Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Blaðsíða 175
— 173 —
1959
hjarta, en með því kona þessi var áður
mjög hjartveik, kveið hún svo mjög
fyrir láta skera brjóstið, sem viðkom-
andi Hr. Chirurgus E. hafði þó af 3ja
jan. ályktað að gjöra skyldi, en með
því tilfellin alltjafnt fóru vaxandi, þá
varð hún þó fegin, að það væri gjört,
sem hún áður hafði kviðið fyrir þvi.
Hvar til ég var sóttur þann 7. febr.
Aminnztur þrymill var þá svo útvax-
inn, að koma mátti vextum (þ. e. vax-
bornum) hörþræði kringum hann, sem
gjört var og nokkuð hert að. Svo gaf
ég henni 1 teskeið af dropurn í gamal-
víni. Bals.vytæ. Liqu. anod., 01. cinna-
moni. Siðan var stykkið úr skorið og
jafnskjótt sett ofan i sárið línskafi, i
hvert borið var svo mikið, sem það
gat i móti tekið Bals. peruv. og svo
yfir allt brjóstið á sama augnabliki
lagður Empl. sapon. og þar á ofan
kringla jafnstór sárinu af vel þéttum
ullarflóka og svo þar yfir 9 álna lang-
ar umbúðir af lérefti. Líka voru kon-
unni inngefnir oftar þeir áminnztu
dropar. Ekki féll kona þessi i öngvit,
heldur fékk á eftir ógleði og uppkösl,
en batnaði við dropana, er henni voru
srnátt og smátt inngefnir. Um kvöldið
var konan bærileg, nærðist þá og svaf
rolega um nóttina. Um morguninn var
hún róleg, og þá voru teknar umbúð-
rrnar af sárinu og einasta þerrað úr
Það mesta, en ekki upprifið það lín-
skaf, sem fast var niðri í sárinu, held-
ur látið annað vel smurt með Bals.
Therebinth. og áminnztur plástur. Sár-
ið var þá að stærð 10 þumlungar í
kring. Svo voru konunni gjörðar hlýj-
ai' og hentugar umbúðir af tvöföldu
uýju vaðmáli í hvers millifóðri ullar-
tlokinn var yfir sárinu, með breiðum
hóndum yfir um fyrir ofan og neðan
sarið, ásamt passandi axlbönd. Við
hcssar umbúðir fann konan sig mikið
vel. J>á nú um var vitjað næsta dag,
Var í sárinu hreinn graftarvogur, svo
a|'t losnaðist auðveldlega úr því, þó
sast að lítið af rót þrymilsins hafði
eftir orðið, er stóð á beini og var sið-
an bUrt skorið, og brúkaði hún sífellt
Þessi áminnztu meðul í sárið. Tct.
enzoes compos., Bals. Terebinth.,
als. peruvii og opnandi pillur inn-
vortis.
Þann 18. marz hefi ég á reisu skoð-
að þessa konu, og var hún algróin“.
25. marz 1835 ritar hann loks á
þessa leið: „Á þessum vetri kom
þrymill i hennar hægra brjóst, sem át
sig út í sár og vill ei gróa (fær þá
áfram sömu meðul og að ofan).
Sanna sögu um þessa konu má sjá
hér að framan, að i fyrsta sinn þá ég
skoðaði brjóst hennar í júní 1832, þá
var þrymillinn stærri en kaffibaun
eður sem fékvörn, sem hægt var þá
burt að skera, sem hún þá ei þorði,
lika hafði hún forsómað plásturinn um
sumarið, sem á sama sumri eyddi með
öllu álíka þrymli hjá S. F. d. á 8 vik-
um og var siðan jafngóð. En af þvi
þessa krabba eðli náði að vaxa út i
taugarnar, þó þrymillinn sjálfur burt
kominn væri allt of seint. Því nú kom
það út í handkrika kirtlunum og utan
í brjóstinu ári siðar en burt skorið var,
og enn lifði hún hörmungarár“.
Þá er Bergsted ritar síðustu lýsingu
sína um konuna, hefur honum ekki
verið kunnugt um afdrif hennar, þvi
að samkvæmt ministerialbók Víði-
dalstungusóknar deyr konan 2. sept.
1834 af brjóstmeini.
Hér hefur verið greint frá hinni
fyrstu aðgerð við brjóstkrabba á ís-
landi, sem lýsing mun vera til á. Er
skurðaðgerð þessi jafnframt sú eina,
sem vitað er um, að ólæknislærður
maður ltafi gert við sjúkdómi þess-
um hér á landi fyrr og síðar.
Jón landlæknir Thorstensen mun
nokkuð hafa fengizt við skurðaðgerðir,
en embættistíð hans var frá 1820—
1854. Segir meðal annars frá einni að-
gerð á brjósti, sem hann gerði árið
1840, í „Yfirliti yfir sögu sullaveikinn-
ar á íslandi“ eftir prófessor Guðmund
Magnússon (1913), en sú aðgerð er að
vísu við sulli í brjósti.
Merkast heimildarrita um sjúkdóma
á íslandi fyrir miðja 19. öld er bók
Schleisners, „Island undersögt fra et
videnskabeligt synspunkt", en sú bók
var gefin út í Kaupmannahöfn árið
1849. í bók sinni birtir Schleisner skrá
yfir þá sjúkdóma hér á landi, sem hon-
um höfðu safnazt heimildir um eða
hann sjálfur rannsakað við tveggja
ára dvöl sína hér á landi (1847—1848).