Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 194
1959
— 192 —
Sjúkrasaga og sKoðun: Móðir do úr
lomun 39 ára. Núverandi siðan 1948,
en þá hrundi á hann grjót, smásteinar
og einn steinn í hvirfil, og blæddi mik-
ið úr. Missti ekki meðvitund, fékk ó-
gleði, kastaði ekki upp. Hélt áfram
vinnu eftir þetta eftir að hafa legið
i 2 klst. Hafði höfuðverk næstu 5—6
vikur, en var síðan frískur í nokkurn
tíma. Höfuðverkurinn kom aftur og
hefur verið nokkuð stöðugur síðan.
1954 fékk hann 3—4 köst, þar sem
hann datt skyndilega niður, missti
stundum meðvitund, engin aura, engin
tungubit, engin inkontinens og senni-
lega ekki krampar.
Loftencephalografi gerð 1957 i des.,
og var hann betri af höfuðverknum í
% mánuð þar á eftir. Sj. er hér um
bil alltaf slæmur af höfuðverknum, en
taki hann sér frí, er hann enn verri.
Minni hefur minnkað áberandi.
Neurolog. skoðun a. ö. 1. negativ.
Rannsóknir: Var hitalaus við komu,
fékk 37,8 að kvöldi 7. febrúar og lækk-
aði daginn eftir, hitalaus síðan 9.
febrúar.
Þvag: APS -4- microscopi: óformuð
úröt, -b önnur formelement.
Mænuvökvi: Upphafsþr. 370 mm.
Queckenstedt ör +, frumur 10. (punkt.
sitjandi). Alb. < 1/10. Glob. < 1.
Blóð: sökk 1 mm. Hb. 15,7 gr%.
rblk. 4,55 millj. Index: 1,06. hvblk.
6,000. Útstrok: r. blóðkorn eðlil. Diff.:
eðlil. Kahn & Eagle -=-. Rtg. 43396.
Yfirlitsmynd af cranium: ennissinusa
vantar, a. ö. 1. eðlil. cranium-mynd.
Loft-encephalografi: Góð fylling fæst
á ventricel-kerfinu. Mikið loft er þó
utan á hæmispherinu, einkum v. meg-
in, og áberandi er, að fylling á v. helm-
ingi ventricel-kerfisins er meiri, eða
réttara sagt víðari en tilsvarandi h.
megin. Efra hornið á v. ventriculus er
óeðlil. mikið afrúnnað. Útlitið bendir
gjarnan til atrofi þeim megin.
Cor et pulm.: eðlil., nema hvað
hjarta er eilítið stækkað til hægri.
Ekg. eðlil.
Niðurstaða: JÞ/RS. Sjá diagnosis.
Sj. var lagður inn til að fá gerða
loftencephalografi, sem styður atrofi-
diagnosuna.
Meðferð og ráðleggingar: Neurolog.
kontrol.“
Örorka stefnanda var metin af ...,
fyrrnefndum sérfræðingi i lyflækning-
um. Matsgerð hans er dagsett 8. febr-
úar 1960. í upphafi rekur læknirinn
sjúkrasögu stefnanda og rekur framan-
ritaðar niðurstöður [fyrrnefnds yfir-
læknis sjúkrahúss ...fjarðar og fyrr-
nefnds sérfræðings i taugasjúkdóm-
um]. Síðan segir svo:
„Samkvæmt vottorði . .. [fyrrnefnds
yfirlæknis sjúkrahúss ...fjarðar],
dags. 10. jan. 1960, er heilsa slasaða
svipuð og áður. Lýsir yfirlæknirinn
heilsufari hans þannig:
„B. segist mjög oft fá höfuðverkjar-
köst, aðallega vinstra megin i höfðinu,
sem standa misjafnlega lengi, stundum
í meira en sólarliring, og koma mis-
jafnlega oft. Á meðan á kastinu stend-
ur, er B. mjög slappur og máttlaus. B.
segist stundum fá aðsvif, sem hann
lýsir sem „absensur“, oftast í sam-
bandi við höfuðkvalir. 1—2 daga eftir
svoleiðis kast segist B. vera mjög mátt-
laus. Loksins hefur B. tekið eftir
minnisleysi í vaxandi mæli.
Snögg áreynsla og átök geta fram-
kallað ofannefnd köst. Þess vegna, og
vegna máttleysis og þjáninga í höfð-
inu, hefur B. þurft að hætta störfum
sem lögregluþjónn þ. 12. nóv. 1959.
Hann vinnur nú algenga verkamanna-
vinnu, en hann missir marga daga
vegna vanheilsu.“
Niðurstaða: Telja verður nokkurn
veginn víst, að vanlieilsa slasaða stafi
af nefndu slysi. Ekki þykir mega bú-
ast við neinum bata héðan af, og er
sýnilegt, að vinnugeta slasaða er mik-
ið skert.
Þykir varanleg örorka hans af völd-
um nefnds slyss hæfilega metin 45%.‘
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um eftirfarandi
atriði:
1. Hvort fullyrt verði eða sennilegt
talið, að heilsuleysi stefnanda, sem
lýst er í læknisgögnum málsins, sé að
öllu leyti eða nokkru afleiðing meiðsl-
*
J