Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Qupperneq 159
— 157 —
1959
í blóði fannst mikill kolsýrlingur,
sem hefur valdið köfnun.
49. 15. október. Karl, 72 ára. Yarð fyr-
ir stórum langferðabil, þar sem
hann var á reiðhjóli á þjóðvegi.
Missti strax meðvitund og lézt
rúmum sólarhring seinna. Alykt-
un: Við krufninguna fannst blóð
utan á heila og mikið af smáblæð-
ingum i heilanum viðs vegar, sér-
staklega í brúnni. Slíkar blæðing-
ar eru vottur um mikinn heila-
hristing, sem hefur orðið mann-
inum að bana.
50. 5. nóvember. Karl, 45 ára, verka-
maður. Veiktist skyndilega og var
látinn innan klukkustundar. Álykt-
un: Við krufninguna fannst lang-
ur blóðkökkur í h. hjarta, og liafði
hann stíflað lungnaslagæðina og
valdið þannig skyndilegum dauða.
Einnig fannst mjög stórt milti
(615 g). Ekki var ljóst, af hverju
þessi miltisstækkun stafaði, en
leuchaemia var ekki orsökin.
11. nóvember. Karl, mánaðar-
gamall. Sofnaði út frá pela og
fannst látinn i vöggunni um há-
degið. Hafði hvorki fengið lýsi né
D-vítamín. Ályktun: Við krufning-
una fundust einkenni um bein-
kröm, einkanlega á rifjum, höfði
og öklum. í báðum lungum
fannst berkjubólga, en í h. lunga
fannst auk þess greinileg hár-
berkjubólga (bronchitis capill-
aris) og byrjandi lungnabólga.
Hefur það orðið banamein barns-
ins, eins og oft vill verða, þegar
ungbörn hafa beinkröm.
°2. 27. nóvember. Karl, 10 ára. 'Varð
fyrir bíl í Hafnarfirði og lézt svo
að segja samstundis. Ályktun: Við
krufninguna fannst III. hálsliður
þverbrotinn og mænan undir hon-
um kubbuð þvert yfir, þannig að
hún var alveg sundurskorin. Mikl-
ir áverkar voru einnig á höfði og
mikil brot á útlimum, enn fremur
hafði IV. rif v. megin brotnað,
stungizt inn í lunga og valdið
. mikilli blæðingu.
• 2. desember. Karl, 70 ára, verka-
maður. Varð fyrir slysi í lyftu,
þannig að höfuðið klemmdist svo,
að maðurinn dó rétt á eftir. Álykt-
un: Við krufninguna fannst mikill
áverki á andlitinu, nefið þverbrot-
ið, stór sár á efri vör, sem litu út
eins og þau hefðu verið höggvin af
einhverri sljórri brún. Þá var efra
kjálkabeinið algerlega brotið frá
beinunum aftan við það, og hafði
það lagzt aftur á við fyrir kokið,
þannig að maðurinn hefur kafnað.
Engar skemmdir fundust i heila-
búi eða innri liffærum.
54. 12. desember. Karl, 56 ára, út-
varpsvirki. Hneig út af, er hann
var að aka bíl, ók út af og fannst
látinn í sætinu. Ályktun: Við
krufninguna fannst mikil kölkun
og þrengsli í kransæðum hiart-
ans, umfeðmingsgreinin alveg
lokuð.
55. 21. desember. Óskírt sveinbarn,
þriggja vikna. Hafði verið þrótt-
lítið frá fæðingu og síðustu fjóra
sólarhringa mikið kvefað. Þegar
barnið fór að blána, var sóttur
læknir, sem reyndi að soga slím
upp úr barka þess, en þær til-
raunir báru ekki árangur, og
barnið lézt um kvöldið. Ályktun:
Við krufninguna fannst mikil mis-
smíði á hjartanu, þar sem skilrúm
vantaði að mestu leyti á milli
hægra og vinstra afturhólfs. Þetta
hefur valdið mikilli blóðrásartrufl-
un. Berkjubólgan, sem barnið
hefur fengið siðustu dagana, hef-
ur orðið því að bana, vegna þess
hve léleg blóðrásin hefur verið.
56. 30. desember. Óskírt sveinbarn, 10
vikna. Fannst látið í vöggu sinni
að morgni dags. Ályktun: Við
krufninguna fannst hárberkju-
bólga (bronchitis capillaris) í
báðum lungum. Þá fundust merki
um beinkröm, bæði á rifjum og
höfði, og litur út fyrir, að barnið
hafi þolað svo illa að fá berkju-
bólgu, vegna þess að það hefur
verið haldið beinkröm.
Akranes. Réttarkrufning fór fram
hér í bænum. Var það 74 ára gamall
maður, er fannst látinn á vinnustað
sínum (í bakaríi) snemma morguns.
Við krufningu fannst ferskur segi