Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Qupperneq 198
1959
— 196 —
læknisvottorði, dags. 9. febrúar 1960
(dskj. nr. 4):
„Það vottast, að á árinu 1954 hafði
ég til læknismeðferðar A. J.-son, f. . . .
1903, til heimilis . . . Hann þjáðist þá
af alvarlegu þunglyndi (melancholia
in psychos. maniodepressiva). Ég
fylgdist með heilsufari hans fram
undir árslok 1954, og hafði hann þá
ekki hlotið bata.“
í sakadómi Reykjavikur 1. marz
1960 er bókað eftir lækninum á þessa
leið:
„Mættur staðfestir vottorð sitt, dskj.
nr. 4, í dómsrannsókn. Kveðst hann
hafa haft A. til meðferðar alllengi árs
1954. Hins vegar hefur hann ekkert
fylgzt með heilsufari hans síðan.“
Sami læknir vottar á þessa leið 25.
maí 1960 (dskj. nr. 5):
„A. J.-son, f. ... 1903, Reykja-
vík, hefur óskað, að ég athugaði geð-
heilsu hans sérstaklega með tilliti til
þess, hvort ástæða væri til lögráða-
sviptingar.
Eg hef þekkt A. frá því hann var
unglingur.
Fyrir liðlega 5 árum liafði ég hann
til læknismeðferðar vegna melancholia
in psychosi maniodepressiva, og fór
hann siðar í spítala vegna þessa sjúk-
dóms.
Athugun mín nú hefur staðið frá 13.
apríl—24. mai 1960 og verið fólgin í
viðtölum, samtals 8 á þessu tímabili.
Niðurstaða athugunar minnar er sú,
að ekki sé ástæða til að svipta A. J.-
son lögræði."
Hinn 21. október 1960 er svohljóð-
andi bókun eftir lækninum í saka-
dómi Reykjavíkur:
„Hann kveðst hafa ritað dskj. nr. 5
og staðfesta það.
Aðspurður segir mættur, að hann
telji, að A. hafi, er mættur rannsakaði
hann i vor, verið með öllu læknaður
af þunglyndi því, er hann hefði verið
haldinn af, er mættur hafði hann til
meðferðar á árinu 1954.
Sækjandi spyr, hvort hann telji, að
A. hafi þá verið alveg andlega heil-
brigður, og svarar vitnið: „Um það
vil ég ekki íullyrða.“
Sækjandi spyr, hverja ástæðu vitnið
telji til þess, að A. hefur ekki unnið
sl. 5—6 ár, og svarar vitnið: „Heilsu-
leysi“, og nánar aðspurt um, i hverju
það heilsuleysi hafi verið fólgið, segir
það það hafa verið psychosis manio-
depressiva, svo sem i vottorði hans
greinir.
Vitnið segir aðspurt, að það telji,
að á þeim tima, er rannsókn þess fór
fram (í vor), hafi A. verið fær um að
ráða gerðum sínum.“
4. . .. læknir, sérfræðingur i augn-
sjúkdómum, Reykjavík, vottar hinn
25. mai 1960 á þessa leið (dskj. nr. 6):
„Ég undirritaður, sem hef verið
heimilislæknir A. J.-sonar ...fræð-
ings, . . ., frá s. 1. áramótum, votta hér
með, að ég hef oft á þessu tímabili
og allt til i dag átt samtöl við A. og
fylgzt nokkuð með honum frá þessu
tímabili og hef aldrei orðið þess var,
að hann væri öðruvísi en eðlilegur i
tali sínu og allri framkomu. Mér finnst
hann jafn eðlilegur og hann var áður,
er ég þekkti hann náið, bæði í mennta-
skóla og háskóla.
Sérstaklega vil ég taka fram, að mér
finnst skaplyndi hans í fullkomnu
jafnvægi, svo að á betra verður ekki
kosið.“
Læknirinn kom fyrir sakadóm
Reykjavíkur 11. október 1960, og er
framburður hans bókaður á þessa
leið:
„Mættur hefur nú frá þvi snemma á
þessu ári verið heimilislæknir A. J--
sonar, en þeir eru kunningjar og
skólabræður. A þessu timabili hefur
A. nokkrum sinnum komið í lækninga-
stofu mætts, og hefur hann þá haft
þau erindi að fá recept hjá mættum;
að því er mættur man bezt, hafa það
verið magamixtúrur, sem hann hefur
fengið recept fyrir, en aldrei taugalyf.
svefn- eða deyfilyf eða slíkt. Ekki hef-
ur mætta verið vitjað til A., og ekki
hefur hann haft önnur afskipti af hon-
um en áðurnefnd samtöl á lækninga-
stofunni. Mættur segist ekki hafa orð-
ið var geðveikiseinkenna á A. i við-
tölum þessum. Hann kveðst hins vegar
ekki hafa kannað neitt, hvort slík ein-
kenni kunni að finnast hjá honum, og
hann geti ekkert um það fullyrt,
hvernig geðheilsu hans sé háttað.