Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Qupperneq 195
— 193 —
1959
anna, er stefnandi hlaut af völdum
slyss þess, er málið fjallar um.
2. Telji læknaráð fyrrgreint heilsu-
leysi stefnanda að öllu eða nokkru af-
leiðingu slyssins, láti það uppi álit á
Því, hvort fallizt verði á mat . .. [fyrr-
nefnds sérfræðings í lyflækningum,
dags. 8. febrúar 1960] á örorku stefn-
anda af völdum slyssins. Ef ekki, hver
megi þá teljast hæfilega metin örorka
stefnanda af þess völdum.
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild
ráðsins. Afgreiddi deildin það með
alyktunartillögu á fundi hinn 24.
ianúar 1961, en samkvæmt ósk eins
|æknaráðsmanns var málið borið und-
ir læknaráð í heild. Tók ráðið málið
iil meðferðar á fundi hinn 8. marz
1961, og var eftir ýtarlegar umræður
samþykkt að afgreiða það með svo-
hljóðandi
Ályktun:
Ad 1. Ekki verður fullyrt, að heila-
ryrnun og sjúkdómseinkenni stefn-
anda stafi af höfuðáverka þeim, er
Þann varð fyrir í október 1948, en
sennilegt má telja, að svo sé, enda
koma ekki fram í gögnum málsins
likur fyrir öðrum orsökum.
Ad 2. Læknaráð getur fallizt á ör-
prkumat ..., sérfræðings í lyflækn-
lngum, dags. 8. febrúar 1960.
Pyrri liður ályktunarinnar var sam-
Þykktur með 8 greiddum atkvæðum.
kinn læknaráðsmaður greiddi ekki
atkvæði og gerði þá grein fyrir af-
stöðu sinni, að hann teldi réttara, að
1 stað orðanna: „en sennilegt má
lelja,“ kæmi „en ekki er útilokað“.
Siðari liður ályktunarinnar var
samþykktur í einu hljóði.
Uáhúrslit: Með dómi bæjarþings Reykja-
Ij1 Ur 21. apríl 1961 var stefndi, fjármálaráð-
ura f. h. ríkissjóðs, dœmdur til að greiða
• e nanda, B. H.-syni, kr. 336 000,00 ásamt 6%
‘ isvöxtum frá 12. september 1954 til greiðslu-
kr. 23 000,00 í málskostnað.
ebótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.
3/l961.
Dómsmálaráðuneyti hefur með bréf-
m> dags. 3. febrúar og 15. febrúar
1961, skv. ákvörðun Hæstaréttar 27.
janúar s. á. og bréfi Sigurgeirs Sigur-
jónssonar hrl., dags. 10. febrúar 1961,
leitað umsagnar læknaráðs í hæsta-
réttarmálinu nr. 91/1960: Valdstjórnin
gegn A. J.-syni.
Málsatvik eru þessi:
Með ákæruskjali dómsmálaráðu-
neytis, dags. 16. febrúar 1960, var mál
höfðað af valdstjórnarinnar hálfu gegn
A. J.-syni ...fræðingi, nú til heimiíis
að ..., Reykjavík, til sviptingar lög-
ræðis (sjálfræðis og fjárræðis).
Með dómi salcadóms Reykjavíkur,
kveðnum upp 18. marz s. á., var talið
sannað, að varnaraðili, A. J.-son, væri
geðveikur, og var hann því sviptur
Íögræði.
Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar
2. maí 1960, og hefur síðan farið fram
framhaldsrannsókn og ný gögn verið
lögð fram.
í málinu liggja fyrir iæknisvottorð
frá 6 læknum, og hafa 5 þeirra komið
fyrir dóm. Fara vottorð þeirra hvers
um sig ásamt framburði fyrir dómi
hér á eftir:
1. Með vottorði, dags. 23. janúar
1960 (dskj. nr. 6), fór ..., sérfræð-
ingur í tauga- og geðsjúkdómum,
Reykjavík, þess á leit, að varnaraðili,
A. J.-son, yrði lagður inn á Klepps-
spítala vegna hringhugasýki (depres-
siv mani), sem hann hefur þjáðst af
mörg undanfarin ár.
Hinn 9. febrúar 1960 gaf sami lækn-
ir svohljóðandi vottorð (dskj. nr. 7):
„Vorið 1955 var ég fyrst sóttur til
A. J.-sonar, . .., Reykjavík, f. ... 1903.
Hann var þá rúmiiggjandi, mjög þung-
iyndur, ákaflega magur, og taldi sig
ekki hafa matarlyst, en auk þess væri
margt, sem hann þyldi ekki að borða.
Var hann þá nýkominn af Farsótta-
húsinu, þar sem hann hafði legið i
nokkra mánuði vegna þunglyndis og
fengið raflostmeðferð með fremur litl-
um árangri. Hann þjáðist einnig af
ranghugmyndum, t. d. taldi hann, að
smá-æxli við annað eistað stafaði af
kynsjúkdómi (gonorrhoea), og hefði
sýkillinn borizt út í blóðið og sýkt
25