Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Qupperneq 139
— 137 —
1959
G. Elliheimili o. fl.
I. Yfirlit um lyfjabúðareftirlit.
fívík. í elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund voru vistmenn í árslok 331,
244 konur og 87 karlar. Á árinu komu
144 vistmenn, 100 konur og 44 karlar,
en 72 fóru, 57 konur og 15 karlar.
Á árinu dóu 76, 44 konur cg 32 karl-
ar. í dvalarheimili aldraðra sjómanna,
Hrafnistu, eru alls 124 rúm, sem voru
fullskipuð allt árið. Á árinu létust þar
15 manns. í vistheimili bæjarins að
Arnarholti fækkaði rúmum úr 52 i 44,
vegna þess að auka varð húsnæði
handa starfsfólki. Kom þetta sér mjög
illa, þar eð vöntun hefur oft verið á
rúmum fyrir vistmenn. Enn hefur ekki
tekizt að fá lært hjúkrunarlið að
heimilinu.
Akureyrar. Ekki er ennþá hafin
hygging á elliheimili þvi, sem Akur-
eyrarbær ætlar að láta reisa hér í bæn-
um, en undirbúningi mun nú að mestu
lokið og heimilinu þegar valinn stað-
ur. Elliheimilið í Skjaldarvik hefur
nú rúm fyrir 72 vistmenn, ef öll rúm
eru setin, en ekki mun þó hafa verið
nema 60 manns þar að meðaltali á
þessu ári, enda stundum þannig, að
einn er i tveggja manna herbergi, þar
eð erfitt reynist stundum að fá gamal-
menni til að aðlagast framandi fólki.
H. Vinnuheimili Sambands íslenzkra
berklasjúklinga að Reykjalundi.
Yfirlæknir stofnunarinnar gerir svo-
fellda grein fyrir rekstri hennar á
árinu 1959:
Byggingarframkvæmdir voru miklar
á árinu. íbúðarhúsnæði fyrir starfs-
fólk, vörugeymsla og skrifstofuhúsnæði
var tekið í notkun. Iðnskólinn starf-
aði eins og áður og námskeið haldin
1 ýmsum greinum. Vistmenn unnu í
121048 stundir við sömu iðju og áður.
I ársbyrjun voru hér 84 vistmenn. Á
árinu komu 54, 28 konur og 26 karl-
ar- 55 fóru, 28 karlar og 27 konur,
þar af 3 á hæli eða sjúkrahús. Meðal-
dvalartími þeirra, sem fóru, var 14
mánuðir. Dvalardagar voru 30936.
Kostnaður á dvalardag 94.65. Vist-
menn voru i árslok 83.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svo-
látandi grein fyrir eftirliti með lyfja-
búðum á árinu:
Fjöldi lyfjabúða o. fl. Engin ný lyfja-
búð tók til starfa á árinu, og ekkert
nýtt lyfsöluleyfi var veitt. Voru lyfja-
búðir því í lok ársins 23 að tölu eins
og áður.
Allar voru lyfjabúðirnar skoðaðar
á árinu:
Starfslið. Starfslið lyfjabúðanna fyr-
ir utan lyfsala, en með forstöðumönn-
um tveggja félagsrekinna lyfjabúða,
var sem hér segir. Eru tölur miðaðar
við dag þann, er skoðun var gerð á
hverjum stað: 25 lyfjafræðingar (cand.
pharm.), 20 karlar og 5 konur, 22
lyfjasveinar (exam. pharm.), 8 karlar
og 14 konur, og annað starfsfólk 184
talsins, 33 karlar og 151 kona, eða
samtals 231 maður.
Húsakynni, búnaður o. fl.. Húsa-
kynni voru víða bætt og aukin á árinu.
í einni lyfjabúð var lyfjabúr stækkað,
næturvarðarherbergi endurbætt og
kaffistofa handa starfsfólki tekin í
notkun. í annarri lyfjabúð var inn-
réttuð galensk vinnustofa, en þar hafði
slik vinnustofa ekki verið til áður.
Á sama stað var reist steinsteypt
geymsla um 30 m2 að flatarmáli áfast
við hús lyfjabúðarinnar. í enn annarri
lyfjabúð var hafizt handa um bygg-
ingu mikils viðbótarhúsnæðis, 2ja
hæða húss, með um 160 m2 gólfflöt á
hvorri hæð.
Búðarpláss var lagfært og aukið í
tveim lyfjabúðum, og á öðrum þessara
staða var hús lyfjabúðarinnar skreytt
utan með óvenjulegum og skemmti-
legum hætti.
Léleg fatageymsla starfsfólks gaf til-
efni til aðfinnslu á einum stað. Um-
gengni var yfirleitt góð og fer batn-
andi, þó að skortur í þessum efnum
hafi gefið tilefni til athugasemda á
tveim stöðum.
Víða var búnaður aukinn og endur-
bættur. Sjálfvirkar vélar vegna stungu-
lyfjagerðar voru útvegaðar i einni
lyfjabúð, sérílát víða endurnýjuð að
meira eða minna leyti, þótt enn sé
18