Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 152
1959
150 —
hafði verið mjög almenn árið áður.
Almenningur hefur þvi sýnt mikinn
áhuga á þessum heilsuvörnum.
Ólafsfj. Frumbólusetning (kúabólu-
setning) féll niður vegna farsótta
(hlaupabólu og kikhósta). Barnaskóla-
börn endurbólusett. 24 börn spraut-
uð með triimmunol. Haldið áfram
mænusóttarbólusetningu.
Grenivíkur. Bólusett voru nokkur
börn gegn mænusótt, mörg yngri börn
gegn kikhósta, barnaveiki og stíf-
krampa, og enn fremur fór fram bólu-
setning gegn bólusótt, bæði frum- og
endurbólusetning. Ekkert bar út af
við bólusetninguna.
Rreiðumýrar. Frumbólusetning féll
niður að vorinu vegna inflúenzu-
faraldurs, sem þá gekk. Endurbólu-
sett var í sambandi við skólaskoðun
að haustinu með góðum árangri. Lok-
ið var mænusóttarbólusetningu á 34
manns. 95 börn voru bólusett gegn
kikhósta, barnaveiki og stífkrampa. í
því sambandi kom fyrir eitt tilfelli
af meinsvörun í stærri stil, að þvi er
ég álít. Var það á þriggja ára dreng,
sem var nýlega kominn frá Rej’kja-
vík og hafði að sögn aðstandenda
verið bólusettur þar gegn þessum pest-
um tvisvar, án þess að neitt óvenju-
legt hefði skeð. Hann fékk strax,
nokkrum tímum eftir innspýtingu á
1 cc af kikhósta-barnaveiki-stif-
krampa-bóluefni (Burroughs Well-
come & Co.), mikla bólgu kringum
stungustaðinn á upphandlegg og í
handholið þeim megin. Sú bólga rann
þó öll af eftir ca. 2 sólarhringa. En
hiti, sem samfara bólgunni í byrjun
var um 39 gráður, hækkaði enn og
hélzt milli 40 og 41 gráðu í viku-
tima samfara smávegis adenitis colli
og á 4. degi ákveðnum meningismus.
Sjúklingurinn var sendur á F. S. A.
og þaðan degi seinna á barnadeild
Landsspitalans. Ég hef ekki fengið
neina umsögn um hann þaðan, en
frétt, að hitinn féll kritiskt eftir ca.
sólarhringsdvöl þar. Drengurinn er
síðan alveg heilbrigður, að því er virð-
ist. Samkvæmt upplýsingum frá F. S.
A. var diagn. barnadeildarinnar að-
eins: Adenitis colli. Ég þykist full-
viss, að hér hafi verið um meinsvör-
un i einhverri mynd að ræða.
Kópaskers. Öll börn voru bólusett
gegn barnaveiki, kikhósta og stif-
krampa. Enn fremur var bólusett gegn
mænusótt og bólusótt.
Þórshafnar. Öllum, sem þess óska,
gefinn kostur á bólusetningu gegn
mænusótt. Einnig eru öll börn bólu-
sett gegn bólusótt, barnaveiki og kik-
hósta, ef foreldrar koma með börn
sín til læknis, en nokkur misbrestur
vill vera á því, og einkum getur ver-
ið erfitt að ná til barna í sveitunum.
Seyðisfj. Kúabólusetning hefur ver-
ið trössuð (af fólkinu) síðustu árin.
Aftur á móti mikill áhugi fyrir mænu-
sóttar- og kikhósta-ónæmisaðgerðum.
104 börn fengu „triple“-vaccine að
haustinu vegna kikhóstafaraldurs. Um
25 fengu 3ju stungu við mænusóttar-
bólusetningu. Á komandi vori er mein-
ingin að frumbólusetja öll börn.
Eskifj. Mjög fáir frumbólusettir við
kúabólu. Mér þætti gott, ef landlæknir
léti í Ijós (t. d. bréflega til mín), hvað
hann leggur mikla áherzlu á, að
þetta sé gert. Mér skilst, að þessar
bólusetningar séu víðar trassaðar en
hér. Endurbólusetning fermingar-
barna fórst fyrir. Ég samdi um það
við sóknarprestinn að bólusetja þau
ekki fyrr en eftir ferminguna. Svo
stóð á, að tvö árin á undan höfðu
sum fermingarbörnin orðið svo veik
eftir bólusetninguna, að við lá, að ekki
væri hægt að ferma þau. Svo dróst
þetta dag frá degi og varð ógerningur
að lokum, þar eð börnin voru flest
komin í vinnu annars staðar. All-
mörg börn voru bólusett gegn barna-
veiki, kikhósta og stífkrampa — allt
í sömu sprautum. Engin skrá var gerð
um þessar bólusetningar. Einna helzt
mætti bera við önnum þessu til af-
sökunar.
Selfoss. Héraðslæknir framkvæmdi
kúabólusetningu, þó að ekki hafi náðst
til allra. Aðrar ónæmisaðgerðir voru
framkvæmdar, eftir því sem um var
beðið og við varð komið.
Hafnarfj. Frumbólusett voru 59 börn,
eða öll, sem leituðu slíkrar bólusetn-
ingar. Endurbólusetning fór fram í
öllum barnaskólum héraðsins. Bólan