Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Page 210
1959
208 —
skrá, sem staðfest var notarialiter
sama dag (rskj. nr. 8). Undir erfða-
skrána rituðu samþykki sitt tvö kjör-
börn hennar og makar þeirra. Notarial-
vottar voru prófessor dr. med. Sigurð-
ur Samúelsson, sem þá var deildar-
læknir á lyflæknisdeild Landspítalans,
og S. J.-son hæstaréttarlögmaður. í
samræmi við fyrirmæli erfðalaga vott-
ar fulltrúi notarii publici, Þórhallur
Pálsson, um frú S., að hún hafi undir-
ritað skrána af fúsum og frjálsum
vilja og með fullu ráði og kveðið
skrána hafa vilja sinn að geyma.
Meginefni skrárinnar hljóðar svo:
„Að mér látinni skulu kjörbörn min
og látins eiginmanns míns, M. B.-son-
ar ...meistara, þau K. E. M.-son
...meistari, ..., og M. M.-dóttir frú,
. . ., bæði hér í bæ, hljóta hvort eftir
mig kr. 200.000,00 — tvö hundruð
þúsund krónur —. Hvert barna ofan-
greindra kjörbarna minna, sem lifir
mig, skal á sama hátt hljóta kr.
25.000,00 — tuttugu og fimm þúsund
krónur —. Það, sem afgangs kann að
verða eftirlátinna eigna minna, þegar
ofangreindar upphæðir hafa verið
greiddar af hendi, skal renna til Kven-
félagsins Hringsins. Skal með upp-
hæðinni stofna sjóð, er skal heita
„Minningarsjóður hjónanna M. B.-son-
ar ... meistara, og S. E-dóttur“. Fé
sjóðsins skal varið til að stuðla að
rannsóknum hjartasjúkdóma sérstak-
lega, leita aðferða til að greina þá og
ráða gegn þeim, allt samkvæmt nánari
ákvörðun stjórnar sjóðsins á hverjum
tíma. Stjórn sjóðsins skulu skipa: for-
maður Kvenfélagsins Hringsins og
yfirlæknir lyfja-, skurð- og röntgen-
deilda Landspítalans, þangað til vænt-
anlegt barnasjúkrahús tekur til starfa,
en þá skal yfirlæknir þess taka sæti í
stjórninni auk framangreindra stjórn-
enda.“
Frú S. E.-dóttir, sem var fædd 21.
apríl 1872, andaðist 3. mai 1956, og
fór uppskrift á búi hennar fram 28.
júni s. á. Á skiptafundi hinn 12. júlí
1956 kom fram ágreiningur um gildi
nefndrar arfleiðsluskrár. Hafa kjör-
börn frú S. haldið því fram, að kjör-
móðir þeirra hafi, er hún gerði skrána,
verið orðin mjög kölkuð og andlega
sljó. Ástand hennar hafi verið orðið
svo, að hún hafi ekki gert sér grein
fyrir ráðstöfunum þeim, er í skránni
fólust. Þá telja kjörbörnin, að sam-
þykki það, er þau undirrituðu, sé ó-
gilt, þar eð þau hafi ekki skilið, hvað
þau voru að gera, og auk þess hafi
samþykkis þeirra verið afiað með ó-
réttmætum fortölum.
í málinu liggur fyrir vottorð Rönt-
gendeildar Landspitalans, dags. 21.
apríl 1947, svohljóðandi:
„Regio: Mjöðm, hryggur.
Allmiklar arthrotiskar breytingar
koma fram í col. lumbalis. Ójöfnur og
osteofytar á liðbrúnum corpora. Mjög
mikil úrkölkun er í col. lumbalis, svo
að varla er hægt að fá glögga mynd
af corpora í profil. Profilmyndin sýn-
ir mikla kölkun á aorta abdominalis.
Á yfirlitsmynd af pelvis sést einnig
töluvert mikil úrkölkun í beinum, og
miklar arthrotiskar breytingar í
mjaðmarliðum.“
Hinn 21. maí 1947 leitaði frú S. eftir
tilvísun . .., heimilislæknis, til . . • >
sérfræðings í nuddlækningum.
í læknisvottorði, dags. 7. nóvember
1958, kveðst ... læknir hafa bókað
eftirfarandi í journal sinn 21. maí
1947:
„Datt aftur yfir sig með lausa
tröppu fyrir mánuði síðan, kom nið-
ur á spjaldhrygg.
Röntgenmynd sýndi ekki brot.
Nú sár yfir sacrum (spjaldhrygg)-
Debil. Blþr. 240/110 Tallqv. 80%.
3. júni. Nú finnst, að skinnfillan
yfir sacrum hefur losnað frá. Rtg.
columna sýnir allmiklar arthrotiskar
breytingar og úrkölkun.“
í bréfi, dags. 12. febrúar 1957, legg-
ur Gunnar A. Pálsson hæstaréttarlög-
maður eftirfarandi spurningar fynr
... [heimilisjlækni (rskj. nr. 20):
„1. Teljið þér S. hafa verið svo
andlega heila á seinustu árum sínum,
t. d. eftir að hún varð áttræð (21-
apríl 1952), að hún liafi getað gert sér
grein fyrir fjármálalegum efnum og
efni óvenjulegra skjala svo sem t. d.
framangreindrar arfleiðsluskrár?
2. Teljið þér, að S. hafi á þeim
tima, er hún undirritaði framan-
greinda arfleiðsluskrá sína, haft °'