aldraðra sjómanna, Hrafn-
istu. Eru þar 7 sjúkrastofur, 5 með 8
rúmum, 1 með 3 rúmum og 1 eins
manns.
Akranes. Sjúkrahúsið var venjulega
fullskipað. Ambulant aðgerðir voru
gerðar allmargar, eins og áður við
L